Umhverfistofnun - Logo

Þjóðgarðurinn 20 ára

Afmælisdagskrá

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður þann 28. júní 2001 og fagnaði því 20 ára afmæli árið 2021.

 Í tilefni af 20 ára afmælinu var heil vika undirlögð af viðburðum frá 19. - 27. júní 2021. 

Í tilefni af afmælinu var einnig gefið út afmælisrit

 

Vættir í þjóðgarðinum - Ljósmyndakeppni


Í tilefni af 20 ára afmæli þjóðgarðsins Snæfellsjökuls efndi þjóðgarðurinn til ljósmyndasamkeppni.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull heldur utan um verkefnið ásamt markaðs- og upplýsingafulltrúa Snæfellsbæjar. Þemað í ljósmyndasamkeppninni er; Vættir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.

Þemað er vítt skilgreint og tækifæri fyrir áhugafólk um ljósmyndum til að láta l´jos sitt skína. Vættir geta verið tröll, álfar, furðuverur, eitthvað sem hægt er að sjá í náttúrunni í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.

Mögulegt er að senda inn myndir frá 19. júní til og með 23. júní nk. Verðlaun verða veitt fyrir bestu myndina. Ath. það þarf ekki að taka nýjar myndir heldur má senda myndir úr safni einstaklinga.

Að keppni lokinni verða allar myndir til sýnis á facebook síðu þjóðgarðsins og með þátttöku í ljósmyndasamkeppninni veita þátttakendur leyfi til þess að myndirnar verði notaðar sem kynningarefni fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.  Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hvetur Snæfellinga og aðra sem leið eiga um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul til að taka þátt, deila myndum sem víðast á samfélagsmiðlum og senda á neðangreint netfang til þjóðgarðsins.

Það geta allir tekið þátt!

Reglur:

  • Þemað keppninnar er Vættir í ÞJóðgarðinum Snæfellsjökli.
  • Mynd verður að vera tekin innan þjóðgarðsmarka
  • Ekki er heimilt að senda inn myndir sem bundnar eru höfundarrétti annars en þáttakanda.
  • hver þátttakandi má senda inn að hámarki þrjár myndir.
  • Senda myndir á ljosmyndasamkeppni@ust.is
  • Skilafrestur til miðnættis 23. júní 2021.