Bárðarlaug

Umhverfisstofnun í samstarfi við Snæfellsbæ, fulltrúa landeiganda og hagsmunaaðila vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Bárðarlaug. 

Bárðarlaug er lítil sporöskjulaga tjörn í fögrum gjallgíg sem jökull hefur sorfið í lok ísaldar. Bárðarlaug er sunnan við Snæfellsjökul, vestan við veg niður að Hellnum. Bárðarlaug var friðlýst sem náttúruvætti árið 1980 og er 43,6 ha að stærð. Með friðlýsingunni er almennt stuðlað að því að lífríki fái að þróast eftir eigin forsendum, að jarðmyndunum sé ekki raskað og náttúrufegurð haldist ósnortin. 


  Hér að neðan eru verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun fyrir verkefnið. Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlunin verði tilbúin í desember 2019.

  Fólk er hvatt til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

  Frekari upplýsingar veita Guðbjörg Gunnarsdóttir, gudbjorg@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl:
Verk- og tímaáætlun, Stapi, Hellnar og Bárðarlaug
Samráðsaðilar, samráðsáætlun, Stapi, Hellnar og Bárðarlaug