Umhverfistofnun - Logo

Plastmerkingar

Plast er ekki bara plast heldur eru til margar mismunandi gerðir af því og til að ná fram ákjósanlegum eiginleikum t.d. mýkt, endingu, að það brenni síður og hörku eru ýmsum efnum bætt út í það.

Til að hægt sé að búa til nothæfa afurð þarf að aðskilja ólíkar plasttegundir. Endurvinnslu- og/eða móttökuaðilar sjá yfirleitt um það. Neytendur ættu þó að vera meðvitaðir um mismunandi tegundir plasts því þær henta misvel til endurvinnslu og hafa ólík áhrif á umhverfið. Forsenda þess að hægt sé að flokka umbúðir rétt er að þær séu merktar á viðeigandi hátt. Merkin eru ýmist númer eða skammstöfun en samband númers og plasttegundar má sjá í töflu hér að neðan. Plasti er skipt upp í 19 tegundir sem númeraðar eru frá 1 upp í 7. Innan flokks nr. 7 rúmast 13 tegundir og hentar sá flokkur því illa til endurvinnslu.

 

Númer
Skammstöfun
Heiti
Dæmi um vöru
Athugasemd
Hala niður plastmerkingu
 1
PET
Polyethylen terephthalat
Gosflöskur og flíspeysur.
Hentar mjög vel til endurvinnslu.
Slóð .EPS
Slóð .PNG
 2
HDPE
Polyethylen - High Density (HDPE)
Umbúðir fyrir snyrtivörur og flöskur
Eitt algengasta og mest notaða plastefnið, hentar vel til endurvinnslu.
Slóð .EPS

Slóð .PNG
 3
PVC
Polyvinylchlorid
Plastfilma, leikföng og regnföt
Framleitt úr lífrænum klórsamböngum og er mengandi bæði við framleiðslu og förgun.
Slóð .EPS
Slóð .PNG

LDPE
Polyethylen - Low Density (LDPE)
Innkaupapokar, ruslapokar og frystiumbúðir
Eitt algengasta plastefnið.
Slóð .EPS
Slóð .PNG

 5
PP
Polypropylen
Bílar og gólfteppi, í matvælaumbúðum svo sem jógúrt- og skyrdósir.
 
Slóð .EPS
Slóð .PNG
 6
PS
Polystyren
Frauðplast svo sem plastbakkar og áhöld.
 
Slóð .EPS
Slóð .PNG

 7
AÐRAR, OTHER, A, O
Allt annað plast, t.d. ABS, EVA, nylon, akrýl
LEGO kubbar, flöskur og öryggisgler.

Slóð .EPS
Slóð .PNG