2016

  Efnainnihald gúmmíkurls á gervigrasvöllum

  Tilgangur og markmið:

  Í kjölfar mikillar umræðu í samfélaginu um mögulega skaðsemi gúmmíkurls á gervigrasvöllum ákvað Umhverfisstofnun að:

  • kanna og bera saman með efnagreiningu efnainnihald gúmmíkurls sem notað er á gervigrasvöllum hér á landi.
  • birta í framhaldinu tilmæli og greinargerð Umhverfisstofnunar um notkun gúmmíkurls á gervigrasvöllum.

  Framkvæmd og niðurstöður:

  Tekin voru sýni á 5 gervigrasvöllum af þeim þrem gerðum af kurli sem fyrst og fremst hefur verið notað sem fylliefni á slíkum völlum hérlendis, þ.e. þrjú sýni með svörtu dekkjakurli af mismunandi aldri, eitt sýni með lituðu (húðuðu) dekkjakurli og eitt sýni með gráu iðnaðargúmmíi. Styrkur ýmissa efna sem mæld voru í kurlinu, s.s. fenóls, kresóls, xýlenóls, PCB og þalata reyndist ætíð vera undir greiningarmörkum. Sérstakar mælingar sýndu að heildarmagn PAH, sem getur verið krabbameinsvaldandi, var umtalsvert hærra í svörtu dekkjakurli heldur en í iðnaðargúmmíi, en þó ekki í þeim styrk sem talinn er hættulegur miðað við núverandi þekkingu. Þess má geta að Efnastofnun Evrópu (ECHA) er nú með til sérstakrar skoðunar hvort heilsufarsleg áhætta geti stafað af notkun dekkjakurls sem fylliefnis í gervigrasi.

  Tilmæli ásamt greinargerð Umhverfisstofnunar um dekkjakurl sem fylliefni á gervigrasvöllum má finna hér.

  Samantekt um efnagreiningar á gúmmíkurli á gervigrasvöllum 2016 má nálgast hér.

  Eru ósoneyðandi kælimiðlar ennþá á markaði?

  Tilgangur

  Megintilgangur verkefnisins var að kanna hvort að ósoneyðandi miðlar, sem bannað er að selja, séu enn á lagerum heildsala/birgja sem versla með kælimiðla á Íslandi og að vekja athygli á banni við markaðssetningu þeirra og notkun.

  Framkvæmd og niðurstöður

  Fyrirtækin sem farið var í eftirlit hjá voru valin á þeim forsendum að um þekkta innflytjendur kælimiðla, bæði úr hópi ósoneyðandi efna og flúoraðra gróðurhúsalofttegunda, var að ræða.

  Sjö fyrirtæki lentu í úrtaki verkefnisins:

  AH Íslandi ehf.

  Ísaga ehf.

  Íshúsið ehf.

  Kristján G. Gíslason ehf.

  Kælismiðjan Frost ehf

  Kælitækni ehf.

  Vörukaup ehf.

   


  Engir ósoneyðandi miðlar fundust hjá sex af þeim sjö fyrirtækjum sem féllu undir umfang eftirlitsins. Hjá sjöunda fyrirtækinu fundust ósoneyðandi miðlar og hefur þeim verið eytt í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar.

  Greining á söluskrám 2015 fyrir tiltekin varnarefni

  Greining á söluskrám fyrir plöntuverndarvörur og nagdýraeitur á árinu 2015

  Tilgangur og markmið:

  Samkvæmt 24. gr. efnalaga nr. 61/2013 skulu þeir sem setja á markað tiltekin varnarefni, þ.e. plöntuverndarvörur og útrýmingarefni, sem einungis eru ætluð til notkunar í atvinnuskyni, halda skrá yfir söluna og afhenda Umhverfisstofnun á því formi sem hún tilgreinir. Jafnframt bera þessi aðilar ábyrgð á því að umræddar vörur séu einungis afhentar þeim sem eru með gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun eða ígildi þeirra.

  Umfang verkefnisins náði til allra plöntuverndarvara sem einungis eru ætlaðar eru til notkunar í atvinnuskyni og nagdýraeiturs sem eru sömuleiðis einungis til notkunar í atvinnuskyni.

  Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

  Í byrjun október 2016 kallaði Umhverfisstofnun eftir skrám vegna sölu á þessum vörum á árinu 2015, þar sem fram kæmu upplýsingar um vöruheiti, umbúðastærð, fjöldi seldra eininga af hverri umbúðastærð, dagsetning sölu, nafn kaupanda og kennitala, sem og nafn og kennitala handhafa notendaleyfis ef annar en kaupandi. Í úrtaki voru 7 fyrirtæki.

  Á árinu 2015 voru seldar 44 mismunandi vörur sem féllu undir umfang eftirlitsins, þar af voru 37 plöntuverndarvörur og 7 vörur til útrýmingar meindýra. Allnokkur misbrestur reyndist vera á því að kaupendur varnarefna væru með notendaleyfi eða sambærileg leyfi í gildi, þannig voru einungis 105 einstaklingar af alls 209 kaupendum þessara vara með leyfi í gildi þegar kaupin áttu sér stað.

  Snyrtivörur í torgsölu

  Eftirlit 2016: Eftirlit með torgsölu á snyrtivörum í Kolaportinu

  Tilgangur og markmið

  • Að skoða umfang sölu snyrtivara í torgsölu Kolaportsins
  • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um snyrtivörur og kröfur um merkingar og takmarkanir um innihaldsefni.
  • Að auka neytendavernd.
  • Að skoða merkingar og innihaldslýsingu á umbúðum snyrtivara sem eru í torgsölu í Kolaportinu, með áherslu á hár- og húðvörur, og athuga hvort vörurnar uppfylli kröfur og takmarkanir gildandi reglugerða um snyrtivörur.

  Framkvæmd og helstu niðurstöður

  Farið var í eftirlitsferð í Kolaportið þann 1. október 2016 og skoðaðar snyrtivörur í tveim sölubásum, 9 vörur í öðrum og 4 vörur í hinum. Um er að ræða úrtaksverkefni þar sem skoðuð voru sýnishorn af snyrtivörum sem er upprunnar frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Kannað var hvort tiltekin bönnuð innihaldsefni væru til staðar í vörunum, viðvörunarorð á íslensku væru til staðar þar sem þess er krafist, ábyrgðaraðili á Evrópska efnahagssvæðinu væri tilgreindur á umbúðum og fyrningardagsetning vöru væri virt í þeim tilfellum þar sem hún er tilgreind.

  Eftirfarandi niðurstöður fengust:

  Þættir skoðaðir

  Fjöldi skoðaður

  Snyrtivörur með frávik

  Snyrtivörur án frávika

  Snyrtivörur

  13

  11 (85%)

  2 (15%)

  Þar af húðvörur

  8

  6

  2

  Þar af hárvörur

  4

  3

  1

  Þar af naglalakk

  1

  1

  0

   

  Frávik

  Vöruflokkur

  Hlutfall snyrtivara með frávik

  Inniheldur ísóbútýlparaben (bannefni)

  Húðvörur

  2 af 6

  Íslensk viðvörunarorð vantar

  Hárvörur (hárlitunarefni)

  3 af 4

  Nafn ábyrgðaraðila vantar á umbúðir

  Hár- , húðvörur, naglalakk

  11 af 13

  Engin vara var komin fram yfir fyrningardagsetningu í þeim tilfellum þar sem hún var tilgreind.

  Niðurstöður eftirlitsins gefa til kynna að sala á snyrtivörum í torgsölu ekki umfangsmikil hér á landi og jafnframt að gera megi ráð fyrir að frávik frá gildandi reglugerðum séu nokkuð algeng.

  • Skýrsluna má nálgast hér.

  Innflutningur á einnota hylkjum með kælimiðlum

  Tilgangur

  Umhverfisstofnun barst ábending um innflutning flúoraðra gróðurhúsalofttegunda (F-gasa) í einnota hylkjum, sem brýtur í bága við ákvæði í reglugerð. Í ljósi þessa var bréf sent á innflytjendur F-gasa þar sem athygli var vakin á banni við slíkum innflutningi og gerð grein fyrir að stefnt væri að auknu eftirliti.

  Framkvæmd og niðurstöður

  Eftirlit með innflutningi þessara miðla var stóraukið í kjölfar ábendingarinnar. Sendingar sem bárust til landsins með kælimiðlum voru skoðaðar og sannreynt að magn miðla og umbúðir væru í samræmi við lýsingu á reikningum og gildandi reglur. Ein sending, sem reyndist innihalda kælimiðla í einnota umbúðum, var stöðvuð og þeir miðlar sem ekki uppfylltu kröfur viðeigandi reglugerðar endursendir.

  Innflutningur kælimiðla - kallað eftir gögnum

  Tilgangur

  Efnateymi Umhverfisstofnunar safnar upplýsingum um innflutning kælimiðla sem falla undir reglugerð um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir (F-gös). Gögnin eru meðal annars liður í losunarbókhaldi fyrir Ísland.

  Framkvæmd og niðurstöður

  Kallað var eftir gögnum frá innflytjendum um magn og gerðir miðla sem þeir fluttu til landsins og til hvaða notkunar miðlarnir voru seldir. Gögnin voru rýnd og samlesin við aðrar fyrirliggjandi upplýsingar s.s. niðurstöður sívirks eftirlits með innflutningi og gögn frá Tollstjóra. Í nokkrum tilfellum þurfti stofnunin að óska eftir frekari gögnum til staðfestingar eða leiðréttingar á þeim tölum sem lágu fyrir.

  Að loknum leiðréttingum og sannprófunum var niðurstöðum skilað til loftmengunarteymis stofnunarinnar sem sér meðal annars um losunarbókhald fyrir Ísland.

  Merkingar á vörum til viðhalds á bílum

  Tilgangur:
  • Að athuga hversu vel farið sé eftir ákvæðum efnalaga við markaðssetningu á viðhaldsvörum fyrir bíla með áherslu á að kanna ástand merkinga og öryggisblaða.
  • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um merkingar efnavara og öryggisblöð.
  • Að auka neytendavernd.

  Framkvæmd og helstu niðurstöður:

  Verkefnið náði til algengra efnavara fyrir bíla sem eru notaðar bæði af almenningi og innan atvinnulífsins. Þar má nefna vörur eins og málningu, lökk, smurefni, hreinsiefni, rúðuvökva og frostlög. Farið var í eftirlitsferðir um miðjan nóvember 2016 og heimsótt fyrirtæki sem eru umsvifamikil í sölu og innflutningi á bílavörum.

  Eftirfarandi 13 fyrirtæki féllu undir umfang eftirlitsins:

  • AB varahlutir ehf.
  • Bílahöllin-bílaryðvörn hf.
  • Bílanaust ehf.
  • Brimborg ehf.
  • Kemi ehf.
  • Málningarvörur ehf.
  • N1 hf.
  • Olíuverzlun Íslands hf.
  • Orka ehf.
  • Poulsen ehf.
  • Skeljungur hf.
  • Stilling hf.
  • Würth ehf.

  Alls voru 36 vörur í úrtakinu og voru tvær til þrjár vörur skoðaðar í hverju fyrirtæki. Valdar voru merkingarskyldar vörur skv. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun og merkingu á efnum og efnablöndum (CLP) sem fluttar eru inn af eða eru á ábyrgð viðkomandi fyrirtækis. Í kjölfar eftirlits var haft samband við fyrirtækin og óskað eftir öryggisblöðum fyrir þær vörur sem voru í úrtakinu.

  Varðandi merkingar voru algengustu frávikin að íslenskar hættumerkingar vantaði alfarið á vörurnar eða að uppfæra þurfti merkingarnar í samræmi við nýjar reglur (CLP). Hér má sjá niðurstöður varðandi merkingar varanna:

  Fjöldi

  Hlutfall(%)

  Vörur í úrtaki

  36

  Vörur án frávika

  6

  17

  Vörursem vantar alfarið íslenskar merkingar

  15

  42

  Uppfæraþarf merkingar á vörumaðnýrrireglugerð (CLP)

  11

  30

  Önnur frávik

  4

  11

  Einungis voru gerðar kröfur um lagfæringar vegna frávika á öryggisblöðum ef öruggt taldist að vörurnar væru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni en tvær vörur voru með frávik hvað það varðar. Fyrir aðra vöruna voru einungis erlend öryggisblöð lögð fram og hinni vörunni fylgdu íslensk öryggisblöð sem þurfti að lagfæra. Jafnframt voru sendar ábendingar um lagfæringar hvað varðar öryggisblöð annarra vara. Öryggisblöð voru jafnframt höfð til hliðsjónar við mat á því hvort merkingar á umbúðum væru í lagi.

  Gerðar voru kröfur um úrbætur á merkingum á þeim vörum sem voru vanmerktar og uppfærslu á öryggisblöðum þar sem það átti við. Fyrirtækin brugðust vel við og hafa öll gert viðeigandi úrbætur í sinum málum.

  Paraben í snyrtivörum frá löndum utan EES-svæðisins

  Tilgangur og markmið
  • Að skoða innihaldslýsingu á umbúðum snyrtivara sem framleiddar eru utan evrópska efnahagssvæðisins (EES) í þeim tilgangi að athuga hvort slíkar vörur innihaldi bönnuð paraben, þ.e. bensýl-, ísóbútýl-, ísóprópýl-, pentýl- og fenýlparaben. Um er að ræða snyrtivörur á borð við augnfarða, fljótandi hörundsáburði, sjampó og hárnæringu. Voru vörurnar skoðaðar hjá birgjum sem helst flytja inn slíkar snyrtivörur frá Bandaríkjunum, Kanada og Kína.
  • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um snyrtivörur og kröfur um merkingar og takmarkanir um innihaldsefni.
  • Að auka neytendavernd.

  Framkvæmd og helstu niðurstöður

  Eftirlitið var farið dagana 14.-16. júní hjá eftirfarandi fyrirtækjum:

  • Artica hf.
  • Bændahöllin ehf./Radisson BLU
  • Gyðja Collection ehf.
  • Halldór Jónsson ehf.
  • Kaupás hf.
  • Kostur lágvöruverðsverslun ehf.
  • Medico ehf.
  • Nathan & Olsen hf.
  • Parlogis ehf.
  • Rekstrarvörur ehf.

  Engin bönnuð paraben fundust í þeim snyrtivörum sem voru skoðaðar.

  Samantektarskýrsla um eftirlitsverkefnið

  Plöntuverndarvörur á markaði 2016

  Tilgangur og markmið:

  • Að ganga úr skugga um að plöntuverndarvörur sem eftirlitsþegi setur á markað séu með leyfi.
  • Að athuga hvort merkingar séu í samræmi við gildandi reglur þar um.
  • Að kanna hvort öryggisblöð séu aðgengileg fyrir þá sem nota vörurnar í atvinnuskyni.

  Framkvæmd og helstu niðurstöður

  Farið var í eftirlit hjá 5 fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað og skoðaðar 55 vörur. Engin frávik komu fram í einu fyrirtæki en í hinum fjórum komu fram eitt eða fleiri frávik við samtals 36 vörur. Oftast var um það að ræða að ekki lægju fyrir öryggisblöð á íslensku vegna þeirra sem nota vörurnar í atvinnuskyni (35 vörur), síðan að merkingar uppfylltu ekki kröfur (22 vörur) og loks voru 3 vörur ekki með leyfi til að vera á markaði.

  Fyrirtæki brugðust við frávikum með því að lagfæra merkingar, uppfæra öryggisblöð á íslensku, senda vörur í förgun og óska eftir að vöru væri bætt inn á lista yfir tímabundnar skráningar.

  Úttekt á tollafgreiðslu á plöntuverndarvörum 2015

  Tilgangur og markmið:

  • Að skoða hvort upplýsingar sem fengnar eru úr gögnum Umhverfisstofnunar vegna tollafgreiðslu á plöntuverndarvörur séu í samræmi við upplýsingar sem fram koma í skrám Tollstjóra.
  • Að athuga hvort tollflokkun sé hugsanlega ábótavant, þannig að gögn um tollafgreiðslu gefi ekki réttar upplýsingar um þær plöntuverndarvörur sem boðnar eru fram á markaði hérlendis.

  Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

  Í úttektinni var athyglinni beint að plöntuverndarvörum í eftirfarandi tollflokkunum:

  • 3808.5000: Efni til varnar gegn eða útrýmingar á skordýrum, nagdýrum, sveppum og illgresi, efni til að hindra spírun, efni til að stjórna plöntuvexti, sótthreinsandi efni og áþekkar vörur
  • 3808.9100: Skordýraeyðir; Sveppaeyðir
  • 3808.9300: Illgresiseyðir, spírunareyðir og efni til að stjórna plöntuvexti
  • 3808.9900: Annað

  Gögn Umhverfisstofnunar, sem aflað er við áritun vegna tollafgreiðslu á plöntuverndarvörum, voru borin saman við gögn Tollstjóra til þess að leiða í ljós hvort veitt hafi verið áritun við tollafgreiðslu á vörum í ofangreindum tollflokkum og hvort tollflokkun væri í einhverjum tilfellum röng.

  Alls voru tollafgreidd 25,6 tonn af plöntuverndarvörum á árinu 2015 og þar af var óskað eftir heimild Umhverfisstofnunar til tollafgreiðslu á 24,5 tonnum (96%) en 1,1 tonn (4%) voru tollafgreidd án þess að slík heimild væri fyrir hendi. Til samanburðar voru 16,7 tonn (95%) af plöntuverndarvörum tollafgreidd árið 2014 og þar af var ekki veitt heimild til tollafgreiðslu fyrir 0,8 tonnum (5%).

  Yfirgnæfandi meirihluti af plöntuverndarvörum kom til áritunar við tollafgreiðslu árið 2015 og því má álykta sem svo að þessar upplýsingarnar gefi raunsanna mynd af því hversu mikið af þessum vörum var sett á markað hér á landi á því ári.

  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira

  Vinsælar síður

  An exception occurred: Invalid column name 'orderby'.