Umhverfistofnun - Logo

Efni og hlutir sem ekki eru úrgangur

Endurnotkun

Vörur eða íhlutir sem skipta um hendur og eru notuð í sama tilgangi og þau voru ætluð í upphafi, án þess að sérstakrar meðhöndlunar þeirra sé þörf, sem getur t.d. falist í skoðun, hreinsun eða viðgerð. Vörur eða íhlutir sem falla hér undir teljast ekki vera úrgangur. Það felur í sér breytingu frá eldri skilgreiningu hugtaksins. 

Dæmi:

 • Raftæki sem er í nothæfu ástandi gengur frá einum notanda til annars. 
 • Fatnaður skiptir um eiganda á flóamarkaði. 
 • Byggingarverktaki kaupir notuð steypumót. 
 • Notuð bifreið skiptir um eiganda.

Dæmi um efni eða hluti sem falla ekki undir lög um meðhöndlun úrgangs:

 • Efni eða hlutir sem fara beint til endurnotkunar. 
 • Aukaafurðir frá framleiðslu (sjá 20. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs)
 • Efni í gasfasa sem losuð eru út í andrúmsloftið. 
 • Óhreyft land, þ.m.t. óuppgrafinn mengaður jarðvegur. 
 • Ómengaður jarðvegur sem grafinn er upp við byggingarstarfsemi og notaður er á sama stað. 
 • Húsdýraskítur og annar náttúrulegur, hættulaus efniviður sem tengist landbúnaði eða skógrækt og notaður er í búskap, við skógrækt eða til vistvænnar orkuframleiðslu. 
 • Aukaafurðir úr dýrum nema ef þær eiga að fara í brennslu, til urðunar eða til framleiðslu lífgass eða moltu. 
 • Dýrahræ sem fargað er í samræmi við lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.