Starfsréttindi

  Fyrirtæki og starfsmenn sem hafa umsjón með rekstri og viðhaldi kælikerfa, loftræstinga og varmadælna sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir skulu hafa hlotið vottun samkvæmt 7. grein reglugerðar nr. 834/2010 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir. Starfsmenn sem annast þjónustu með búnaði sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir þurfa að standast mat sem byggir á færni og þekkingu í meðhöndlun efnanna og búnaðarins. Lögð er sérstök áhersla á að koma í veg fyrir leka, greina leka og stöðva eins fljótt og mögulegt er og endurheimtingu efna úr búnaði. Rekstraraðilar búnaðar bera ábyrgð á að þeir starfsmenn sem sinni viðhaldi með búnaði (lekaleit, skrá yfir viðhald, áfylling og endurheimt) hafi til þess réttindi. 

   Enn sem komið er engin faggilt vottunarstofa hér á landi sem vottar slíka starfsemi. Hægt er að sækja námskeið hér á landi til að öðlast þá færni og þekkingu sem krafist er fyrir notkun kæli- og loftræstikerfa. Með vottun geta fyrirtækin boðið fram þjónustu og einstaklingar unnið við sitt fag hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu. Í millitíðinni skulu fyrirtæki og starfsmenn þeirra verða sér úti um bráðabirgðavottun frá Umhverfisstofnun. Bráðabirgðavottun veitir fyrirtækjum og starfsmönnum leyfi til starfa til 1. júlí 2013 án vottunar. 

  Umsóknir:

  Helstu kröfur um færni og þekkingu (kælimiðlar, kælikerfi, loftræstikerfi, varmadælur): 

  Grunnatriði í varmafræði, umhverfisáhrifum kælimiðla og samsvarandi umhverfisreglugerðum, eftirlit (áður en rekstur hefst/ eftir langvarandi notkunarleysi/ eftir viðhalds- eða viðgerðarvinnu/ meðan rekstur fer fram), lekaeftirlit, umhverfisvæn meðhöndlun kerfisins og kælimiðilsins meðan á uppsetningu, viðhaldi, þjónustu eða endurheimt stendur; uppsetning, ræsing og viðhald loftkældra og vatnskældra eima, eimsvala, hitastýrðra þensluloka og annarra íhluta; lagning lekaþétts lagnakerfis í kælistöð.*

  Standast þarf bóklegt og verklegt próf. 

  Helstu kröfur um færni og þekkingu (háspennurofar): 

  Umhverfismál (loftslagsbreytingar, Kyoto-bókunin, hnatthlýnunarmáttur), eiginleikar SF6 (eðlis-, efna- og umhverfis-), notkun SF6 í rafbúnaði, gæði SF6, endurheimt og hreinsun SF6, geymsla og flutningur SF6, notkun búnaðar til endurheimtar SF6, notkun þéttra borkerfa, endurnotkun SF6, vinna í opnum hólfum með SF6, hlutleysing aukaafurða SF6, vöktun á SF6 og tilheyrandi gagnaskráningarskylda.

  Standast þarf bóklegt og verklegt próf.

  Helstu kröfur um færni og þekkingu (loftkæling í ökutækjum): 

  Starfsemi loftræstikerfa; notkun og eiginleikar flúoraðra gróðurhúsalofttegunda og áhrif af losun þeirra á umhverfið; grunnþekking á viðeigandi reglugerðarákvæðum (einnig í reglugerð um gerð og búnað ökutækja); umhverfisvæn endurheimt kælimiðla. Gefin er út staðfesting á vegum vottunaraðila um þjálfun starfsfólks en ekki er gerð krafa um vottun eða bráðabirgðaskírteini.

  *Starfsmenn sem hafa ekki umsjón með öllum þessum þáttum þurfa aðeins að uppfylla þær kröfur sem eiga við hverju sinni.

  Helstu kröfur um færni og þekkingu (slökkvikerfi):

  Umhverfismál (loftslagsbreytingar, Kyoto-bókunin, hnatthlýnunarmáttur); grunnþekking á tæknistöðlum; góð þekking á mismunandi tegundum brunavarnarbúnaðar, á mismunandi tegundum loka, vélbúnaði, öruggri meðhöndlun, vörnum gegn losun og leka; góð þekking á búnaði og tækjum sem eru nauðsynleg fyrir örugga meðhöndlun og vinnuaðferðir; færni í að setja upp hylki í brunavarnarkerfi sem eru ætluð undir flúoraðar gróðurhúsalofttegundir; þekking á réttum aðferðum við að flytja þrýstihylki sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir; færni í að athuga kerfisskrár; færni í að framkvæma sjónrænt og handvirkt lekaeftirlit á kerfinu; þekking á umhverfisvænum aðferðum við endurheimt flúoraðra gróðurhúsalofttegunda úr brunavarnarkerfum og áfyllingu slíkra kerfa.

  Standast þarf bóklegt og verklegt próf.

  Nánari upplýsingar um kröfur er að finna í fylgiskjali með reglugerðinni.

  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira

  Vinsælar síður

  An exception occurred: Invalid column name 'orderby'.