Heildarmagn

Heildarmagn úrgangs gefur mikilvæga vísbendingu um hvert stefnir í neysluvenjum landsmanna. Glöggar upplýsingar um heildarmagnið eru líka afar mikilvægar til að hægt sé að móta og fylgja eftir stefnu sem miðar að því að draga úr úrgangsmyndun og auka endurnýtingu þess úrgangs sem til fellur, í samræmi við stefnumótun stjórnvalda. Það er nefnilega til lítils að setja sér markmið um að minnka eitthvað, án þess að vita hversu stórt það var upphaflega.

Heimild: Umhverfisstofnun og Hagstofa Íslands, Landshagir.

Graf um magn úrgangs eftir uppruna