Veiðifrétt

19.09.2022 22:12

20. september 2022

Seinasti dagur hreindýraveiða þetta haustið. Tæplega 50 kýrleyfi eru svo í nóvemberveiðum á sv. 8 og 9 frá 1. nóv. - 20. nóv. Siggi Aðalsteins með einn að veiða kú á sv. 2, fellt á Lindaflóa, Sigurgeir með einn að veiða kú á sv. 4, fellt í Þröng, Björgvin Már með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Búðatungum, Örn Þorsteins með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Bratthálsi, Stebbi Magg með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Bratthálsi. Þá eru allir búnir að veiða í dag enda einstaklega gott veiðiveður og glansbjart og hlýtt. Veiðum þar með lokið. Alls veiddust 920 dýr. (sjá töflu um stöðu veiðia) Etirfarandi veiddist ekki.: Tarfar: Svæði 2: 15 tarfar, sv. 5: einn tarfur, sv. 7: þrír tarfar. sv. 8: einn tarfur. Kýr: Svæði 2: 33 kýr, sv.6: ein kýr, sv. 7: ein kýr. Skýring á svo háum hluta leyfa á svæði 2 sem ekki veiddist er sú að lítið fannst af dýrum á svæðinu. ( sjá frétt á heimasíðu)
Til baka