Umhverfistofnun - Logo

Um þjóðgarðinn

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er staðsettur á utanverðu Snæfellsnesi á Vesturlandi. Hann er um 183km2 að stærð og fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. 

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Jafnframt er markmiðið að auðvelda fólki að ferðast um svæðið og kynnast því.

Starfsemi 

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er opinn allt árið. Þrír starfsmenn eru í föstu starfi, þjóðgarðsvörður, sérfræðingur og landvörður. Á sumrin starfa landverðir við fræðslu, viðhald og eftirlit í þjóðgarðinum og við upplýsingagjöf á gestastofu á Malarrifi.

Starfsmenn þjóðgarðsins hafa einnig umsjón með friðlöndunum Búðahrauni, ströndinni við Arnarstapa-Hellnar og náttúruvættinu Bárðarlaug við Hellnar.

Skrifstofa 

Skrifstofa þjóðgarðsins er við Klettsbúð 7 á Hellissandi. Hún er að jafnaði opin allt árið á skrifstofutíma en þar er ekki föst viðvera. Sími á skrifstofu er 436 6860 og hægt er að skilja eftir skilaboð í talhólfi.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull