Bráðabirgðaskírteini

  Vottun fyrirtækja og starfsmanna sem vinna með flúoraðar gróðurhúsalofttegundir

  Fyrirtæki og starfsmenn sem hafa umsjón með rekstri og viðhaldi kælikerfa, loftræstinga og varmadælna sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir skulu hafa hlotið vottun samkvæmt 7. grein reglugerðar nr. 834/2010 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.

  Enn sem komið er engin faggilt vottunarstofa hér á landi fær um að votta slíka starfsemi og jafnframt er ekkert nám sem uppfyllir þær kröfur sem nú eru gerðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

  Í millitíðinni skulu fyrirtæki og starfsmenn þeirra verða sér úti um skírteini frá Umhverfisstofnun sem gilda mun sem bráðabirgðavottun.

  Bráðabirgðavottun veitir fyrirtækjum og starfsmönnum leyfi til starfa til 1. júlí 2013 án vottunar.

  Þetta á aðeins við um búnað sem inniheldur meira en 3 kg af flúoruðum gróðurhúsalofttegundum en 6 kg ef um er að ræða loftþétt kerfi.

  Með vottun geta fyrirtækin boðið fram þjónustu og einstaklingar unnið við sitt fag hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu. Eitt meginmarkmiðanna með vottun er að stuðla að því að draga úr gróðurhúsaáhrifum af völdum flúoraðra efna.

  Nánari upplýsingar um gróðurhúsalofttegundir.

  Helstu kröfur um færni og þekkingu (kælimiðlar, kælikerfi, loftræstikerfi, varmadælur):

  Grunnatriði í varmafræði, umhverfisáhrifum kælimiðla og samsvarandi umhverfisreglugerðum, eftirlit (áður en rekstur hefst/ eftir langvarandi notkunarleysi/ eftir viðhalds- eða viðgerðarvinnu/ meðan rekstur fer fram), lekaeftirlit, umhverfisvæn meðhöndlun kerfisins og kælimiðilsins meðan á uppsetningu, viðhaldi, þjónustu eða endurheimt stendur; uppsetning, ræsing og viðhald loftkældra og vatnskældra eima, eimsvala, hitastýrðra þensluloka og annarra íhluta; lagning lekaþétts lagnakerfis í kælistöð.* Standast þarf bóklegt og verklegt próf.

  Helstu kröfur um færni og þekkingu (háspennurofar):

  Umhverfismál (loftslagsbreytingar, Kyoto-bókunin, hnatthlýnunarmáttur), eiginleikar SF6 (eðlis-, efna- og umhverfis-), notkun SF6 í rafbúnaði, gæði SF6, endurheimt og hreinsun SF6, geymsla og flutningur SF6, notkun búnaðar til endurheimtar SF6, notkun þéttra borkerfa, endurnotkun SF6, vinna í opnum hólfum með SF6, hlutleysing aukaafurða SF6, vöktun á SF6og tilheyrandi gagnaskráningarskylda. Standast þarf bóklegt og verklegt próf.

  Helstu kröfur um færni og þekkingu (loftkæling í ökutækjum):

  Starfsemi loftræstikerfa; notkun og eiginleikar flúoraðra gróðurhúsalofttegunda og áhrif af losun þeirra á umhverfið; grunnþekking á viðeigandi reglugerðarákvæðum (einnig í reglugerð um gerð og búnað ökutækja); umhverfisvæn endurheimt kælimiðla. Gefin er út staðfesting á vegum vottunaraðila um þjálfun starfsfólks en ekki er gerð krafa um vottun eða bráðabirgðaskírteini.

  *Starfsmenn sem hafa ekki umsjón með öllum þessum þáttum þurfa aðeins að uppfylla þær kröfur sem eiga við hverju sinni.

  Nánari upplýsingar um kröfur er að finna í fylgiskjali með reglugerðinni.

  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira

  Vinsælar síður

  An exception occurred: Invalid column name 'orderby'.