Ströndin við Stapa og Hellna

23. janúar 2020
Umhverfisstofnun í samstarfi við Snæfellsbæ, fulltrúa landeigenda og hagsmunaaðila hefur verið að vinna að gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlandið ströndina við Stapa og Hellna og náttúruvættið Bárðarlaug. Vinnu við Bárðarlaug er lokið en gerð áætlunar fyrir Stapa og Hellna hefur tafist . Hér eru uppfærðar upplýsingar vegna þeirrar vinnu.Friðlandið ströndin við Stapa og Hellna er klettótt og myndræn strandlengja þar sem loftið ymur af svarrandi hafi í bland við kvak bjargfugla. Margar fagrar og sérkennilegar bergmyndanir sem mótast hafa af briminu eru meðfram ströndinni. Ströndin var fyrrum mikil verstöð enda gott lægi þar fyrir báta. Á þeim tíma var talsverð byggð á svæðinu og verslunarstaður. Ströndin var friðlýst sem friðland árið 1979 og er 134,4 ha að stærð. 

Hér að neðan eru verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun fyrir verkefnið. Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlunin verði tilbúin í september 2020.

Fólk er hvatt til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar. 

Frekari upplýsingar veitir Guðbjörg Gunnarsdóttir,   
gudbjorg@umhverfisstofnun.is

Tengd skjöl:
Verk- og tímaáætlun fyrir ströndina við Stapa og Hellna
Samráðsáætlun