Umhverfistofnun - Logo

Hverfjall í Skútustaðahreppi

Umhverfisstofnun leggur hér með fram tillögu að endurskoðun friðlýsingar náttúruvættisins Hverfjalls í Skútustaðahreppi í samræmi við málsmeðferðarreglur 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í eiga sæti fulltrúar landeigenda Voga, Umhverfisstofnunar, Skútustaðahrepps og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. 


Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda sérstæðar jarðmyndanir svæðisins og að tryggja að svæðið nýtist til útivistar og fræðslu, enda útivistar- og fræðslugildi hátt. Með friðlýsingunni er verndargildi svæðisins tryggt og jafnframt tryggt að svæðið nýtist til útivistar og ferðaþjónustu til framtíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem heimsækja svæðið.Frestur til að gera athugasemdir er til og með 25. ágúst 2021. Ábendingum og athugasemdum má skila inn á formi hér fyrir neðan, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að innsendar athugasemdir eru hluti af stjórnsýslumáli og kunna að verða afhentar þriðja aðila sé þess óskað í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012.

Frekari upplýsingar veita Ingibjörg Marta Bjarnadóttir (ingibjorg.bjarnadottir@umhverfisstofnun.is) og Arna Hjörleifsdóttir (arna.hjorleifsdottir@umhverfisstofnun.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl: 
Tillaga að auglýsingu
Kort

 

 

Senda ábendingu

Upplýsingar

Skrár