Það er best að koma tunnunni fyrir á stöðugu undirlagi. Neðsti hluti botnsins þarf að vera í nánu sambandi við undirlagið til að ormar, skordýr og önnur smádýr hafi greiðan aðgang að lífrænum efnum í tunnunni. Með því að staðsetja tunnuna ofan á hellu eða hafa fínriðið vírnet undir hafa mýs ekki aðgang að úrganginum.
Heppilegt er að hafa safntunnu í hæfilegri fjarlægð frá heimilinu, þó þannig að stutt sé að fara úr eldhúsi eða garði. Gera má ráð fyrir að flugur sæki í tunnuna af og til, sérstaklega ef í hana eru settar kjöt- og fiskleifar. Loks er gott að muna að þegar sólin skín á tunnuna myndast hiti sem hjálpar til við niðurbrot lífrænna efna.
Einangruð tunna
Ýtarefni má finna hér: UST Jarðgerð
Mynd: istock.com