Þann 10. september 2018 lagði Umhverfisstofnun fram til kynningar tillögu að friðlýsingu vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu: 32 Gýgjarfossvirkjun og 33 Bláfellsvirkjun á grundvelli flokkunar svæðisins í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar, sbr. ályktun Alþingis nr. 13/141, frá 14. janúar 2013.
Lögð var fram tillaga að auglýsingu um friðlýsingu svæðisins og kort þar sem tillaga að mörkum svæðisins var dregin upp.
Tillagan byggir á 53. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
Frestur til að skila athugasemdum var til og með 14. desember 2018.
•Greinargerð Umhverfisstofnunar um framkomnar athugasemdir
•Tillaga Umhverfisstofnunar að auglýsingu svæðisins