Umhverfistofnun - Logo

Barðsnessvæðið

Barðsnessvæðið (Gerpissvæðið) í Fjarðabyggð

Umhverfisstofnun leggur hér með fram tillögu að friðlýsingu Barðsnessvæðisins (Gerpissvæðisins) í samræmi við málsmeðferðarreglur 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í eiga sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, sveitarfélagsins Fjarðabyggðar, landeigenda og  umhverfis- og auðlindaráðneytisins. 

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda landslag svæðisins, lífríki, gróðurfar og jarðminjar svæðisins, sbr. 2., 3., og 50. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að standa vörð um ásýnd svæðisins, einkenni þess og upplifun gesta. Einnig er markmið friðlýsingarinnar sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi í allri nýtingu, stjórnun og framtíðarskipulagningu svæðisins.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 10. ágúst 2021. Ábendingum og athugasemdum má skila inn á formi hér fyrir neðan, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að innsendar athugasemdir eru hluti af stjórnsýslumáli og kunna að verða afhentar þriðja aðila sé þess óskað í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012.

Frekari upplýsingar um málið veita Lilja Bjarnadóttir (liljab@ust.is) og Davíð Örvar Hansson (david.hansson@umhverfisstofnun.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl:

Senda ábendingu

Upplýsingar

Skrár