2017

  Skráningar í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP)

  Inngangur

  Áður en snyrtivara er sett á markað hér á landi þarf að vera búið að skrá upplýsingar um hana rafrænt inn í sérstaka snyrtivöruvefgátt sem haldið er úti af Evrópusambandinu og gengur undir heitinu „Cosmetic Product Notification Portal“, skammstafað CPNP. Með vefgáttinni er unnið að því að allar skyldubundnar upplýsingar um snyrtivörur á markaði innan svæðisins séu aðgengilegar á einum stað og tiltækar fyrir lögbært yfirvald aðildarríkis og eitrunarmiðstöðvar. Skyldan til skráningar fellur á þann sem er ábyrgur fyrir markaðssetningu á snyrtivöru innan Evrópska efnahagssvæðisins, þ.m.t. á Íslandi og það getur verið:

  • Framleiðandi snyrtivöru innan EES.
  • Innflytjandi snyrtivöru frá ríki utan EES.
  • Dreifingaraðili, ef hann markaðssetur snyrtivöru undir sínu nafni eða vörumerki eða breytir vöru sem þegar hefur verið sett á markað.

  Framleiðandi og innflytjandi geta veitt öðrum aðila innan EES skriflegt umboð til þess að vera ábyrgðaraðili.

  Umhverfisstofnun hefur aðgang að snyrtivöruvefgáttinni sem lögbært yfirvald hér á landi varðandi framkvæmd reglugerðar nr. 577/2013 um snyrtivörur, sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 með sama heiti.

  Árið 2014 var farið í verkefni á vegum Umhverfisstofnunar til að fá ábyrgðaraðila hérlendis til að skrá vörur sínar í vefgáttina með áherslu á fyrirtæki sem höfðu mest ítök á markaði. Nú er því verkefni fylgt eftir með því að fá upplýsingar frá heilbrigðisnefndum um snyrtivöruframleiðendur hér á landi sem ekki hafa skráð framleiðsluvörur sínar inn í vefgáttina. Jafnframt er með verkefninu miðlað upplýsingum til heilbrigðisnefnda um aðila sem hafa skráð inn í gáttina vörur sem þeir framleiða, en eru ekki með starfsleyfi fyrir framleiðslunni, eins og áskilið er. Þá var unnið í því að fá þá ábyrgðaraðila snyrtivara sem eru skráðir í gáttina án þess að vera þar með skráðar vörur að bæta úr því á fullnægjandi hátt.

  Tilgangur

  • Að fylgja því eftir að íslenskir ábyrgðaraðilar sem setja snyrtivörur á markað innan EES sinni þeirri skyldu sinni að skrá vörunar á fullnægjandi hátt í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP).
  • Að stuðla að því að framleiddar séu öruggar snyrtivörur hér á landi og að framleiðendur uppfylli skyldur sínar samkvæmt gildandi reglugerðum.
  • Að auka neytendavernd.

  Framkvæmd

  Verkefnið fólst í því að:

  • útbúa lista yfir íslenska snyrtivöruframleiðendur, sundurliðaðan eftir heilbrigðiseftirlitssvæðum samkvæmt skráningum í snyrtivöruvefgáttina (CPNP).
  • upplýsa heilbrigðisnefndir um verkefnið og miðla til þeirra upplýsingum um íslenska snyrtivöruframleiðendur á starfsvæðum þeirra, sem skráð hafa snyrtivörur í vefgáttina en ekki verið veitt starfsleyfi heilbrigðisnefndar til framleiðslu á þeim, eins og áskilið er.
  • kalla eftir upplýsingum frá heilbrigðisnefndum um snyrtivöruframleiðendur sem eru með starfsemi á þeirra starfssvæði, en hafa ekki skráð sig eða vörur sínar í vefgáttina.
  • fylgja því eftir að þeir sem bera ábyrgð á snyrtivörum á markaði skrái upplýsingar um þær í gáttina á fullnægjandi hátt.
  • Óskað var eftir gögnum frá heilbrigðisnefndum um miðjan júní 2017 og þeim veittur frestur fram í miðjan ágúst til þess að bregðast við beiðninni.

   Niðurstöður

   Umhverfisstofnun bárust upplýsingar frá 7 heilbrigðiseftirlitssvæðum af 10 og samtals hafðist upp á fimm snyrtivöruframleiðendum sem ekki höfðu skráð vörur sínar í vefgáttina. Þá kom í ljós að fjórir ábyrgðaraðilar snyrtivara höfðu skráð fyrirtæki sín inn í vefgáttina en láðst að skrá þar upplýsingar um sjálfar vörurnar sem þeir bera ábyrgð á. Þessum níu ábyrgðaraðilum var gert að ganga frá skráningu á vörum sínum í vefgáttina á fullnægjandi hátt og veittur til þess fjögurra vikna frestur.

   Sex þessara ábyrgðaraðila hafa brugðist við kröfum Umhverfisstofnunar, einn tilkynnt að hann sé ekki lengur með snyrtirvörur á markaði og eftirfylgni er ennþá í gangi gagnvart tveimur aðilum.

   Verkefnið hefur orðið til þess að bæta skráningu innlendra ábyrgðaraðila í snyrtivöruvefgáttina og aukið þekkingu snyrtivöruframleiðenda og heilbrigðisnefnda á þeim kröfum sem gilda um snyrtivörur og markaðssetningu þeirra, með það að leiðarljósi að stuðla að öruggari vörum á markaði í þágu neytenda.

  Norrænt eftirlitsverkefni um flokkun og merkingar efnavara á byggingavörumarkaði

   

  Inngangur

  Verkefnið sem hér um ræðir var unnið í samvinnu allra Norðurlandanna og náði til algengra hættulegra efnavara á byggingavörumarkaði sem falla undir sameiginlega löggjöf landanna um flokkun og merkingar. Í úrtaki lentu samtals 105 vörur, eða um 20 í hverju landi og skoðað var annars vegar hvort merkingar á þeim, og hins vegar hvort öryggisblöð fyrir þær, uppfylltu kröfur reglugerðar þar um.

  Um merkingar á hættulegum vörum gildir reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablanda, en hún innleiðir hér á landi reglugerð (EB) nr. 1272/2008 sama heitis (CLP reglugerð). Merkingar á vörum sem flokkast hættulegar skulu vera íslensku þegar þær eru settar á markað hér á landi. Þess ber geta að vörur sem innhalda hættuleg efni og markaðssettar voru eftir 1. júní 2015 skulu allar bera nýjar og uppfærðar merkingar samkvæmt CLP reglugerðinni en þær sem komu á markað fyrir þann tíma máttu vera með eldri merkingum fram til 1. júní 2017.

  Um gerð öryggisblaða gildir reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni en hún innleiðir hér á landi reglugerð (EB) nr. 1902/2006, svokallaða REACH reglugerð.

  Tilgangur

  • Að athuga hvort fylgt sé ákvæðum reglugerða um flokkun og merkingu á umbúðum málningar- og byggingarvara, sem og um öryggisblöð. 
  • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um merkingar á vörum sem innihalda hættuleg efni og öryggisblöð þeirra.
  • Að auka neytendavernd.

  Framkvæmd

  Byggingarvöruverslanirnar Bauhaus, Byko, Húsasmiðjan og Múrbúðin féllu undir umfang eftirlitsins hér á landi og skoðaðar voru 5 merkingarskyldar vörur í hverri verslun, eða alls 20 vörur í verkefninu í heild. Af þessum 20 vörum höfðu ofangreindir aðilar sjálfir flutt til landsins 17 vörur, en 3 eru framleiddar af Málningu ehf. Við val á úrtaki komu vörur í einhverjum af eftirfarandi vöruflokkum til greina: málning, lím, lökk, grunnur, sement, viðarvarnarefni, þéttiefni, kítti, fylliefni, smurefni, epoxývörur. Eftirlitsferðir voru farnar um miðjan janúar 2017.

  Í kjölfar eftirlits var haft samband við fyrirtækin og óskað eftir öryggisblöðum fyrir þær vörur sem voru í úrtakinu en þau voru höfð til hliðsjónar við mat á því hvort merkingar á umbúðum væru í lagi. Jafnframt var það sérstakur hluti af verkefninu að leggja mat á gæði öryggisblaða.

  Niðurstöður

  Í eftirlitinu hér á landi reyndust 8 vörur af 20 vera án frávika en 12 vörur uppfylltu ekki kröfur um merkingar og skiptust frávikin þannig að á fimm vörur vantaði alfarið íslenskar merkingar, uppfæra þurfti merkingar að nýjum reglum fyrir fimm vörur, í einu tilfelli voru ekki uppfyllt skilyrði um lágmarksstærð hættumerkis og á eina vöru vantaði viðeigandi hættusetningar. Meðfylgjandi tafla gefur yfirlit yfir frávikin.

   

  Fjöldi vara

  Hlutfall (%)

  Vörur í úrtaki

  20

   

  Vörur án frávika

  8

  40%

  Vörur sem á vantaði alfarið íslenskar merkingar

  5

  25%

  Uppfæra þarf eldri íslenskar merkingar í samræmi við reglugerð (CLP)

  5

  25%

  Hættumerki uppfyllir ekki skilyrði um lágmarksstærð

  1

  5%

  Rangar hættusetningar voru á umbúðum

  1

  5%

   

  Gerðar voru kröfur um úrbætur á merkingum vara sem ekki uppfylltu skilyrði CLP reglugerðarinnar og hafa öll fyrirtækin brugðust við þeim á viðeigandi hátt. Jafnframt voru gerðar kröfur eða veittar ábendingar um lagfæringar hvað varðar öryggisblöð en oft á tíðum reyndust þau vera á erlendum tungumálum, en ekki íslensku eins og krafa er gerð um í REACH reglugerðinni. Þá bar nokkuð á því að öryggisblöð á íslensku þörfnuðust uppfærslu í samræmi við sömu reglugerð. Í einhverjum tilfellum vantaði símanúmer Eitrunarmiðstöðvar eða rangt númer var gefið upp.

  Ekki er krafist öryggisblaða á íslensku fyrir neytendavörur en þau þarf að afhenda ef eftirnotandi eða dreifingaraðili óskar eftir þeim. Eftirlit  með öryggisblöðum í faglegri notkun heyrir undir Vinnueftirlit ríkisins.

  Meginiðurstaða norræna verkefnisins var, að af 105 vörum sem skoðaðar voru reyndust 48 vörur (46%) vera með eitt eða fleiri frávik frá CLP reglugerðinni og þar af var algengast að finna frávik frá 21. grein CLP reglugerðarinnar, sem varðar hættusetningar, eða í 18% tilvika. Önnur frávik sneru að álímingu merkimiða, vörukenni, viðbótarupplýsingum og viðvörunarorðum.

  Hvað öryggisblöð varðar var algengast að frávik finndust undir liðum 2, 3, 9, 11 og 12 (26%). Einnig vantaði undirliði í mörg öryggisblöð (22%). Önnur frávik sneru að því að enn má sjá tvöfalda flokkun í undirliðum 2.1, 2.2 og 3.2 í öryggisblöðunum, þ.e.a.s. bæði samkvæmt eldri löggjöf og þeirri sem nú er í gildi.

  Hér á landi er algengara en á hinum Norðurlöndunum að merkingar á þjóðtungu í samræmi við  CLP reglugerð vanti alfarið á umbúðir vara sem flokkast sem hættulegar og jafnframt ber meira á því að uppfærslu á merkingum í samræmi við reglugerðina skorti. Rétt er að benda á að eftirlitið fór fram liðlega fimm mánuðum áður en nýjar reglur um flokkun og merkingar tóku alfarið gildi, en við það var  ekki lengur leyfilegt að setja á markað vörur merktar samkvæmt eldri reglum.

  Hér má sjá sameiginlega skýrslu samnorræna hópsins

  Eftirlit með merkingum á hættulegum efnavörum í matvöruverslunum 

  Inngangur

  Verkefnið náði til vara sem eru til sölu í matvöruverslunum og skylt er að merkja vegna þess að þær innihalda hættuleg efni. Um merkingarnar gildir reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablanda, en hún innleiðir hér á landi reglugerð (EB) nr. 1272/2008. Evrópska reglugerðin tók að fullu gildi hér á landi þann 1. júní 2017 eftir langt aðlögunartímabil og frá og með þeirri dagsetningu skulu allar hættuflokkaðar efnavörur á markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins vera merktar samkvæmt henni og merkingarnar vera á íslensku hér á landi.

  Tilgangur

  • Að athuga hvort fylgt sé ákvæðum reglugerða um merkingu hættulegra efnavara sem eru til sölu í matvöruverslunum. 
  • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um merkingar á vörum sem innihalda hættuleg efni.
  • Að auka neytendavernd.

  Framkvæmd

  Farið var í 12 matvöruverslanir af ýmsum stærðum á tímabilinu 15. ágúst - 15 september 2017 og skoðað hvort fylgt væri ákvæðum ofangreindra reglugerða við merkingar á hættuflokkuðum efnavörum sem þar voru til sölu og má sjá lista yfir þær í 1. töflu hér á neðan.

  Umfang eftirlitsins beindist að vörum í eftirfarandi vöruflokkum:  uppþvottavélaefnum, uppþvottalögum, stíflueyðum, uppkveikilögum og salernis-, uppþvottvéla-, bletta-, ofna- og grillhreinsum.  Um var að ræða úrtakseftirlit þar sem skoðaðar voru fimm vörur í hverri verslun sem valdar voru af handahófi. Valið fór þannig fram að öllum vörum sem féllu undir umfang eftirlitsins í hverri verslun var gefið númer og tölvuforrit notað til að velja tilviljanakennt 5 vörur til skoðunar.

  Niðurstöður

  Alls reyndust vörur frá 20 birgjum vera með frávik frá reglum um merkingar og eru þeir listaðir upp í 2. töflu. Í 3. töflu má sjá hvernig vörur og frávik dreifðust á mismunandi birgja.

  Eins og fram kemur í 4. töflu voru einungis 15% af þeim vörum sem lentu í úrtaki án frávika. Algengasta frávikið var að allar skyldubundnar íslenskar merkingar vantaði og átti það við um 38% vara í úrtakinu. Um 42% varanna voru merktar á íslensku og að miklu leyti í samræmi við reglugerðina, þar af voru 16 vörur með eitt til tvö frávik (27%) og 9 vörur með þrjú eða fleiri (15%). Algengast var að viðvörunarorð vantaði eða það væri rangt, að rangar hættusetningar væru notaðar eða að það vantaði fullnægjandi upplýsingar um birgi. Nokkrir innlendir birgjar reyndust enn ekki vera búnir að uppfæra merkingar í samræmi við núgildandi reglugerð og átti það við um 5% vara í úrtakinu.  

  Birgjum var veittur þriggja vikna frestur til að verða við kröfum stofnunarinnar um úrbætur á merkingum vanmerktra vara og brugðust þeir langflestir við á fullnægjandi hátt innan frestsins sem var gefinn. Engu að síður kom til eftirfylgni í nokkrum málum og voru hlutaðeigandi birgjum send áform um áminningu yrði ekki brugðist við innan tilsettra tímamarka.

   

  1. tafla. Verslanir í úrtaki.

  10-11 Lágmúla, Reykjavík

  Krónan Háholti, Mosfellsbæ

  Costco Kauptúni, Garðabæ

  Melabúðin Hagamel, Reykjavík

  Fjarðarkaup Hólshrauni, Hafnarfirði

  Mini Market Drafnarfelli, Reykjavík

  Hagkaup Eiðistorgi, Seltjarnarnesi

  Nettó Glerártorgi, Akureyri

  Iceland Glæsibæ, Reykjavík

  Verslunin Einar Ólafsson ehf., Akranesi

  Kostur Dalvegi, Kópavogi

  Víðir Garðatorgi, Garðabæ

   

  2. tafla. Birgjar sem fengu kröfur um úrbætur.

  Costco Wholesale Iceland ehf.

  Melabúðin ehf.

  Gissur Vilhjálmsson

  Mini Market hf.

  Halldór Jónsson hf.

  Mjöll-Frigg hf.

  ÍSAM ehf.

  Nathan & Olsen hf.

  Ísland-Verslun ehf.

  Olíuverzlun Íslands hf.

  Karl K. Karlsson ehf.

  Ormsson ehf.

  Kemi ehf.

  Ó. Johnson & Kaaber ehf.

  KG ehf.

  Samkaup hf.

  Kostur lágvöruverslun ehf.

  Verslunin Einar Ólafsson ehf.

  Krónan ehf.

  Víðir ehf.

  3. tafla. Yfirlit yfir fjölda vara og frávika hjá hverjum birgi

  Birgir

  Fjöldi vara í úrtaki

  Engin frávik

  Vörur sem á vantaði alfarið íslenskar merkingar

  Merkingar á íslensku og samkvæmt reglugerð en 1-2 frávik

  Merkingar á íslensku og samkvæmt reglugerð en 3 eða fleiri frávik

  Uppfæra þarf eldri íslenskar merkingar í samræmi við reglugerð (CLP)

  Costco Wholesale Iceland ehf.

  7

  1

  1

  3

  2

  0

  G. K. Vilhjálmsson

  1

  0

  0

  1

  0

  0

  Halldór Jónsson ehf.

  6

  1

  1

  3

  1

  0

  Icepharma

  1

  1

  0

  0

  0

  0

  ÍSAM ehf.

  2

  0

  0

  2

  0

  0

  Ísland-Verslun ehf.

  1

  0

  1

  0

  0

  0

  Karl K. Karlsson ehf.

  6

  2

  1

  0

  1

  2

  Kemi ehf.

  1

  0

  0

  1

  0

  0

  KG ehf.

  1

  0

  0

  0

  0

  1

  Kostur lágvöruverslun ehf.

  4

  0

  4

  0

  0

  0

  Krónan ehf.

  2

  0

  0

  0

  2

  0

  Melabúðin ehf.

  2

  0

  2

  0

  0

  0

  Mini market ehf.

  5

  0

  5

  0

  0

  0

  Mjöll-Frigg ehf.

  1

  0

  0

  0

  1

  0

  Nathan & Olsen hf.

  5

  2

  0

  2

  1

  0

  Olíuverzlun Íslands hf.

  1

  0

  1

  0

  0

  0

  Ormsson ehf.

  1

  0

  0

  0

  1

  0

  Ó. Johnson & Kaaber ehf.

  2

  0

  0

  2

  0

  0

  Samkaup hf.

  4

  2

  0

  2

  0

  0

  Verslunin Einar Ólafsson ehf  

  3

  0

  3

  0

  0

  0

  Víðir ehf.

  4

  0

  4

  0

  0

  0

  Frávik samtals

  60

  9

  23

  16

  9

  3

   

  4. tafla. Niðurstöður eftirlitsins.

   

  Fjöldi

  Hlutfall

  Vörur án frávika

  9

  15%

  Vörur sem á vantaði alfarið íslenskar merkingar

  23

  38%

  Merkingar á íslensku og samkvæmt reglugerð en 1-2 frávik

  16

  27%

  Merkingar á íslensku og samkvæmt reglugerð en 3 eða fleiri frávik

  9

  15%

  Uppfæra þarf eldri íslenskar merkingar í samræmi við reglugerð (CLP)

  3

  5%

  Vörur í úrtaki.

  60

  100%

  Merkingar og innihaldsefni í augnabrúna- og augnháralita

  Inngangur

  Merkingar snyrtivara skulu vera skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku samkvæmt reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009.  Reglugerðin gerir þó strangari tungumálakröfur varðandi snyrtivörur sem innihalda tiltekin innihaldsefni sem geta valdið hættu, en þá skulu notkunarskilyrði og varnarorð vera á íslensku. Slík krafa gildir meðal annars um vörur sem notaðar eru til augnhára- og augnbrúnalitunar.

  Tilgangur og markmið

  • Að kanna hvort skyldubundnar upplýsingar um notkunarskilyrði og varnarorð á íslensku fylgi augnhára- og augnbrúnalitum og festinum sem þarf að nota með þeim, sbr. reglugerð (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur.
  • Að skoða út frá innihaldslýsingu varanna hvort þær innihaldi mögulega bönnuð efni samkvæmt sömu reglugerð.
  • Að fræða birgja um reglugerðir sem gilda um snyrtivörur, kröfur um merkingar á þeim og takmarkanir varðandi innihaldsefni.
  • Að auka neytendavernd.

  Framkvæmd og niðurstöður

  Upplýsingar um birgja sem eru að markaðsetja augnbrúna- og augnháraliti hérlendis voru fengnar út frá tollskrá, heimsóknum á sölustaði sem selja slíkar vörur og í samtölum við starfsfólk snyrtistofa. Í úrtaki eftirlits lentu sex birgjar og var farið í eftirlit til þeirra dagana 5. og 7. desember 2017. Á hverjum stað voru skoðaðar 3-5 vörur og teknar ljósmyndir af merkingum þeirra og innihaldslýsingu, til nánari skoðunar, í því skyni að kanna hvort tilgreind séu rétt notkunarskilyrði og varnarorð á íslensku fyrir  augnbrúna- og augnháraliti og festinn sem þeim fylgir. Samkvæmt III. viðauka í reglugerð (EB) nr. 1223/2009 skulu slíkar merkingar vera á vörunum eða fylgiseðli með þeim. Jafnframt var skoðað út frá innihaldslýsingu varanna hvort þær innihaldi bönnuð efni skv. II. viðauka í sömu reglugerð.

  Eftirfarandi birgjar lentu í úrtaki eftirlitsins:

  • Halldór Jónsson ehf.
  • Heilsa ehf.
  • Heilsa og fegurð ehf.
  • Lipur heildverslun ehf.
  • S. Gunnbjörnsson ehf.
  • Zirkonia ehf.

  Alls voru skoðaðar 22 vörur og reyndust 20 vörur vera með frávik frá reglum, þar af 17 sem vantaði alfarið íslensk notkunarskilyrði og varnarorð. Í þremur tilvikum þurfti að lagfæra eða uppfæra merkingar. Engar vörur reyndust vera með bönnuð innihaldsefni samkvæmt innihaldslýsingu.

  Niðurstöður eftirlits:

   

  Fjöldi

  Hlutfall

  Vörur í úrtaki

  22

   

  Vörur án frávika

  2

  9%

  Vörur sem vantaði íslenskar merkingar

  17

  77%

  Vörur þarfnast lagfæringa eða uppfærslu merkinga

  3

  14%

   

  Birgjar fengu sendar niðurstöður eftirlitsins í formi eftirlitsskýrslu og bréfs þar sem fram komu kröfur Umhverfisstofnunar um úrbætur. Allir hafa brugðist við á fullnægjandi hátt, að einum undanskyldum, og fór mál hans í eftirfylgni hjá stofnuninni.

  Söluskrár fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni

  Tilgangur:

  • Að óska eftir skrá yfir sölu frá þeim sem setja á markað tiltekin varnarefni, þ.e. plöntuverndarvörur og nagdýraeitur sem einungis eru ætluð til notkunar í atvinnuskyni, sem ber að skila til Umhverfisstofnunar ár hvert skv. 24. gr. efnalaga nr. 61/2013.
  • Að athuga hversu mikið magn af tilteknum varnarefnum var selt 2016 og hversu mikið magn af virkum efnum var selt.
  • Að athuga hvort að þeir sem markaðssetja tiltekin varnarefni sem eru eingöngu til notkunar í atvinnuskyni afhendi eingöngu þeim sem hafa gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun, sbr. 24. gr. efnalaga nr. 61/2013.

  Framkvæmd og helstu niðurstöður:

  Verkefnið náði til allra plöntuverndarvara sem einungis eru ætluð til notkunar í atvinnuskyni og nagdýraeiturs sem sömuleiðis eru einungis til notkunar í atvinnuskyni. Umhverfisstofnun óskaði eftir skrám vegna sölu á þessum vörum á árinu 2016 þar sem fram kæmu eftirfarandi upplýsingar: vöruheiti, umbúðastærð, fjöldi seldra eininga af hverri umbúðastærð, dagsetning sölu, nafn og kennitala notendaleyfishafa, sem og nafn og kennitala fyrirtækis, ef við átti.

  Eftirfarandi fyrirtæki féllu undir umfang verkefnisins:

  • Frjó Umbúðasalan ehf.
  • Garðheimar – Gróðurvörur ehf.
  • Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar ehf.
  • Kemi ehf.
  • Ráðtak, meindýr og varnir ehf.
  • Streymi heildverslun ehf.

  Á árinu 2016 voru 31 plöntuverndarvörur sem eingöngu eru til notkunar í atvinnuskyni seldar, nam salan alls 5.918 kg og vógu virku efni þessara vara samtals 2.177 kg. Af nagdýraeitri voru seldar 7 vörur og nam salan alls 5.027 kg og vógu virku efni þessara vara samtals 0,3 kg þar sem styrkur virku efnanna í vörunum er einungis 0,005%.

   

   

  Plöntuverndarvörur

  Nagdýraeitur

  Fjöldi vara í sölu

  31

  7

  Fjöldi virkra efna

  33

  2

  Sala alls af vörum

  5.918 kg

  5.027 kg

  Sala alls (sem magn af virku efni)

  2.177 kg

  0,3 kg

   

  Eingöngu má afhenda tiltekin varnarefni til notkunar í atvinnuskyni til aðila sem hafa gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun. Niðurstöður sem fást úr verkefninu sýna að rúmlega helmingur þeirra sem keyptu plöntuverndarvörur á árinu 2016 voru ekki með leyfi í gildi.  Af þeim voru 39% með leyfi í gildi, 9% voru með útrunnin leyfi og 52% höfðu aldrei verið með leyfi. Mun hærra hlutfall kaupenda að nagdýraeitri var með leyfi í gildi eða 99% og einundis 1% sem var með útrunnið leyfi við kaup.

   

   

  Notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum

  Notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum

   

  fjöldi

  %

  fjöldi

  %

  Kaupandi með leyfi í gildi

  61

  39%

  74

  99%

  Kaupandi með útrunnið leyfi

  14

  9%

  0

  0%

  Kaupandi aldrei haft leyfi

  80

  52%

  1

  1%

  Kaupendur alls

  155

  75

   

  Líkt og í verkefnum fyrri ára kemur enn í ljós að stór hluti þeirra sem kaupa plöntverndarvörur, til notkunar í atvinnuskyni, hafa ekki gild notendaleyfi við kaup. Það er á ábyrð þeirra sem markaðssetja vörurnar að afhenda þær eingöngu þeim aðilum sem hafa notendaleyfi í gildi. Verða hlutaðeigandi fyrirtæki upplýst um málið og þeim bent á ábyrgð sína.

  Úttekt á tollafgreiðslu plöntuverndarvara

  Tilgangur og markmið:

  • Að athuga hvort upplýsingar úr gögnum Umhverfisstofnunar vegna tollafgreiðslu á plöntuverndarvörur séu í samræmi við upplýsingar sem fram koma í skrám Tollstjóra.
  • Að leggja mat á hve mikið af plöntuverndarvörum berst til landsins og hve mikið er flutt inn án þess að fá áritun Umhverfisstofnunar vegna tollafgreiðslu.
  • Að athuga hvort tollflokkun sé hugsanlega ábótavant, þannig að gögn um tollafgreiðslu gefi ekki réttar upplýsingar um þær plöntuverndarvörur sem boðnar eru fram á markaði hérlendis.

  Framkvæmd og helstu niðurstöður:

  Í úttektinni var athyglinni beint að plöntuverndarvörum í eftirfarandi tollflokkunum:

  • 3808.5000: Efni til varnar gegn eða útrýmingar á skordýrum, nagdýrum, sveppum og illgresi, efni til að hindra spírun, efni til að stjórna plöntuvexti, sótthreinsandi efni og áþekkar vörur
  • 3808.9100: Skordýraeyðir; Sveppaeyðir
  • 3808.9300: Illgresiseyðir, spírunareyðir og efni til að stjórna plöntuvexti

  Gögn Umhverfisstofnunar, sem aflað er við áritun vegna tollafgreiðslu á plöntuverndarvörum, voru borin saman við gögn Tollstjóra til þess að leiða í ljós hvort veitt hafi verið áritun við tollafgreiðslu á vörum í ofangreindum tollflokkum og hvort tollflokkun væri í einhverjum tilfellum röng.

  Alls voru tollafgreidd 12,9 tonn af plöntuverndarvörum á árinu 2016 og þar af var óskað eftir heimild Umhverfisstofnunar til tollafgreiðslu á 12,4 tonnum (96%) en 0,5 tonn (4%) voru tollafgreidd án þess að slík heimild væri fyrir hendi. Tollafgreiðsla minnkaði um 12,7 t (50%) á milli áranna 2015 og 2016. Þessa minnkun má fyrst og fremst rekja til þess að frá 1. janúar 2016 varð sala á plöntuverndarvörunni Casoron G óheimil, en þessi vara var fyrirferðarmikil á markaði hér á landi um árabil.

  Niðurstöðurnar sem fást úr verkefninu núna og frá fyrri árum sýna að yfirgnæfandi meirihluti af plöntuverndarvörum koma til áritunar við tollafgreiðslu og því má álykta sem svo að þessar upplýsingarnar gefi raunsanna mynd af því hversu mikið af þessum vörum hafa verið settar á markað hér á landi.

  Upplýsingar sem aflað er á þennan hátt nýtast til þess að reikna út áhættuvísa sem settir eru fram í Aðgerðaráætlun um notkun varnarefna 2016-2031. Samkvæmt aðgerðaráætluninni skal innflutningur á plöntuverndarvörum ekki nema meiru en 12 tonnum alls á ári og sýna niðurstöður verkefnisins að við nálgumst það markmið.

  Líkt og í eftirlitsverkefnum fyrri ára kemur enn í ljós að nokkuð er um ranga tollflokkun á plöntuverndarvörum og þá algengast að sveppaeyðar séu settir í rangan flokk. Við úrvinnslu gagnanna var þetta leiðrétt í þeim tilfellum sem augljóst var að tollflokkunin væri röng og verða hlutaðeigandi fyrirtæki upplýst um málið.

  Plöntuverndarvörur á markaði 2017

  Tilgangur og markmið:

  • Að ganga úr skugga um að plöntuverndarvörur sem eftirlitsþegi setur á markað séu með markaðsleyfi í gildi.
  • Að athuga hvort merkingar umbúða séu í samræmi við gildandi reglur þar um.

  Framkvæmd og helstu niðurstöður:

  Farið var í eftirlit þann 24. maí 2017 hjá fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað. Úrtakið í eftirlitinu náði til 44 mismunandi plöntuverndarvara í heild. Allar plöntuverndarvörur sem fundust í sölu hjá fyrirtækjunum voru kannaðar með tilliti til markaðsleyfa, sbr. reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og merkinga á umbúðum varanna sbr. reglugerð nr 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna eða efnablandna.

  Eftirfarandi eftirlitsþegar féllu undir umfang verkefnisins:

  Fyrirtæki:

  Starfsemi:

  Frjó Umbúðasalan ehf.

  Innflutningur, heildsala

  Garðheimar Gróðurvörur ehf.

  Innflutningur, heildsala, smásala

  Húsasmiðjan ehf.

  Smásala

  Kemi ehf.

  Innflutningur, heildsala

  Samtals var skoðað 61 eintak af plöntuverndarvörum í eftirlitinu og þar af fundust eitt eða fleiri frávik við 9 vörur. Þetta þýðir að tíðni frávika er um 14%. Gerðar voru kröfur um úrbætur vegna ófullnægjandi merkinga á 5 vörum og hafa nú fyrirtækin nú orðið við þeim. Markaðssetning á þeim 4 vörum sem ekki reyndust vera með markaðsleyfi þegar eftirlitið átti sér stað var stöðvuð tímabundið og fyrirtækjum veittur frestur til þess að sækja um markaðsleyfi fyrir þeim.  Sæki fyrirtæki ekki um markaðsleyfi innan tiltekins frests verður markaðssetning varanna stöðvuð varanlega.

   

  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira

  Vinsælar síður

  An exception occurred: Invalid column name 'orderby'.