Vatnsfjörður

Umhverfisstofnun, í samstarfi við Vesturbyggð, landeigendur og ábúendur í friðlandinu Vatnsfirði, undirbýr gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið.

Vatnsfjörður var friðlýstur sem friðland árið 1975, skv. auglýsingu í Stjórnartíðindum B nr. 96/1975. Tilgangur friðlýsingarinnar er að vernda náttúru svæðisins, lífríki, gróður og jarðminjar með það að markmiði að fólki gefist kostur að njóta hennar til frambúðar.

Samkvæmt 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar að hafa umsjón með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. Stjórnunar- og verndaráætluninni er ætlað að fjalla um markmið verndunar svæðisins og hvernig stefnt skuli að því að viðhalda verndargildi þess. Í henni er lögð fram stefnumótun til næstu 10 ára ásamt aðgerðaáætlun til 5 ára.

Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til þess að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita Linda Guðmundsdóttir, linda.gu@umhverfisstofnun.is og Edda Kristín Eiríksdóttir, eddak@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000. 

Tengd skjöl