Umhverfistofnun - Logo

Stjórnun og vernd

Horft yfir friðlandið af Söðli við Hrafntinnusker.

Friðland að Fjallabaki var friðlýst árið 1979. Tilgangur friðlýsingar er að varðveita sérstök landsvæði þannig að komandi kynslóðir hafi tækifæri til að njóta þeirra á sama hátt og við gerum. Til þess að svo geti orðið gilda ákveðnar reglur um umgengni til að hindra spjöll á náttúru eða röskun á svip landins. Fjölbreytt landslag, sérstakt en viðkvæmt lífríki, öræfaauðn og kyrrð eru meginenkenni Friðlands að Fjallabaki, og þangað leita árlega þúsundir manna til að njóta þessara náttúrugæða. Gestir svæðisins eru beðnir um að virða umgengnisreglur friðlandsins og leggja þannig sitt af mörkum svo að tilgangi friðlýsingar verði náð, þannig að allir bæði við og afkomendur okkar, fái notið náttúru friðlandsins til fullnustu.

Friðlandið er 44,633,4 ha að stærð og allt ofan 500 m hæðar yfir sjó. Landið er fjöllótt og mótað af eldvirkni, og jarðhita. Litadýrð er mikil, m.a. fyrir líparít og hrafntinnu í fjöllum. Hraun, ár og vötn setja líka svip á landslagið.  

Stjórnunar- og verndaráætlun

Stjórnunar- og verndaráætlun er í vinnslu og var lögð fram til kynningar í 6 vikur til og með 22. maí sl. Nú stendur yfir úrvinnsla athugasemda og verða svör við þeim birt hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Í framhaldinu verður áætlunin send til ráðherra til undirritunar. 

Ýmis gögn er varða friðlandið