Losun frá viðskiptakerfi ESB

Árið 2005 kom Evrópusambandið á fót viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda í tengslum við mótvægisaðgerðir að hálfu ESB samkvæmt Kyoto-bókuninni. Viðskiptakerfið, í almennu máli nefnt ETS (stendur fyrir Emission Trading System). Kerfið er svokallað „cap and trade“ kerfi þar sem takmörk eru sett á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá rekstraraðilum sem falla undir viðskiptakerfið. Nánar um viðskiptakerfið má lesa hér.

Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% árið 2030, miðað við árið 1990 með ESB og Noregi. Samkvæmt tillögu ESB skal ná því markmiði með því að draga úr losun um:

  • 43% árið 2030 frá iðnaði er fellur undir viðskiptakerfi ESB , miðað við losun árið 2005.
  • 30% árið 2030 frá uppsprettum sem ekki falla undir gildissvið viðskiptakerfis ESB, miðað við árið 2005.

 

Mynd 8 Skipting GHL losunar milli losunar frá staðbundnum íðnaði er fellur undir viðskiptakerfi ESB og annarrar losunar (kt CO2-ígildi).– sama mynd og á flipanum um skuldbindingarnar

 

Losunin sem fellur undir viðskiptakerfi ESB hefur aukist um 114% á tímabilinu 2005 til 2017, og jókst aðeins á milli 2016 og 2017 (um 3%). Helstu uppsprettur GHL sem hafa verið undir viðskiptakerfi ESB á tímabilinu 2005-2017 eru CO2 og PFC losun frá álverunum og CO2 losun frá kísil- og kísilmálmframleiðsla. Losunin frá kísilmálmframleiðslu hefur verið nokkur stöðug síðan 2005. Hins vegar hefur losunin frá álframleiðslu aukist talsvert (eða um 211%) með aukinni framleiðslugetu hjá starfandi álverunum og gangsetningu hins þriðja. Jarðeldsneytisbruni vegna staðbundins framleiðsluiðnaðar fellur einnig undir viðskiptakerfi ESB, en eins og má sjá á myndinni er þetta hlutfalslega lítil losun sem fer minkandi (minna en 1% losunarinnar sem fellur undir viðskiptakerfi ESB á árinu 2016).

Mynd 10 Skipting losunar staðbundins iðnaðars er fellur undir viðskiptakerfi ESB, 2005-2017, (kt CO2-ígildi).