Reglugerðir

  Reglurnar um takmarkanir, losun, lekaleit, viðhald búnaðar, þjónustu, réttindi o.fl. koma fram í 9 reglugerðum frá Evrópusambandinu sem innleiddar voru með reglugerð nr. 834/2010 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir. Auk þess er notkun gróðurhúsalofttegunda takmörkuð í loftkælingum ökutækja í reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja. 

  Með reglugerð (EB) nr. 842/2006 eru settar reglur um: 

  • mat og vottun fyrirtækja og starfsmanna sem veita þjónustu fyrir kerfi, 
  • viðbrögð við leka, 
  • endurheimt kælimiðla,
  • bann við markaðssetningu t.d. í einnota ílátum, í glugga og sem þanefni í einþátta frauðplasti (one-component foam). 

  Með reglugerð (EB) nr. 303/2008 eru settar reglur um:

  • skilyrði um mat og vottun fyrirtækja og starfsmanna sem veita þjónustu fyrir kælikerfi, loftræstingar og varmadælur. 

  Með reglugerð (EB) nr. 304/2008 eru settar reglur um: 

  • skilyrði um mat og vottun fyrirtækja og starfsmanna sem veita þjónustu fyrir brunavarnarkerfi og slökkvitæki.

   Með reglugerð (EB) nr. 305/2008 eru settar reglur um: 

  • skilyrði um mat og vottun fyrirtækja og starfsmanna sem veita þjónustu fyrir háspennurofa. 

  Með reglugerð (EB) nr. 307/2008 eru settar reglur um: 

  • skilyrði um þjálfun starfsmanna sem veita þjónustu fyrir loftkælikerfi ökutækja. 

  Með reglugerð (EB) nr. 1494/2007 eru settar reglur um:

  •  merkingar búnaðar og vöru sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.

   Með reglugerð (EB) nr. 1516/2008 eru settar reglur um:

  •  kröfur fyrir lekaleit fyrir föst kælikerfi, loftræstingar og varmadælur. 

  Ofangreindar reglugerðir

  Upplýsingar um nýja reglugerð frá ESB

  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira

  Vinsælar síður

  An exception occurred: Invalid column name 'orderby'.