Umhverfistofnun - Logo

Hvað er jarðgerð?

Við jarðgerð er lífrænum úrgangi umbreytt í moltu sem þykir besti jarðvegsbætir sem völ er á, gerir jarðveginn frjósamari og léttari.

Niðurbrot lífrænna efna gerist nokkuð hægt í náttúrunni en ferlinu má hins vegar flýta með því að skapa kjöraðstæður fyrir örverur og skordýr.

Allir geta stundað heimajarðgerð, en hún er ef til vill heppilegust fyrir þá sem eiga t.d. garðreit (mynd: istock).

*1 kg lífrænn úrgangur ≈ 0,6 kg molta

Jarðgerð á svölum gæti þó hentað fyrir þá sem búa í fjölbýli og hafa mismunandi lausnir verið þróaðar fyrir jarðgerð á svölum erlendis. 

Brúna tunnan og móttökustöðvar sorps gæti hentað þeim sem ekki hafa kost á heimajarðgerð en vilja flokka lífræna úrganginn frá sorpinu. 

Það sem hafa ber í huga þegar farið er í heimajarðgerð:

  1. Veldu þér tunnu
  2. Veldu tunnunni stað
  3. Settu lífrænan úrgang í tunnuna
  4. Kíktu á góð ráð til að fá fína moltu
  5. Notaðu moltuna sem jarðvegsbæti 

Ítarefni má finna hér: UST Jarðgerð