Umhverfistofnun - Logo

Störf í boði

 

Vilt þú starfa með okkur?

Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur starfsmannahópur með fjölbreyttan bakgrunn og ýmsa sérhæfingu að verndun náttúru og umhverfis. Fastar starfsstöðvar okkar eru níu talsins og eru þær um allt land. Almennt eru sérfræðingsstörfin okkar ekki bundin einni starfsstöð og því segjum við að við ráðum besta fólkið, óháð staðsetningu.

Landverðir eru stækkandi hluti starfsmannahópsins og nú í ár verða um 30 landverðir starfandi á þeim náttúruverndarsvæðum sem eru í okkar umsjón yfir hásumarið. Landverðirnir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.

Við leggjum áherslu á að taka vel á móti starfsfólki okkar og undirbúa það vel fyrir verkefni sín. Umsóknir um laus störf fara í gegnum ráðningarkerfi ríkisstofnana og laus störf til umsóknar birtast hér og á Starfatorgi.

Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður.

Sérfræðingur í launavinnslu og greiningum

Sérfræðingur í launavinnslu og greiningum

Umsóknarfrestur

27.01.2022 til 09.02.2022

Inngangur

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings á sviði launamála, skýrslugerðar og greiningar tölfræðilegra upplýsinga. Sérfræðingurinn mun starfa í nánu samstarfi við mannauðsstjóra sem ber ábyrgð á launamálum.

Meginverkefni sérfræðingsins felast í launavinnslu, skýrslugerð og tölfræðilegum greiningum. Sérfræðingurinn mun starfa með mannauðsstjóra að umbótum í launamálum stofnunarinnar auk þess að vera til aðstoðar í mannauðsverkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Launavinnsla, umsjón
 • Viðverukerfi dagvinnu- og vaktavinnufólks, umsjón og samvinna við stjórnendur
 • Skráning upplýsinga og utanumhald gagna í launa- og mannauðskerfi
 • Launagreiningar skv. jafnlaunastaðli og önnur vinna við jafnlaunakerfi
 • Tölfræðilegar upplýsingar, úrvinnsla og skýrslugerð
 • Þjónusta við starfsfólk og stjórnendur
 • Ferlagerð og stöðugar umbætur í ferlum og þjónustu

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi, svo sem viðskiptafræði eða önnur menntun
 • Þekking og/eða reynsla af launavinnslu og vinnu við greiningu gagna er mikilvæg
 • Mjög góð greiningarfærni, færni í excel og framsetningu upplýsinga
 • Þekking á kjarasamningum og stofnanasamningum
 • Kunnátta á Orra, launakerfi ríkisins eða önnur kerfi er kostur
 • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
 • Góð samstarfshæfni, frumkvæði og sveigjanleiki í samskiptum
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

Tengiliðir

Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thoram@ust.is - 5912000

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er mannauðsstjóri sem veitir nánari upplýsingar um starfið.

Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. 

Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 09.02.2022

Sækja um