Slysaskráning

Verði slys er skráning á atburðinum mikilvæg fyrir innra eftirlit og utanumhald á starfsemi. Slysaskráningu getur þurft að senda til t.d. tryggingarfélags og heilbrigðiseftirlits og því mikilvægt að fylla út þar til gert eyðublað vegna slysa þegar allt er um garð gengið. Áhættumat hefur verið tekið upp á ýmsum stöðum, s.s. sund- og baðstöðum og er slysakráning þá mikilvægur hluti matsins. Starfsmenn þurfa að þekkja til slysakráningarferils og hvar slík eyðublöð er að finna. 

 Helstu skráningaratriði í kjölfar slyss: 

 • Nafn 
 • Kennitala 
 • Kyn
 • Dagsetning slyss 
 • Tími slyss 
 • Tegund slyss 
 • Starfsemi, heimilsfang 
 • Lýsing á atviki 
 • Áverkar 
 • Athugasemdir (nánar um aðstæður og atvik) 
 • Tilkynning á slysi (t.d. til foreldra, tryggingafélags, heilbrigðiseftirlits) 
 • Eftirfylgni (t.d. fór heim/læknisþjónusta í fylgd foreldra, kallað á sjúkrabíl, áætlun um úrbætur) 

 Slysaskráningarblöð fyrir leik- og grunnskóla, íþróttahús og sund- og baðstaði eru hér til afnota en þau má hafa til viðmiðs fyrir annars konar starfsemi.