Vatnaáætlun

Um verkefni innleiðingatímabilsins verður fjallað í vatnaáætlun fyrir landið í heild og verða helstu þættir hennar því flokkun vatns í vatnshlot, kortlagning álags og áhrifa á vatnshlot, yfirlit yfir vernduð svæði, umhverfismarkmið, flokkun á ástandi, aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun.

Umhverfisstofnun mun útbúa tillögu að vatnaáætlun í samvinnu við þá aðila sem að stjórn vatnamála koma, undir umsjón vatnaráðs sem skipað var um mitt ár 2011. Við gerð hennar verður haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila og almenning, m.a. með opinberri kynningu á tillögu áætlunarinnar sem hefst seinnihluta árs 2014. Stöðuskýrsla um vatnasvæði Íslands, sem verið er að vinna með, mun liggja til grundvallar vatnaáætlun.

Hver vatnaáætlun gildir í 6 ár í senn og á næstu 6 ára tímabilum verður hún endurskoðuð og betrumbætt. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnaáætlun Íslands taki gildi í byrjun árs 2016.