Nei það skiptir ekki máli í hvaða röð námskeiðin eru tekin. Þetta eru tvö aðskilin námskeið.
Ef þú vilt einungis fá skotvopnaleyfi til að stunda skotfimi en ekki stunda veiðar þarftu ekki að fara á veiðkortanámskeiðið
Þegar þú hefur skráð þig á námskeið í gegnum skráningarsíðuna og gengið frá greiðslu, færðu Teams-hlekk sendan í tölvupósti.
Þú fylgist svo með fyrirlestrinum í gegnum tölvu eða snjalltæki á tilsettum tíma.
Þú tekur svo stafrænt krossapróf með fartölvu eða snjalltæki á þeim próftökustað sem þú valdir þér í skráningarferlinu.
Ef þú forfallast vegna veikinda getur þú fengið sendan hlekk til að horfa á námskeiðið seinna.
Þú finnur svo heppilegann próftíma á skráningarsíðunni.
*Þar sem tafir hafa orðið á vornámskeiðum 2022 er hægt að fá undanþágu á að sitja skotvopnanámskeið þó læknisvottorð liggi ekki fyrir. Þeir nemendur sem ekki hafa náð að skila læknisvottorði til lögreglu skulu gera það eins fljótt og kostur er. Lögreglan mun ekki afgreiða leyfisumsóknir um skotvopn fyrr en því er lokið.
Ekki skiptir máli á hvaða skotvopnanámskeiði farið er í verklega hlutann. Hægt er að fresta honum.
Best er að ná samkomulagi við kennarann á skotvopnanámskeiðinu þegar það hefst um annan tíma fyrir verklega hlutann. Hægt er að fá að mæta með þeim hóp sem er á næsta námskeiði.
Lögreglan gefur ekki út skírteini fyrr en búið er að staðfesta að viðkomandi hafi lokið verklega hlutanum.
Að jafnaði er einkunn ekki send út fyrr en báðum námshlutum er lokið.
Já. Allir sem hyggjast stunda almennar skotveiðar á Íslandi á öðrum dýrum en sel og mink, þurfa veiðikort.
Nei. Námskeiðin eru ætluð þeim sem eru að sækja um skotvopnaleyfi og þar af leiðandi hafa þátttakendur ekki leyfi til að eiga byssu fyrr en að loknu námskeiði.
Nei en þeir þurfa að hafa náð 20 ára aldri.
Þú þarf að ná 75% til að standast prófið.
Þú getur upptökupróf í eitt skipti án þess að greiða aukalega fyrir.
Skráning í upptökupróf fer fram í gegnum skráningarsíðuna.
Nei, þú þarf ekki að sitja námskeiðið aftur. Ef annað námskeið er í millitíðinni, þá stendur þér til boða að hlýða aftur á fyrirlesturinn þér til upprifjunar.
Þú getur upptökupróf í eitt skipti án þess að greiða aukalega fyrir.
Skráning í upptökupróf fer fram í gegnum skráningarsíðuna.
Að jafnaði er hægt að taka upptökupróf á Grand Hótel í Reykjavík og ákveðnum fræðslumiðstöðvum á landsbyggðinni á því tímabili sem námskeiðin eru í gangi.
Þú ferð til sýslumanns- eða lögreglunnar þar sem þú skilaðir inn gögnunum og sækir skírteinið.
Sum embætti senda skírteinið strax að námskeiði loknu.
Hægt er að óska eftir lengri próftíma vegna lesblindu eða annarra námsörðuleika.
Nemendur sem hyggjast taka próf í Reykjavík hafa samband við Umhverfisstofnun.
Nemendur á landsbyggðinni hafa samband við þá fræðslumiðstöð sem þeir hyggjast taka prófið hjá.
Þú þarft að hafa með þér skilríki og fartölvu/snjallsíma/spjaldtölvu sem getur tengst interneti.
Gættu þess að hafa tækið fullhlaðið og taktu með hleðslutæki til öryggis.
Athugið að innskráning í próf er gerð með rafrænum skilríkjum.
Ef þú kemst ekki í bóklega prófið að einhverjum orsökum getur þú fundið annan tíma sem hentar á skráningarsíðunni.
Á skráningarsíðu skotvopna- og veiðikortanáms Umhverfisstofnunar er hægt að sjá yfirlit yfir próftökustaði og tímasetningar prófa. Þar getur þú valið tíma sem hentar og skráð þig í próf.