Umhverfistofnun - Logo

Musk-xylene

Musk-xýlen er manngert ilmefni sem ætlað er að líkja eftir náttúrulegu moskus ilmefni. Musk-xýlen er því notað til að gefa lykt og notað í ilmvötnum og sápum sem annar valkostur við náttúruleg ilmefni.

Af hverju eru það hættulegt?

Efnið brotnar afar hægt niður og safnast því mikið fyrir í náttúrunni. Þannig getur það náð háum styrk í dýrum og mönnum. Það er talið geta valdið krabbameini og er mjög eitrað lífverum í vatni.

Í hvað er efnið notað?

  • Snyrtivörur
  • Bíla- og bátavörur
  • Þvotta- og hreinsiefni
  • Ilmkerti

Musk-xýlen er á lista yfir efni sem þarf sérstakt leyfi til að framleiða, flytja inn eða nota á EES-svæðinu. Þar sem tímafresturinn til að sækja um slíkt leyfi rann út án þess að umsóknir bærust er efnið í raun bannað.