Gróðurhúsaáhrif

  Efni sem valda gróðurhúsaáhrifum 

  Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði, samgöngum, orkugjöfum og landbúnaði er megin hluti af allri losun gróðurhúsalofttegunda. Mikilvægustu gróðurhúsalofttegundirnar eru vatn (H2O), koldíoxíð (CO2) og metan (CH4). Styrkur koldíoxíðs og metans hefur aukist í andrúmsloftinu með auknum umsvifum manna en fleiri efni valda gróðurhúsaáhrifum sem bregðast þarf við bæði með því að stuðla að því að áframhaldandi notkun þeirra feli í sér sem minnsta losun út í andrúmsloftið og að óþarfa notkun verði hætt. 

  Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eru lítill hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda en miklir möguleikar felast í að draga sem mest úr þeirri losun. Með því að gangast undir skilyrði Kýótó bókunarinnar árið 2002 skuldbundu Íslendingar sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Reglugerð var sett árið 1998 til þess að að bregðast við losun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda þar sem víðtækar takmarkanir voru settar á notkun þeirra efna sem felur í sér losun út í umhverfið. Árið 2010 var reglunum breytt á þann veg að settar voru lágmarkskröfur um hæfni starfsmanna sem meðhöndla efnin og tækjabúnaðinn sem innihalda þau. Tilgangurinn var að draga eins og mögulegt er úr losun með því að koma í veg fyrir leka eða stöðva hann eins fljótt og auðið er, tryggja að fagmenn komi að þjónustu kerfa, skrá verði haldin yfir kerfi og að efni verði endurheimt úr þeim. Frekari aðgerða er að vænta og munu þær taka mið af því hvaða leiðir eru hagkvæmastar. Leiðir sem fela í sér notkun efna með minni hnatthlýnunarmátt ásamt minni orkunotkun eru eftirsóknarverðastar.

  Frá og með 1. júlí 2013 verður þess krafist að þeir sem vinna með flúoraðar gróðurhúsalofttegundir hafi hlotið vottun frá faggildri vottunarstofu. Þetta á við um uppsetningu, viðhald, áfyllingu, lekaleit og endurheimt kælimiðla og slökkvimiðla í kælikerfum, loftræstikerfum, varmadælum, slökkvikerfum og háspennurofum. Nú hafa verið lögð fram drög að reglum um að kælimiðlarnir með hæsta hnatthlýnunarmáttinn hverfi af markaði á árunum 2015 til 2020. Hliðstæðar reglur eru nú þegar orðnar að veruleika varðandi loftkælingar í ökutækjum.

  Nú er í undirbúningi að setja strangari reglur sem kveða m.a. á um að kælimiðlarnir með hæsta hnatthlýnunarmáttinn hverfi af markaði á árunum 2015 til 2030. Hliðstæðar reglur eru nú þegar orðnar að veruleika varðandi loftkælingar í ökutækjum.
  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira

  Vinsælar síður

  An exception occurred: Invalid column name 'orderby'.