Umhverfistofnun - Logo

Sviðsstjóri - Náttúruvernd og grænir áfangastaðir

Umhverfisstofnun leitar að öflugum stjórnanda til starfa. Leitað er að reyndum og hvetjandi einstaklingi í starf sviðsstjóra sem getur leitt hóp sérfræðinga með jákvæðni, metnað og fagmennsku að leiðarljósi. Sviðsstjóri er fyrirmynd í öllum sínum störfum og samskiptum.
Sviðsstjóri fylgir stefnu,  gæðakerfum, mannauðsstefnu og hefur gildi stofnunarinnar að leiðarljósi. Umhverfisstofnun starfar um allt land og hinar níu starfsstöðvar stofnunarinnar eru allar mikilvægir hlekkir í starfseminni. Starfað er eftir vottuðum gæðakerfum og markmiðið er stöðugar umbætur. Sviðsstjóri starfar í yfirstjórn stofnunarinnar og mun gegna leiðandi hlutverki í stefnumótunarvinnu á árinu 2022. Breytt skipurit mun taka gildi í ágúst/september nk. og mun nýr sviðsstjóri vinna að innleiðingu þess.

Hlutverk sviðs:

Umsjón fjölbreyttra náttúruverndarsvæða um allt land, uppbygging innviða og ástandsmat.
Undirbúningur friðlýsinga og stjórnunar- og verndaráætlana

Starfssvið:

 • Leiðir verkefni sviðsins til framtíðar með stefnu stofnunarinnar að leiðarljósi
 • Daglegur rekstur og stjórnun. Í því felst m.a. gerð ársáætlunar, rekstraráætlunar, stefnumótun og eftirfylgni við stefnu og markmið stofnunarinnar
 • Mannauðsmál, ráðningar, starfsþróun í sérfræðingaumhverfi o.fl.
 • Gæðamál, eftirfylgni og ábyrgð á að störf séu unnin í samræmi við vottað gæðakerfi stofnunarinnar
 • Samskipti við Alþingi, ráðuneyti, stofnanir og hagsmunaaðila f.h. Umhverfisstofnunar

Hæfniskröfur:

 • Meistarapróf á háskólastigi eða sambærileg gráða sem nýtist í starfi
 • Farsæl reynsla af stjórnun
 • Leiðtogahæfni, metnaður og framúrskarandi  færni í samskiptum
 • Þekking og/eða reynsla af málaflokkum sviðsins er kostur
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
 • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að sviðsstjóri hefji störf sem fyrst. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingarinnar.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni og uppruna, eru hvattir til að sækja um starfið.

Föst starfsaðstaða getur verið, allt eftir búsetu, í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum.

Nánari upplýsingar veita Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri og Þóra Margrét Pálsdóttir Briem, mannauðsstjóri í síma 591 2000.


Umhverfisstofnun:

Umhverfisstofnun fer með framkvæmd laga um loftslagsmál, náttúruvernd, mengunarvarnir og efnamál o.fl., hefur umsjón með veiðistjórnun villtra fugla og spendýra og verkefnum er varða hringrásarhagkerfið.