Losun þrávirkra efna

Á tímabilinu 1990 til 2016 hefur dregið verulega úr losun Íslands á díoxíni (-92%) og PAH4 (-82%). Losun HCB efna hefur þó aukist verulega á sama tíma.

 

Dioxin

PAH4

HCB 

Ár

[g I-TEQ]

[t]

[kg]

1990

12.7

0.53

0.091

2016

1.0

0.094

0.089

% Breyting 1990-2016

-92%

-82%

-3%

 

Dioxín/fúran (PCDD/PCDF)

Frá árinu 1990 til 2016 dróg verulega úr losun á díoxíni/fúrani eða um 92%. Heildarlosun 1990 var 12,7 g I-TEQ en 1,0 g I – TEQ árið 2016. Stærsta uppspretta díoxíns/fúrans á Íslandi á ári 2016 voru fiskveiðar. Áður fyrr var stærsta díoxín/fúran uppsprettan sorpbrennslur, en það hef dregið verulega úr losun frá þeim frá árinu 1990. Ástæðan fyrir því að heildarlosun hefur dregist saman er fyrst og fremst að mörgum opnum og eldri sorpbrennslum hefur verið lokað og reglur um sorpbrennslu frá árinu 2003 voru hertar.

Mynd: Losun díoxíns/fúrans (g I-TEQ) á Íslandi 1990-2016.

 

PAH4 – Fjölhringja arómatísk kolvetni

Losun á PAH4 dróst saman um 82% frá 1990 til ársins 2016, eða frá um 530 kg árið 1990 til um 90 kg árið 2016. Stærstu uppsprettur PAH4 efna á Íslandi á ári 2016 voru iðnaðarferlar, sorpbrennsla, eldsvoðar og vegasamgöngur. Samdráttur í losun PAH4 á Íslandi frá 1990 má að mestu rekja til fækkun sorpbrennslustöðva en stærstur hluti PAH4 losunar árið 1990 var frá opinni brennslu á sorpi.

 Mynd: Losun PAH4 (kg) á Íslandi 1990-2016.

 

HCB - Hexaklóróbensen

Frá 1990 til 2016 dróst losun á HCB örlítið saman, eða um 3%. Stærstu uppsprettur HCB á Íslandi á ári 2016 voru sorpbrennsla og fiskiveiðar. Losun frá sorpbrennslum með orkunýtingu er gefin upp undir „orku“. Losun HCB hefur aðeins verið metin frá fáum uppsprettum og skal því taka niðurstöðunum með fyrirvara.