Stök frétt

Nú er þyrlan komin á staðinn og flutningur á mannskap og búnaði hafinn, verða farnar fimm ferðir, þrjár með búnað til að hefja dælingu á olíu úr skipinu, dælur, slöngur, rafstöðvar og annað sem þarf til að vinna í skipinu.

Tvær ferðir með mannskap, þrjá frá Framtaki, undirverktaka Olíudreifingar, menn sem kunna á vélbúnaðinn og munu starfa að dælingunni, tveir frá lögreglunni fara til að fara yfir siglingatæki. Líklega einn maður frá björgunarsveitunum til að koma fyrir blökk til að koma línu út í skipið. Ef að þetta gengur verður mannskapur kominn í skipið fyrir 12 og þá hafa þeir þrjá klukkutíma til umráða en þyrlan flytur þá aftur í land ekki seinna en kl 15 vegna dvínandi birtu.

Í morgun voru gengnar fjörur útfrá skipinu til að kanna hvort olía væri farin að leka úr því. Hvergi var neinn vottur af olíu að sjá. Hún virðist því enn öll vera í skipinu nema huganlega léttolía sem ekki verður vart við.

Dælingin
Byrjað verður að dæla úr botntönkunum ofar í skipið svo ekki þurfi að dæla alla leið í einu lagi þegar veður leyfir dælingu í land.

Staða skipsins
Skipið hefur lítið sem ekkert hreyfst frá því það strandaði. Á myndum virðist sem hlykkur sé kominn á byrðinginn aftan við hvalbakinn og bendir það til veikleika í burðarvirki skipsins.