Umhverfistofnun - Logo

Friðland að Fjallabaki

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Rangárþings-ytra og Náttúrufræðistofnunar Íslands unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland að Fjallabaki í samráði við ýmsa hagsmunaaðila. 

Drög að áætluninni voru lögð fram til kynningar í 6 vikur eða til og með 22. maí 2020. Nú stendur yfir úrvinnsla athugasemda og verður þeim svarað innan tíðar hér á heimasíðu Umhverfistofnunar. Í framhaldinu verður áætlunin send til ráðherra til undirritunar. 

Frekari upplýsingar veita Hákon Ásgeirsson, (hakon.asgeirsson@umhverfisstofnun.is) og Hildur Vésteinsdóttir, (hildurv@umhverfisstofnun.is)  í gegn um tölvupóst eða í síma 591-2000.