Plöntuverndarvörur

  Plöntuverndarvara er efni eða efnablanda sem inniheldur eitt eða fleiri virk efni eða örverur, aðrar lífverur eða hluta þeirra, sem notuð er til þess að hefta vöxt, varna sýkingum eða skemmdum í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti plantna, svo sem plöntulyf (skordýra- og sveppaeyðar), illgresiseyðar og stýriefni.

  Plöntuverndarvörur eru notaðar í hvers kyns ræktun svo sem á korni, matjurtum, ávöxtum, skrautplöntum og öðrum nytjaplöntum en einnig til að halda gróðri í skefjum á gróðurlausum svæðum.

  Allar plöntuverndarvörur sem settar eru á markað hér á landi skulu hafa markaðsleyfi sem Umhverfisstofnun gefur út. Nánar um markaðsleyfi

  Samkvæmt gildandi reglum er plöntuverndarvörum skipað í þessa tvo flokka;

  1. vörur sem ætlaðar eru til almennrar notkunar og allur almenningur getur keypt og notað.
  2. vörur sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni (tiltekin varnarefni) og notendaleyfi þarf til að kaupa og nota.

  Allir þeir sem starfa við það að dreifa plöntuverndarvörum skulu vera handhafar notendaleyfis óháð hvort um er að ræða vörur til notkunar í atvinnuskyni eður ei.

  Tímabundin skráning 

  Við gildistöku efnalaga nr. 61/2013 þann 17. apríl 2013 féllu úr gildi allar skráningar varnaefna skv. ákvæðum laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, og reglugerðar nr. 50/1984, um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði efnalaga var hægt að sækja um tímabundna skráningu fyrir plöntuverndarvörur sem voru á skrá við gildistöku þeirra. Í ársbyrjun 2018 voru 85 plöntuverndarvörur með leyfi til þess að vera á markaði hérlendis á grundvelli þessa ákvæðis. 

  Listi yfir plöntuverndarvörur með tímabundna skráningu og heimilt er að setja á markað á Íslandi.

  Markaðsleyfi skv. reglugerð um plöntuverndarvörur.

  Reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur er sett til innleiðingar á reglugerð (EB) nr. 1107/2009 setningu plöntuverndarvara á markað. Reglugerðin nær til þeirra plöntuverndarvara er innihalda virk efni sem voru áhættumetin á vettvangi ESB eftir þann 14. júní 2011. Leiðbeiningar - Umsóknir um markaðsleyfi.

  Útgefin markaðsleyfi:

   

  Vöruheiti
  Númer leyfis
  Leyfishafi
  Virkt efni
  Vöruflokkur
  Notkunarsvið
  Gildistími
  Ferramol N
  UST201705-091
  Neudorff GmbH KG
  járnIIIfosfat 1%
  Plöntulyf - Lindýraeyðir
  Almenn notkun
  31.12.2031
  Gerð leyfis
  Notkun
   
   
  Markaðssetning á Íslandi
   
   
  Gagnkvæm viðurkenning
  Kyrni til dreifingar
  Notist gegn brekkusniglum og spánarsniglum í ræktuðu og óræktuðu landi, í görðum og gróðurhúsum
  Garðheimar Gróðurvörur ehf, Stekkjarbakka 6, 109 Reyjavík
   
   
  Vöruheiti
  Númer leyfis
  Leyfishafi
  Virkt efni
  Vöruflokkur
  Notkunarsvið
  Gildistími
  Ecofective Weedblast
  UST201801-261
  Samhentir Kassagerð ehf.
  Ediksýra 60 g/l
  Illgresis- og mosaeyðir
  Almenn notkun
  31.08.2023
  Gerð leyfis
  Notkun
   
   
  Markaðssetning á Íslandi
   
   
  Gagnkvæm viðurkenning
  Lausn tilbúin til notkunar
  Notist til eyðingar á ein- og fjölæru illgresi á svæðum sem eiga að vera gróðurlaus en ekki til notkunar á grasflatir.
  Samhentir Kassagerð ehf., Suðurhrauni 4, 210 Garðabæ
   
   

  Vöruheiti

  Númer leyfis

  Leyfishafi

  Virkt efni

  Vöruflokkur

  Notkunarsvið

  Gildistími

  FLiPPER®

  UST201808-181

  Alpha Biopesticides Ltd.

  Kalíumsölt af fitu-sýrum 479,8 g/l

  Skordýra- og mítlaeyðir

  Notkun í atvinnuskyni

  31.08.2021

  Gerð leyfis

  Notkun

   

   

  Markaðssetning á Íslandi

   

   

  Gagnkvæm viðurkenning

  Lausn til þynningar í vatni

  Notist gegn blaðlús, hvítflugu og spunamítli á tómötum, eggaldin, gúrku, smágúrku, kúrbít og jarðarberjum í gróðurhúsum.

   

   

   


  Gagnkvæm viðurkenning á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum 

  Reglugerð nr. 1002/2014 er gefin út á grundvelli ákvæða í efnalögum og gildir um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum sem áður hafa verið veitt markaðsleyfi í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli tilskipana 79/117/EB og 91/414/EB, áður en reglugerð (EB) nr. 1107/2009 gekk í gildi þann 14. júní 2011. Reglugerðin brúar þannig bilið á milli eldri séríslenskrar löggjafar á þessu sviði og nýrrar löggjafar Evrópusambandsins um setningu plöntuverndarvara á markað. Enn hafa engin markaðsleyfi verið gefin út samkvæmt þessari reglugerð.

   
   
   
   
   
   
   
   

  Reglugerð um plöntuverndarvörur

  Reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur er sett til innleiðingar á reglugerð EB nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og fleiri reglugerða sem tengjast henni. Með innleiðingunni taka reglur Evrópusambandsins í þessum málaflokki gildi hér á landi og Ísland verður fullgildur aðili að umfangsmiklu regluverki sem nær til setningar plöntuverndarvara á markað innan Evrópska efnahagsvæðisins.

  Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds hér á landi og gefur út markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvörum á grundvelli hennar.

  Í reglugerðinni er kveðið á um að innflytjandi, framleiðandi eða annar aðili sem ber ábyrgð á markaðssetningu varnarefnis á Íslandi skuli upplýsa Eitrunarmiðstöð Landspítala um efnasamsetningu og eiturhrif á þeim vörum sem hann setur á markað.

  Um merkingar á plöntuverndarvörur gildir almennt reglugerð nr. 415/2015 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna. Að auki skal merkja plöntuverndarvörur í samræmi við ákvæði í reglugerð (ESB) nr. 547/2011. Nánar um merkingar á plöntuverndarvörum.

  Nánari umfjöllun um reglugerð (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað má finna hér.

  Reglugerð nr. 1002/2014 er gefin út á grundvelli ákvæða í efnalögum og gildir um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum sem áður hafa verið veitt markaðsleyfi í öðru EES-ríki á grundvelli tilskipana 79/117/EB og 91/414/EB, áður en reglugerð (ESB) nr. 1107/2009 gekk í gildi þann 14. júní 2011. Reglugerðin brúar þannig bilið á milli eldri séríslenskrar löggjafar á þessu sviði og nýrrar löggjafar Evrópusambandsins um setningu plöntuverndarvara á markað.  

  Ferill umsóknar um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum:

  • 1. Sótt er um með rafrænu eyðublaði á heimasíðu Umhverfisstofnunar. 
  • 2. Móttaka á umsókn staðfest og gögn yfirfarin. 
  • 3. Umsókn samþykkt og gefinn út reikningur fyrir leyfisgjaldi. Óskað eftir viðbótargögnum ef þörf er á. 
  • 4. Umsókn metin af sérfræðingi Umhverfisstofnunar. 
  • 5. Gengið frá uppgjöri á leyfisgjaldi og leyfi gefið út. 
  • 6. Plöntuverndarvöru bætt á lista yfir vörur með markaðsleyfi á vef stofnunarinnar. 

  Umsókn um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknu markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru.

  Umhverfisstofnun innheimtir gjald vegna umsókna um markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvörum skv. 35. gr. efnalaga, þ.m.t. umsókn um gagnkvæma viðurkenningu,  samkvæmt núgildandi gjaldskrá stofnunarinnar. Hafi umsókn um markaðsleyfi í för með sér meiri kostnað fyrir Umhverfisstofnun en sem nemur þessari upphæð er heimilt að innheimta tímagjald fyrir slíka umframvinnu. Sömuleiðis getur stofnunin endurgreitt umsækjanda ef í ljós kemur að vinna við umsókn tekur mun skemmri tíma og er ódýrari en sem nemur gjaldinu, en þó aldrei hærri upphæð en sem nemur 80% þess.

  Aðgerðaráætlun

  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur, í samræmi við ákvæði efnalaga, gefið út aðgerðaáætlun um notkun varnarefna sem gildir til ársins 2031. Í áætluninni koma fram upplýsingar um notkun plöntuverndarvara hér á landi og sett eru fram mælanleg markmið og tímaáætlun um aðgerðir og stefnumörkun í því skyni að draga markvisst úr notkun þeirra til hagsbóta fyrir heilsu og umhverfið. Aðgerðaáætlun um notkun varnarefna er gefin út til 15 ára og endurskoða skal hana á 5 ára fresti.

  Texta aðgerðaáætlunarinnar má nálgast hér

  Þetta er í fyrsta sinn sem aðgerðaáætlun um notkun varnarefna er útbúin hér á landi og í henni er tekið saman hversu mikið af plöntuverndarvörum er sett á markað, í hvaða ræktun þær eru notaðar og af hverjum, auk þess sem fram kemur samanburður við notkun á plöntuverndarvörum í öðrum löndum.

  Í áætluninni eru sett fram tímasett markmið sem miða að því að draga úr áhættu af völdum plöntuverndarvara gagnvart heilsu og umhverfi og má þar nefna að:

  • fyrir árslok 2017 skal uppfæra gögn um markaðssetningu og notkun plöntuverndarvara hér á landi, sjá samantektarskýrslu hér fyrir neðan.
  • fyrir árslok 2019 skal útbúa áætlun sem miðar að því að dregið verði úr notkun plöntuverndarvara í þéttbýli, meðfram vegum og í öðru manngerðu umhverfi.
  • eftir 31. desember 2021 skal allur búnaður til dreifingar á plöntuverndarvörum hafa verið skoðaður af Vinnueftirliti ríkisins
  • eftir 31. desember 2025 skulu allar plöntuverndarvörur sem leyfðar eru til almennrar notkunar hafa undirgengist viðeigandi áhættumat áður en þær fá að fara á markað.

   

  Mikilvægur liður í því að draga úr notkun plöntuverndarvara gegn skaðvöldum í landbúnaði og garðyrkju er að styðjast við valkosti í plöntuvernd sem ekki byggjast á notkun efna. Sömuleiðis skipa samþættar varnir mikilvægt hlutverk í þessu tilliti, þar sem bæði er stuðst við aðgerðir sem byggja á notkun efna og aðferða sem gera það ekki. Umhverfisstofnun er falið að upplýsa almenning og atvinnulífið um hættu samfara notkun efna gegn skaðvöldum í landbúnaði og garðyrkju og jafnframt að benda á valkosti til að draga úr notkun þeirra.

  Í samræmi við ákvæði í reglugerð nr. 980/2015 um notkun varnarefna eru í áætluninni settir fram áhættuvísar varðandi markaðssetningu og notkun plöntuverndarvara.  Áhættuvísarnir koma fram í töflunni hér að neðan og þeir gagnast til þess að meta hvort þróun í notkun plöntuverndarvara sé í samræmi við það markmið að draga úr notkun þeirra á tímabilinu sem aðgerðaáætlunin nær yfir.

  Áhættuvísir

  Hámarksgildi

  Innflutningur á plöntuverndarvörum í kg alls á ári

  12000

  Innflutningur á plöntuverndarvörum í kg af virku efni á ári

  3000

  Innflutningur á plöntuverndarvörum í kg af virku efni á hvern ha nytjaðs landbúnaðarlands

  0,04

  Sala á plöntuverndarvörum sem einungis eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni í kg af virku efni

  2400

   

  Eitt af markmiðum Aðgerðaáætlunarinnar er að Umhverfisstofnun uppfæri og viðhaldi gögnum um markaðssetningu og notkun plöntuverndarvara hér á landi í því skyni að ætíð liggi fyrir bestu fáanlegar upplýsingar um stöðu mála hvað þetta varðar. Umhverfisstofnun hefur útbúið samantektarskýrslu þar sem fram koma nýjustu upplýsingar um markaðssetningu og notkun plöntuverndarvara.

   

  Upplýsingar um markaðssetningu og notkun plöntuverndarvara hér á landi.

  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira

  Vinsælar síður

  An exception occurred: Invalid column name 'orderby'.