Svæðisáætlanir sveitarfélaga

Svæðisáætlanir sveitarfélaga um meðhöndlun úrgangs

Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn. Áætlunin skal taka mið af lögum um meðhöndlun úrgangs og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurnýtingu. Í áætluninni skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á svæðinu, aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun og hvernig sveitarstjórn hyggst ná markmiðum stefnu ríkisins um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

 

Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endurskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

 

Yfirlit yfir þær svæðisáætlanir sem Umhverfisstofnun hefur fengið upplýsingum um:

________________________________________________________________________________________________________

Heiti: Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Sveitarfélög sem standa að áætluninni:

 • Akrahreppur  
 • Akureyrarbær  
 • Blönduósbær   
 • Dalvíkurbyggð  
 • Eyjafjarðarsveit
 • Fjallabyggð        
 • Grýtubakkahreppur      
 • Húnavatnshreppur        
 • Hörgársveit       
 • Norðurþing       
 • Skagabyggð               
 • Skútustaðahreppur       
 • Svalbarðsstrandarhreppur         
 • Sveitarfélagið Skagafjörður       
 • Sveitarfélagið Skagaströnd     
 • Tjörneshreppur
 • Þingeyjarsveit                  

Áætlunin var gefin út: Ágúst 2015

Áætlunin fjallar um: Alla úrgangsstrauma

________________________________________________________________________________________________________

Heiti: Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009 -2020 (http://www.samlausn.is/)

Sveitarfélög sem standa að áætluninni:

 • Akranes
 • Álftanes
 • Ásahreppur
 • Bláskógabyggð
 • Borgarbyggð
 • Dalabyggð
 • Eyja- og Miklaholtshreppur
 • Flóahreppur
 • Garðabær
 • Grindavík
 • Grímsnes- og Grafningshreppur
 • Grundarfjörður
 • Hafnarfjörður
 • Helgafellssveit
 • Hrunamannahreppur
 • Hvalfjarðarsveit
 • Hveragerði
 • Kjósarhreppur
 • Kópavogur
 • Mosfellsbær
 • Rangárþing eystra
 • Rangárþing ytra
 • Reykjanesbær
 • Reykjavíkurborg
 • Sandgerði
 • Seltjarnarnes
 • Skeiða- og Gnúpverjahreppur
 • Skorradalshreppur
 • Snæfellsbær
 • Stykkishólmur
 • Sveitarfélagið Árborg
 • Sveitarfélagið Garður
 • Sveitarfélagið Vogar
 • Sveitarfélagið Ölfus

Áætlunin var gefin út: September 2009

Áætlunin fjallar um: Alla úrgangsstrauma