Umhverfistofnun - Logo

Ósland

Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Ósland. Fólkvangurinn Ósland var friðlýstur árið 1982, friðlýsingin var endurskoðuð árið 2011 með auglýsingu nr. 264/2011. Ósland er eyja með landbrú við Höfn í Hornafirði. Þar finnast leirur með miklu fuglalífi. Í Óslandi má sjá basaltafsteypur af trjám sem þar hafa lent í hrauni. Stærð fólkvangsins er 16,9 ha.

Markmiðið með friðlýsingunni er að tryggja svæði til útivistar og útikennslu í náttúrufræðum í sveitarfélaginu Hornafirði. Einnig er markmiðið að tryggja verndun sérstakra jarðmyndanna og fjölbreytts fuglalífs.

Samkvæmt 81. gr. 
laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar að hafa umsjón með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. Í þeim er lögð fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að viðhalda verndargildi svæðisins.

Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita Hildur Hafbergsdóttir, 
hildur.hafbergsdottir@umhverfisstofnun.is og Magnús Freyr Sigurkarlsson, magnus.freyr.sigurkarlsson@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Samráðsáætlun
Verk- og tímaáætlun