Gengið með landvörðum á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi
Höfuðborgarsvæðið
Fræðslustund/ganga með landverði verður skipulagt við friðlandinu Gróttu/Bakkatjörn, Vífilsstaðavatn, Kasthúsatjörn, Ástjörn og á fleiri svæðum í samstarfi við umsjónaraðila á tímabilinu 15.júní til 15.ágúst.
Reykjadalur
Landvörður leiðir göngu um svæðið þá daga sem hann er á staðnum á tímabilinu 15.júní til 15.ágúst. Ganga hefst við baðaðstöðuna kl.14:00. Gestir í Reykjadal eru enn fremur hvattir til að nálgast landvörð sem er ávallt tilbúinn til að fjalla um það sem fyrir augum ber hverju sinni.