Merkingar

  Um merkingar plöntuverndarvara gilda:
  • A.    Reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, sem byggir á CLP reglugerð Evrópusambandsins nr. 1272/2008.
  • B.   Reglugerð nr. 544/2015 sem innleiðir reglugerð (ESB) nr. 547/2011 um kröfur til merkinga á plöntuverndarvörum.

  Mikilvægt er að þeir sem setja plöntuverndarvörur á markað hér á landi kynni sér vel sérstök ákvæði um merkingar á plöntuverndarvörum sem koma fram í reglugerð (ESB) nr. 547/2011.

  Hér að neðan eru teknar saman staðlaðar setningar á íslensku sem eru skilgreindar í reglugerðinni og koma sem viðbót við hættu- og varnaðarsetningar sem kveðið er á um í reglugerð nr. 415/2014 (ESB) nr. um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna þegar um er að ræða plöntuverndarvörur.

  Staðlaðar setningar fyrir sérstaka áhættu skv. II. viðauka reglugerðarinnar:

  • HShei 1:    Eitrað í snertingu við augu.
  • HShei 2:    Getur valdið ljósnæmingu.
  • HShei 3:    Efnið brennir húð og augu í snertingu við gufu og veldur kali í snertingu við vökva.

  Staðlaðar setningar vegna varúðarráðstafana skv. III. viðauka reglugerðarinnar:

  1. Almenn ákvæði


  Allar plöntuverndarvörur skulu merktar með eftirfarandi setningu og, ef við á, skal textinn í sviganum koma til viðbótar:
  • VR 1:     Mengið ekki vatn með efninu eða íláti þess. (Hreinsið ekki búnað nálægt yfirborðsvatni/Koma skal í veg fyrir að mengun verði með afrennsli frá bæjarhlöðum og vegum).

  2. Sérstakar varúðarráðstafanir

  2.1. Varúðarráðstafanir fyrir notendur

  • VRnot 1:    Ef efnið kemst í snertingu við húð skal fyrst hreinsa það af með þurrum klút og skola síðan húðina með miklu vatni.
  • VRnot 2:    Þvoið allan hlífðarfatnað að lokinni notkun.
  • VRnot 3:    Forðast skal innöndun reyks eftir að kveikt hefur verið í efninu og yfirgefa skal svælda svæðið þegar í stað.
  • VRnot 4:    Opna skal ílátið utanhúss og við þurr skilyrði.
  • VRnot 5:    Loftræsta skal úðuð svæði/gróðurhús (vandlega/eða í tilgreindan tíma/þar til úðinn hefur þornað) áður en farið er þangað inn aftur.

  2.2. Varúðarráðstafanir sem varða umhverfið

  • VRumh 1:  Til að vernda grunnvatn/jarðvegslífverur skal ekki nota þetta eða annað efni sem inniheldur (tilgreinið virkt efni eða flokk virkra efna eftir því sem við á) lengur eða oftar en (tilgreinið hversu lengi eða oft má nota efnið).
  • VRumh 2:  Til að vernda grunnvatn/vatnalífverur skal ekki nota þetta efni (á tilgreinda jarðvegsgerð eða við tilgreindar aðstæður).
  • VRumh 3:  Til að vernda vatnalífverur/plöntur utan markhóps/liðdýr/skordýr utan markhóps má ekki nota efnið nær óræktuðu landi/yfirborðsvatni en (tilgreind breidd svæðis sem er óheimilt að úða).
  • VRumh 4:  Til að vernda vatnalífverur/plöntur utan markhóps má ekki nota efnið á malbikað, steinsteypt, hellulagt eða malarborið yfirborð eða vegi (járnbrautarspor) eða önnur svæði þar sem hætt er við afrennsli út í umhverfið.
  • VRumh 5:  Til að vernda fugla/villt spendýr verður að gæta þess vandlega að efnið sé algerlega hulið jarðvegi; gætið þess sérstaklega að efnið sé hulið í endum raða.
  • VRumh 6:  Hreinsið upp allt efni, sem hefur farið til spillis, til að vernda fugla/villt spendýr..
  • VRumh 7:  Óheimilt er að nota efnið á varptíma fugla.
  • VRumh 8:  Hættulegt frævandi skordýrum/Til að vernda býflugur og önnur frævandi skordýr er óheimilt að nota efnið á blómstrandi nytjaplöntur/Óheimilt er að nota efnið þar sem býflugur eru í fæðuleit/Fjarlægið býkúpur meðan meðhöndlun með efninu fer fram eða hyljið þær á meðan og í (tilgreinið tíma) að lokinni meðhöndlun/Óheimilt er að nota efnið ef blómstrandi illgresi er til staðar/Eyða skal illgresi áður en það blómgast/Óheimilt er að nota efnið fyrir (tilgreinið tíma).

  2.3. Varðúðarrástafanir sem varða góðar starfsvenjur í landbúnaði

  • VRlan 1:    Til að koma í veg fyrir þolmyndun skal ekki nota þetta eða annað varnarefni sem inniheldur (tilgreinið virkt efni eða flokk virkra efna eftir því sem við á) oftar eða lengur en (tilgreinið hversu oft eða lengi má nota efnið).

  2.4. Sérstakar varúðarráðstafangin við notkun nagdýraeiturs

  • VRnag 1:   Beitu skal komið fyrir þannig að ekki sé hætta á að önnur dýr komist í hana. Festa skal beituna tryggilega þannig að nagdýr geti ekki dregið hana í burtu.
  • VRnag 2:   Auðkennið svæðið, sem meðhöndla á, meðan á meðhöndlun stendur. Varað skal við hættunni á að verða fyrir eitrun (beinni eða óbeinni) af völdum storkuvarans og tilgreina skal móteitrið við honum.
  • VRnag 3:   Hræ nagdýra skulu fjarlægð daglega af meðhöndlaða svæðinu meðan meðhöndlun stendur yfir. Ekki má setja hræin í opin sorpílát.
  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira

  Vinsælar síður

  An exception occurred: Invalid column name 'orderby'.