Bönn og takmarkanir

  Takmarkanir á notkun efna

  Mikill fjöldi hættulegra efna er í notkun hér á landi sem annars staðar og sum þeirra eru jafnvel hluti af daglegu umhverfi fólks. Þessi efni eru mishættuleg allt frá því að vera bráðdrepandi eiturefni í það að valda aðeins óþægindum við ákveðin skilyrði. Markvisst er unnið að því að finna hættuminni efni eða aðrar lausnir í stað hættulegra efna svo lágmarka megi áhættu af völdum efnanotkunar. Þrátt fyrir það eru sífellt að koma í ljós hættulegir eiginleikar efna sem hafa verið lengi á markaði og hafa jafnvel árum saman verið talin hættulaus. Sífellt fjölgar þeim efnum sem talin er þörf fyrir að takmörkun eða banni. Hér verður hægt að nálgast margvíslegar upplýsingar um óæskileg efni í vörum á markaði og þau bönn eða takmarkanir sem um þau gilda. Sérstakar reglur hafa verið settar undanfarna áratugi um framleiðslu, markaðssetningu og notkun ýmissa efna. Birting reglnanna sem gilda um efni sem bönnuð eru eða háð eru takmörkunum breyttist 1. júní 2009. Reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“) hefur nú komið í stað fjölmargra eldri reglugerða sem höfðu að geyma ákvæðin. Reglurnar er að finna í XVII. viðauka í fylgiskjali og hafa nú verið gerðar aðgengilegar á þessari síðu.

  Undir vefflokknum lög og reglur má finna öll þau lög og allar þær reglugerðir um efni og efnavörur.

  Hér fyrir neðan er yfirlit um nokkrar helstu breytingar sem gerðar hafa verið á reglugerðum varðandi bönn og takmarkanir á efnum. Nánari upplýsingar um þessar takmarkanir er að finna í flipanum Efni háð takmörkunum hér til hægri.

  PAH í mýkingarolíu fyrir hjólbarða

  Í lok árs 2007 var sett reglugerð sem takmarkar markaðssetningu og notkun mýkingarolíu sem notuð er við framleiðslu hjólbarða. Ákvæði reglugerðarinnar tóku síðan gildi 1. janúar 2010 og frá þeim degi verður óheimilt að flytja inn og selja mýkingarolíu með hátt PAH innihald og jafnframt verður óheimilt að nota slíka olíu við framleiðslu nýrra hjólbarða og við endursólun hjólbarða. Hjólbarða sem framleiddir eru eftir gildistöku reglugerðarinnar má ekki setja á markað nema þeir hafi verið framleiddir úr PAH snauðri mýkingarolíu. Mýkingarolía er blönduð saman við gúmmí til að veita því sveigjanleika og mótanleika. Umhverfisstofnun gerði skýringar með reglugerðinni.

  Ákvæði reglugerðarinnar færðust 1. júní 2009 yfir í viðauka XVII við reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“).

  Tólúen í lími og úðamálningu

  Ástæðan fyrir banni við sölu líms og úðamálningu með tólúeni er sú að útkoma úr áhættumati leiddi í ljós aukna hættu á heilsutjóni við notkun en áður var talin. Aðgerðirnar nú miða eingöngu að neytendavöru en ekki er talin ástæða til þess að banna þessar vörur til notkunar af fagmönnum þar sem vinnuverndarreglur eru taldar vera fullnægjandi en niðurstöður áhættumatsins gáfu engu að síður til kynna að herða þyrfti á öryggiskröfum í vinnuumhverfi. Þetta er ekki talið munu hafa mikil áhrif á markaðinn hér því notkun tólúens í sprautumálningu og lími heyrir að mestu leyti sögunni til í evrópskum vörum. Í umsögn Efnahags- og félagsmálanefndar Evrópusambandsins kemur líka fram að evrópskir framleiðendur mæla ekki með notkun tólúens í þessum tilgangi og að notkunin er lítil sem engin.

  Tríklórbensen

  Tríklórbensen er tilbúið efnasamband og kemur ekki fyrir í náttúrunni nema af manna völdum. Það er eitrað mörgum lífverum, brotnar hægt niður og er á forgangslista OSPAR um efni sem grípa þarf til aðgerða gegn. Það er nógu hættulegt heilsu manna að talið er nauðsynlegt að koma í veg fyrir heilsutjón af völdum þess, sérstaklega á meðal starfsfólks í iðnaði. Til tríklórbensens teljast þrjú mismunandi myndbrigði (ísómerur) sem hafa örlítið mismunandi eðliseiginleika, eru ámóta skaðleg og hafa mismikið verið notuð. Með reglugerðinni verður bannað að nota tríklórbensen nema í sérhæfðum tilgangi eins og sem milliefni í efnaiðnaði og sem leysir þar sem tryggt er að efnið komist ekki út í umhverfið. Önnur þekkt iðnaðarnotkun, sem heyrir að mestu sögunni til, er við litun, sem vörn gegn tæringu og sem torleiðandi efni í tækjabúnaði. Efnið er einnig þekkt í efnavörum eins og málningu og bóni. Notkun hér á landi í dag er ekki þekkt.

  Sexgilt króm í sementi

  Árið 2004 kom út reglugerð um takmörkun á sexgildu krómi (Cr [VI]) í sementi. Takmörkunin nær fyrir allt sement sem er notað og markaðssett á Evrópska efnahagssvæðinu frá og með 17. janúar 2005 nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ástæðan er sú að það veldur ofnæmi við snertingu auk þess að vera krabbameinsvaldandi. Algengt er að tilbúið sement innihaldi sexgilt króm og til þess að koma í veg fyrir áhrif þess er járnsúlfati bætt saman við þannig að sexgilt króm afoxast í hættuminna, þrígilt króm.

  Upphaflega voru settar reglur um innihald króms í sementi árið 1989.

  Efni sem bönnuð eru í raftækjum

  Reglugerð sem takmarkar framleiðslu, innflutning, sölu og notkun raftækja sem innihalda tiltekin hættuleg efni tók gildi 1. júlí 2006. Reglugerðin byggir á tilskipun frá Evrópusambandinu (RoHS tilskipun) nr. 2002/95/EB. Með reglugerðinni verður notkun nokkurra hættulegra þungmálma í raftækjum bönnuð svo sem blýs, kadmíums og kvikasilfurs auk sexgilds króms, fjölbrómbífenýla (polybrominated biphenyls, PBB) og fjölbrómdífenýletera (polybrominated diphenylethers, PBDE). Þessi efni hafa borist út í umhverfið eftir förgun tækjanna og haft skaðleg áhrif á umhverfið og lífríkið. Efnin geta þar að auki verið hættuleg heilsu manna. Reglugerðin nær ekki til varahluta fyrir raftæki sem framleidd voru fyrir gildistöku hennar né endurnotkun raftækja. Ákveðin notkun þessara efna í raftækjum verður áfram heimil með tímabundnum undanþágum.

  Sjá reglugerð nr. 697/2004 um takmörkun tiltekinna efna í raftækjum.

  Eldtefjandi efni

  Árið 2004 var notkun tveggja efna bönnuð sem notuð höfðu verið til að hefta útbreiðslu elds. Efnin eru pentabróm- og oktabrómafleiður af dífenýleter. Eldtefjandi efni eru aðallega notuð í ýmis raftæki en einnig vefnaðarvörur og húsgögn. Í ljós hefur komið að eldtefjandi efni sem innihalda bróm geta safnast upp í lífverum og losun þeirra út í umhverfið getur valdið umhverfisspjöllum. Lagt hefur verið til að þessi efni fari á lista yfir þrávirk lífræn efni sem bönnuð eru með alþjóðlegum samningi þess efnis (Stokkhólmssamningi um þrávirk lífræn efni).

  Nikkel

  1. Samkvæmt REACH reglugerðinni þá er nikkel ekki leyft til notkunar:
   a) í byrjunarlokkum og -pinnum sem sett eru í götuð eyru eða aðra gataða líkamshluta nema  nikkelmagnið, sem losnar frá þessum lokkum og pinnum, sé minna en 0,2 µg/cm2 á viku (flæðimörk),
   b) í hlutum sem ætlað er að komast í beina og langvarandi snertingu við húðina, s.s.:
   • eyrnalokkum,
   • hálsmenum, armböndum og keðjum, ökklahringjum, hringjum á fingur,
   • kössum, ólum og sylgjum armbandsúra,
   • hnoðhnöppum, smellum, hnoðum, rennilásum og málmmerkjum þegar slíkt er notað á fatnað,
   ef hraði nikkellosunar frá þeim hlutum varanna, sem eru í beinni og langvarandi snertingu við hörund, er meiri en 0,5 µg/cm2/viku,
   c) í vörum á borð við þær sem eru tilgreindar í b-lið ef þær eru með nikkelfrírri húð, nema húðin nægi til að tryggja það að hraði nikkellosunar frá þeim hlutum varanna, sem eru í beinni og langvarandi snertingu við hörund, sé ekki meiri en 0,5 µg/cm²/viku á tveggja ára tímabili, við eðlilega notkun varanna.
  2. Þær vörur, sem falla undir 1. mgr., má því aðeins setja á markað að þær uppfylli kröfurnar í þessum liðum.
  3. Prófunaraðferðirnar í stöðlunum, sem Staðlasamtök Evrópu hafa samþykkt, skulu notaðar til að staðfesta að vörurnar uppfylli kröfurnar í 1. og 2. mgr.

  Nónýlfenóletoxýlöt

  Reglugerð sem takmarkar notkun ákveðinna vara sem innihalda nónýlfenól og nónýlfenóletoxýlöt kom út árið 2003. Þessar takmarkanir gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Vegna skaðlegra áhrifa nónýlfenóla og nónýlfenóletoxýlata á umhverfið hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að minnka notkun þeirra í iðnaðar- og neytendavörum á undanförnum árum. Árið 1992 samþykktu aðildarríki OSPAR samningsins um verndun hafsvæða á NA – Atlantshafi, að notkun nónýlfenóletoxýlata í hreinsiefni til heimilis- og iðnaðarnota skyldi hætt í tveimur áföngum, fyrst árið 1995 og loks árið 2000.

  Notkun nónýlfenólexoxýlata hefur verið hvað mest í hreinsiefnum sem yfirborðsvirk efni þaðan sem þau berast auðveldlega út í umhverfið í gegnum fráveitukerfi. Nónýlfenóletoxýlöt brotna niður í nónýlfenól sem er mjög eitrað lífverum í vatni. Flestir framleiðendur hreinsiefna hafa brugðist við þessu og þeim hefur farið óðum fækkandi vörunum á íslenskum markaði sem innihalda nónýlfenóletoxýlöt.

  Innflytjendur og framleiðendur á vörum til neðangreindrar notkunar skulu gæta þess að vörur þeirra innihaldi ekki nónýlfenól og nónýlfenóletoxýlöt nema að hægt sé að tryggja að þau berist ekki út í umhverfið.

  Arsensambönd í viðarvörn

  Notkun kopar-króm-arsen (CCA) viðarvarnar var bönnuð að mestu árið 2004. Hér er um að ræða viðarvörn sem þrýst er inn í viðinn og þekkist á grænleitu yfirbragði þess. Timbur með slíkri viðarvörn var um árabil fáanlegt hér.

  Óheimilt er að nota nýtt timbur með slíkri viðarvörn í sólpalla og gerði á heimilum eða á þann hátt að það sé hluti af daglegu umhverfi fólks og jafnframt er óheimilt að markaðssetja það sem slíkt. Þetta er ekki síst gert til þess að koma í veg fyrir að börn komist í snertingu við timbur með hættulegri viðarvörn í umhverfi sínu, til dæmis á leiksvæðum.

  Upplýsingarit Umhverfisstofnunar um skaðleg viðarvarnarefni frá árinu 2004

  Þalöt

  Þalöt (enska: phtalates) eru efnasambönd sem hafa þá eiginleika að gefa plasthlutum mýkt og er algengast að þau séu notuð með PVC plasti. Skaðsemi þalatanna díbútýlþalats (DBP) og bis(2-etýlhexýl)þalats (DEHP) á frjósemi manna hefur verið kunn um áratugaskeið. Í ljós hefur síðan komið að fóstur og nýfædd börn eru viðkvæmust fyrir þessum efnum. Konur á barneignaraldri sem fá þalöt í líkama sinn, bera það í ófætt barn sitt og getur það skaðað þroska þess. Það á líka við um lítil börn sem eiga eftir að taka út mikinn þroska. Það hafa ekki verið staðfest önnur truflandi áhrif þalata á hormónastarfsemi en grunur leikur á um að DEHP, BBP og DBP geri það.

  Þalöt brotna misvel niður í umhverfinu, hafa þau mælst víða og getur lífríkinu á sumum stöðum stafað hætta af þeim. Vegna þess hve þalöt eru notuð víða geta þau verið í örlitlu magni í innanhússlofti og eru því alltaf til staðar í líkama manna þó í mjög litlu magni sé.

  Í listanum koma fram sérstök efni og efnaflokkar sem notkun á er háð takmörkunum eða er bönnuð með öllu og talin eru upp í reglugerðum um dreifingu og meðferð efna sem talin eru hættuleg heilsu og umhverfi.Vara sem inniheldur efni sem veldur eða er talið geta valdið krabbameini, stökkbreytingum eða fósturskaða er óheimilt að dreifa á almennum markaði sé styrkur efnisins meiri en 0,1% nema ef annað sé tekið fram. Umbúðir viðkomandi vörutegunda skulu, auk annarra lögbundinna merkinga, merktar eftirfarandi áletrun með skýru og óafmáanlegu letri: ,,Notist einungis af fagmönnum. Varúð - forðist snertingu eða innöndun - leitið sérstakra leiðbeininga fyrir notkun´´.

  1. Fjölklóruð terfenýl (PCT) Efnablöndur, þ.m.t. olíuúrgangur, sem innihalda meira af fjölklóruðum terfenýlum en 0,005% miðað við þyngd.

  1. Ekki leyfð til notkunar. Hins vegar skal áfram leyft að nota eftirfarandi búnað, tæki og vökva, sem voru í notkun 30. júní 1986, þar til þeim er fargað eða þau eru tekin út notkun:
   • a) rafmagnsbúnað með lokuðu kerfi: spennubreyta, viðnám og spanöld,
   • b) stóra þétta (≥ 1 kg að heildarþyngd),
   • c) litla þétta,
   • d) varmaflutningsvökva í lokuðum varmaflutningsbúnaði,
   • e) vökvakerfisvökvar fyrir tæki sem eru notuð í námum neðanjarðar.
  2. Aðildarríkið getur þó, af ástæðum sem varða heilsuvernd manna og umhverfisvernd, bannað notkun búnaðar, tækja og vökva, sem falla undir 1. mgr., áður en þeim er fargað eða þau eru tekin úr notkun.
  3. Bannað er að setja á markað með notaða hluti búnað, stöðvar og vökva sem falla undir 1. mgr. og ekki er ætlað að farga.
  4. 4. Telji aðildarríki ekki framkvæmanlegt af tæknilegum ástæðum að nota staðgönguvörur getur það leyft notkun fjölklóraðra terfenýla og efnablandna með þeim ef þær síðarnefndu eru eingöngu ætlaðar, við eðlileg skilyrði sem tengjast viðhaldi búnaðar, til að bæta á vökva, sem innihalda fjölklóruð terfenýl, í búnaði sem starfar eðlilega og er í notkun og var keyptur fyrir 1. október 1985.
  5. 5. Aðildarríkið getur veitt undanþágur, svo fremi það sendi framkvæmdastjórninni fyrirframtilkynningu um ástæður þeirra, frá banninu um að setja á markað og nota hráefni og milliefni eða efnablöndur, enda telji það ekki að þessar undanþágur hafi nein skaðleg áhrif á heilbrigði manna eða umhverfið.
  6. 6. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um merkingu hættulegra efna og efnablandna skulu leiðbeiningar um förgun fjölklóraðra terfenýla fylgja búnaði og tækjum, sem innihalda slík efni, svo og um viðhald og notkun búnaðar og tækja sem innihalda þau. Leiðbeiningarnar skulu vera þannig að þær megi lesa lárétt þegar hluturinn, sem inniheldur fjölklóruðu terfenýlin, er settur upp á venjulegan hátt. Áletrunin skal skera sig greinilega frá bakgrunninum og vera á tungumáli sem skilst á því svæði þar sem hluturinn er notaður.

  2._klor-1-etylen">2. klór-1-etýlen (einliða vinýlklóríðs) CAS nr. 75-01-4.

  Ekki leyft til notkunar sem úðadrifefni, hver sem tilgangur með notkuninni er.

  3. Fljótandi efni eða efnablöndur sem eru talin hættuleg samkvæmt skilgreiningunum í tilskipun ráðsins 67/548/EBE og tilskipun 1999/45/EB.

  1. Ekki leyfð til notkunar í:
   • skrautmuni, sem ætlaðir eru til að framleiða ljós eða litbrigði með hjálp mismunandi fasa, t.d. í skrautlampa eða öskubakka,
   • hluti sem eru notaðir við hrekkja- og töfrabrögð,
   • spil fyrir einn eða fleiri þátttakendur eða aðra hluti til slíkrar notkunar, ekki heldur hluti sem eru notaðir til skrauts.
  2. Með fyrirvara um 1. mgr. skulu efni og efnablöndur, sem:
   • fela í sér innöndunarhættu og eru merktar með H65 og
   • sem nota má sem eldsneyti á skrautlampa og
   • eru sett á markað í umbúðum sem eru 15 lítrar að rúmmáli eða minna, hvorki innihalda litunarefni, nema þau séu nauðsynleg vegna ástæðna er varða skattheimtu, né ilmefni.
  3. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum efna og efnablandna, sem falla undir ákvæði 2. mgr. og ætluð eru til notkunar í lömpum, með læsilegu og óafmáanlegu letri: „Geymið lampa, sem innihalda þessa vökva, þar sem börn ná ekki til.

  4. Trífosfat (2,3-díbrómprópýl) CAS-nr. 126-72-7.

  Ekki leyfð til notkunar í textílvörur, s.s. fatnað, undirfatnað og lín, sem ætlað er að komast í snertingu við húðina.

  5. Benzen CAS nr. 71-43-2.

  1. Ekki leyft í leikföng eða leikfangahluta eins og þeir eru við setningu á markað ef styrkur óbundins bensens er yfir 5 mg/kg af þyngd leikfangsins eða leikfangahlutans.
  2. Ekki leyft til notkunar í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við massa í efnum eða efnablöndum sem eru settar á markað.
  3. 3. Ákvæði 2. mgr. gilda hins vegar ekki um:
   • a) vélaeldsneyti sem fellur undir tilskipun 98/70/EB,
   • b) efni og efnablöndur til notkunar í iðnaðarferlum þar sem losun bensens er ekki leyfð í magni sem er yfir þeim mörkum sem mælt er fyrir um í gildandi löggjöf,
   • c) úrgang sem fellur undir tilskipun ráðsins 91/689/EBE frá 12. desember 1991 um hættulegan úrgang (1) og tilskipun 2006/12/EB.

  6. Asbest

  a) Krósídólít CAS-nr. 12001-28-4

  b) Amósít CAS-nr. 12172-73-5

  c) Antófýllít CAS-nr. 77536-67-5

  d) Aktínólít CAS-nr. 77536-66-4

  e) Tremólít CAS-nr. 77536-68-6

  f) Krýsótíl (2) CAS-nr. 12001-29-5, CAS-nr. 132207-32-0

  1. Setning á markað og notkun þessara trefja og hluta, sem þessum trefjum er bætt í af ásetningi, er bönnuð. Aðildarríkjunum er þó heimilt að veita undanþágu fyrir því að setja á markað og nota himnur sem innihalda krýsótíl (fliður) fyrir rafgreiningarstöðvar í rekstri þar til þær eru teknar úr notkun eða þar til viðeigandi, asbestlausar staðgönguvörur verða fáanlegar, eftir því hvort á sér stað fyrr. Framkvæmdastjórnin mun endurskoða þessa undanþágu fyrir 1. janúar 2008.
  2. Áfram skal leyft að nota hluti, sem innihalda asbesttrefjar sem um getur í 1. mgr. og sem höfðu þegar verið settir upp og/eða höfðu verið teknir í notkun fyrir 1. janúar 2005, þar til þeim er fargað eða þeir eru teknir úr notkun. Aðildarríkjunum er þó heimilt, til að vernda heilbrigði manna, að banna notkun slíkra hluta áður en þeim er fargað eða áður en þeir eru teknir úr notkun. Aðildarríkin skulu ekki leyfa nýja notkun krýsótílasbests á yfirráðasvæði sínu.
  3. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna má þó því aðeins leyfa setningu þessara trefja og vara, sem innihalda þessar trefjar, á markað og notkun þeirra, eins og leyft hefur verið í samræmi við framangreindar undanþágur, að á þeim sé merkimiði í samræmi við ákvæði 7. viðbætis við þennan viðauka.

  7. Tris(asirídínýl)fosfínoxíð CAS-nr. 5455-55-1

  Ekki leyfð til notkunar í textílvörur, s.s. fatnað, undirfatnað og lín, sem ætlað er að komast í snertingu við húðina.

  8. Fjölbrómbífenýl, Fjölbrómuð bífenýl (PBB) CAS-nr. 59536-65-1

  Ekki leyfð til notkunar í textílvörur, s.s. fatnað, undirfatnað og lín, sem ætlað er að komast í snertingu við húðina.

  9. Duft af sáputré (Quillaja saponaria) og afleiður þess sem innihalda sapónín.

  Duft úr rótum kalkjólarósar (Helleborus viridis) og jólarósar (Helleborus niger).

  Duft úr rótum hvítrar hnerrarótar (Veratrum album) og svartrar hnerrarótar (Veratrum nigrum).

  Bensidín og/eða afleiður þess CAS-nr. 92-87-5

  o-nítróbensaldehýð CAS-nr. 552-89-6

  Viðarduft

  1. Ekki leyft til notkunar í hrekkja- og gabbvarning og í hluti, sem eru notaðir til slíks, t.d. sem innihaldsefni í hnerraduft eða fýlubombur.
  2. Ákvæði 1. mgr. gilda hins vegar ekki um fýlubombur sem innihalda ekki meira en 1,5 ml af vökva.

  10. Ammóníumsúlfíð CAS-nr. 12135-76-1, Ammóníumvetnissúlfíð CAS-nr. 12124-99-1, Ammóníumpólýsúlfíð CAS-nr. 9080-17-5.

  1. Ekki leyft til notkunar í hrekkja- og gabbvarning og í hluti, sem eru notaðir til slíks, t.d. sem innihaldsefni í hnerraduft eða fýlubombur.
  2. Ákvæði 1. mgr. gilda hins vegar ekki um fýlubombur sem innihalda ekki meira en 1,5 ml af vökva.

  11. Rokgjarnir esterar af brómediksýrum: Metýlbrómasetat CAS-nr. 96-32-2, Etýlbrómasetat CAS-nr. 105-36-2, Própýlbrómasetat CAS-nr. 35223-80-4, Bútýlbrómasetat

  1. Ekki leyft til notkunar í hrekkja- og gabbvarning og í hluti, sem eru notaðir til slíks, t.d. sem innihaldsefni í hnerraduft eða fýlubombur.
  2. Ákvæði 1. mgr. gilda hins vegar ekki um fýlubombur sem innihalda ekki meira en 1,5 ml af vökva.

  12. 2-naftýlamín (CAS-nr. 91-59-8) og sölt þess.

  1. Ekki leyfð til notkunar í styrk, sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við þyngd, í efni og efnablöndur sem eru sett á markað. Þetta ákvæði gildir hins vegar ekki um úrgang sem inniheldur eitt eða fleiri þessara efna sem falla undir tilskipanir 91/689/EBE og 2006/12/EB.
  2. Efni og efnablöndur af þessu tagi skulu ekki seld almenningi.
  3. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efnablandna með læsilegu og óafmáanlegu letri: ,,Einungis til faglegra nota”.

  13. Bensidín (CAS-nr. 92-87-5) og sölt þess.

  1. Ekki leyfð til notkunar í styrk, sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við þyngd, í efni og efnablöndur sem eru sett á markað. Þetta ákvæði gildir hins vegar ekki um úrgang sem inniheldur eitt eða fleiri þessara efna sem falla undir tilskipanir 91/689/EBE og 2006/12/EB.
  2. Efni og efnablöndur af þessu tagi skulu ekki seld almenningi.
  3. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efnablandna með læsilegu og óafmáanlegu letri: ,,Einungis til faglegra nota”.

  14. 4-nítróbífenýl (CAS-nr. 92-93-3).

  1. Ekki leyfð til notkunar í styrk, sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við þyngd, í efni og efnablöndur sem eru sett á markað. Þetta ákvæði gildir hins vegar ekki um úrgang sem inniheldur eitt eða fleiri þessara efna sem falla undir tilskipanir 91/689/EBE og 2006/12/EB.
  2. Efni og efnablöndur af þessu tagi skulu ekki seld almenningi.
  3. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efnablandna með læsilegu og óafmáanlegu letri: ,,Einungis til faglegra nota”.

  15. 4-amínóbífenýlxenýlamín (CAS-nr. 92-67-1) og sölt þess.

  1. Ekki leyfð til notkunar í styrk, sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við þyngd, í efni og efnablöndur sem eru sett á markað. Þetta ákvæði gildir hins vegar ekki um úrgang sem inniheldur eitt eða fleiri þessara efna sem falla undir tilskipanir 91/689/EBE og 2006/12/EB.
  2. Efni og efnablöndur af þessu tagi skulu ekki seld almenningi.
  3. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efnablandna með læsilegu og óafmáanlegu letri: ,,Einungis til faglegra nota”.

  16. Blýkarbónöt: a) Hlutlaust, vatnsfrítt karbónat (PbCO3) (CAS-nr. 598-63-0), b) tríblý-bis(karbónat)-díhýdroxíð 2(PbCO3)-Pb(OH)2 (CAS-nr. 1319-46-6)

  Ekki leyfð til notkunar ein sér eða sem innihaldsefni í efnablöndur sem nota á sem málningu, nema til endurgerðar og viðhalds listaverka og sögulegra bygginga og innviða þeirra ef aðildarríki óska þess að veita til þess leyfi á yfirráðasvæði sínu, í samræmi við ákvæði 13. samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um notkun blýhvítu og blýsúlfata í málningu.

  17. Blýsúlföt: a) PbSO4 (1:1) (CAS-nr. 7446-14-2), b) PbxSO4 (CAS-nr. 15739-80-7)

  Ekki leyfð til notkunar ein sér eða sem innihaldsefni í efnablöndur sem nota á sem málningu, nema til endurgerðar og viðhalds listaverka og sögulegra bygginga og innviða þeirra ef aðildarríki óska þess að veita til þess leyfi á yfirráðasvæði sínu, í samræmi við ákvæði 13. samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um notkun blýhvítu og blýsúlfata í málningu.

  18. Kvikasilfursambönd.

  1. Ekki leyfð ein sér eða sem efnisþættir í efnablöndur sem nota á:

  • a) til að hindra vöxt örvera, plantna eða dýra á:
   • skipsskrokkum,
   • kvíum, flotbúnaði, netum og öðrum tækjum eða búnaði fyrir fisk- eða skelfiskeldi,
   • hvers kyns búnaði sem er annaðhvort alveg eða að hluta til á kafi í vatni,
  • b) til viðarvarnar,
  • c) við gegndreypingu slitþolinna iðnaðartextíla og garns sem er notað við framleiðslu þeirra,
  • d) við meðhöndlun vatns frá iðnaði, án tillits til notkunarsviðs.

  2. Bannað er að setja á markað rafhlöður og rafgeyma, sem innihalda meira en 0,0005% af kvikasilfri miðað við þyngd, þ.m.t. þau tilvik þar sem þessar rafhlöður og rafgeymar eru hluti af tækjum. Hnapparafhlöður og rafhlöður, sem settar eru saman úr hnapparafhlöðum með kvikasilfursmagni sem er ekki meira en 2% miðað við þyngd, eru undanþegnar þessu banni.

  19. Arsensambönd.

  1. Ekki leyfð ein sér eða sem efnisþættir í efnablöndur sem nota á:

  • a) til að hindra vöxt örvera, plantna eða dýra á:
   • skipsskrokkum,
   • kvíum, flotbúnaði, netum og öðrum tækjum eða búnaði fyrir fisk- eða skelfiskeldi,
   • hvers kyns búnaði sem er annaðhvort alveg eða að hluta til á kafi í vatni,
  • b) til viðarvarnar. Ekki má heldur setja á markað timbur sem hefur verið meðhöndlað á þennan hátt.
  • c) með undanþágu gildir þó eftirfarandi:
   • i) að því er varðar þau efni og efnablöndur sem eru notuð við viðarvörnina: eingöngu er heimilt að nota þau í iðjuverum, þar sem lofttæmi eða þrýstingi er beitt til að gegndreypa timbur, ef þau eru lausnir ólífrænna efnasambanda kopars, króms eða arsens af gerð C. Ekki skal setja á markað timbur, sem er meðhöndlað á þennan hátt, fyrr en viðarvarnarefnið hefur bundist til fulls í viðnum.
   • ii) Að því er varðar timbur sem hefur verið meðhöndlað með kopar-, króm- eða arsensamböndum í iðjuverum skv. i. lið: heimilt er að setja það á markað til faglegrar notkunar og í iðnaði, að því tilskildu að gerð sé sú krafa að timbrið haldi óskertum eiginleikum sínum til að tryggja öryggi manna og búfjár og að það sé aðeins notað þar sem ólíklegt er að almenningur komist í snertingu við það meðan það er í notkun:
    • sem burðarvirki í opinberum byggingum, byggingum í landbúnaði, skrifstofubyggingum og í burðarvirki á iðnaðarsvæðum,
    • í brúm og brúarvirki,
    • í virki í ferskvatni og ísöltu vatni, t.d. í bryggjumog brúm,
    • sem hljóðtálmi,
    • til varnar gegn snjóflóðum og skriðuföllum,
    • sem öryggisgrindverk og tálmar við þjóðvegi,
    • sem sívalir staurar úr afbirktum barrviði til búfjárgirðinga,
    • sem jarðvegsstoðvirki,
    • sem rafmagnsstaurar og í tengslum við fjarskipti,
    • sem þvertré undir járnbrautarteinum neðanjarðar.
    • Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal merkja sérstaklega hvern hlut úr meðhöndluðu timbri, sem settur er á markað, með áletruninni „Einungis til nota í iðnaðarframleiðslu eða til faglegrar notkunar, inniheldur arsen. „Að auki skal allt pakkað timbur, sem er sett á markað í umbúðum, merkt með
     áletruninni „Notið hlífðarhanska við meðhöndlun timbursins. Notið rykgrímu og hlífðargleraugu við sögun eða aðra smíði úr timbrinu. Úrgang úr þessu timbri skal meðhöndla sem hættulegan úrgang og til þess skal fá viðurkennt fyrirtæki."
   • iii) Óheimilt er að nota meðhöndlaðan við, sem um getur í i. og ii. lið:
    • í íbúðarhús og á heimilum, sama hver tilgangurinn er,
    • á nokkurn þann hátt að hætta sé á endurtekinni snertingu við húð manna,
    • í sjó,
    • í landbúnaði til annarrar notkunar en í girðingar og í mannvirki í samræmi við ii. lið,
    • á nokkurn þann hátt að hætta sé á að meðhöndlað timbur komist í snertingu við fullunnar eða ófullunnar vörur sem ætlaðar eru til manneldis og/eða fóðrunar dýra.

  2. Ekki leyfð sem efni og efnisþættir í efnablöndur, sem nota á við meðhöndlun vatns frá iðnaði, án tillits til notkunarsviðs.

  20. Lífræn tinsambönd.

  1. Má ekki setja á markað til notkunar sem efni og efnisþættir í efnablöndum ef þau gegna hlutverki sæfiefna í málningu og eru ekki bundin efnatengjum við aðra efnisþætti í málningunni.

  2. Má ekki setja á markað eða nota sem efni og efnisþætti í efnablöndum sem gegna hlutverki sæfiefna til að hindra vöxt örvera, gróðurs eða dýra á:

  • a) öllum skipum, án tillits til stærðar þeirra, sem nota á til siglinga á hafi, með ströndum, í árósum, innri vatnaleiðum og stöðuvötnum,
  • b) kvíum, flotbúnaði, netum og öðrum tækjum eða búnaði fyrir fisk- eða skelfiskeldi,
  • c) hvers kyns búnaði sem er annaðhvort alveg eða að hluta til á kafi í vatni.

  3. Ekki leyft sem efni og efnisþættir í efnablöndur sem nota á við meðhöndlun vatns frá iðnaði.

  21. Dí-μ-oxó-dí-n-bútýlstanníóhýdroxýboran (díbútýltinvetnisbórat), C8H19BO3Sn (DBB) (CAS-nr. 75113-37-0)

  Bannað í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1% í efnum og efnisþáttum efnablandna sem eru settar á markað. Þetta ákvæði gildir hins vegar ekki um þetta efni (DBB) eða efnablöndur, sem innihalda það, ef þeim er eingöngu breytt í fullgerðar vörur þar sem styrkur efnisins er ekki jafn eða meiri en 0,1%.

  22. Pentaklórfenól (CAS-nr. 87-86-5), sölt þess og esterar.

  1. Ekki leyft til notkunar í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1% af massa í efni eða efnablöndur sem eru settar á markað.

  Þó má ekki nota meðhöndlaðan við:

  • inni í byggingum, hvorki til skreytinga né í öðrum tilgangi, hvaða hlutverki sem þær gegna (bústaðir, vinnustaðir, staðir til tómstunda),
  • við framleiðslu og endurmeðhöndlun:
   • i) íláta til notkunar við ræktun,
   • ii) umbúða sem geta komist í snertingu við hráefni, milliefni eða fullunnar vörur sem ætlaðar eru til manneldis og/eða fóðrunar dýra,
   • iii) annarra efna sem kunna að menga vörurnar sem nefndar eru í i. og ii. lið,

  Þetta ákvæði gildir ekki um úrgang sem fellur undir tilskipanir 91/689/EBE og 2006/12/EB.

  23. Kadmíum (CAS-nr. 7440-43-9) og efnasambönd þess.

  1. Ekki leyfð til litunar á fullunnum vörum sem eru framleiddar úr þeim efnum og efnablöndum sem eru tilgreindar hér á eftir:

  • a) pólývinýlklóríð (PVC) [3904 10] [3904 21] [3904 22] (3)
   • pólýúretan (PUR) [3909 50] (3)
   • eðlislétt pólýetýlen (LDPE), að undanskildu eðlisléttu pólýetýleni sem er notað til framleiðslu litarefnablandna (masterbatch) (3)
   • sellulósaasetat (CA) [3912 11] [3912 12] (3)
   • sellulósaasetatbútýrat (CAB) [3912 11] [3912 12] (3)
   • epoxýresín [3907 30] (3)
   • melamínformaldehýðresín (MF) [3909 20] (3)
   • úreaformaldehýðresín (UF) [3909 10] (3)
   • ómettaðir pólýesterar (UP) [3907 91] (3)
   • pólýetýlentereþalat (PET) [3907 60] (3)
   • pólýbútýlentereþalat (PBT) (3)
   • glært/venjulegt pólýstýren [3903 11] [3903 19] (3)
   • akrýlnítrílmetýlmetakrýlat (AMMA) (3)
   • víxltengt pólýetýlen (VPE) (3)
   • höggþolið pólýstýren (3)
   • pólýprópýlen (PP) [3902 10] (3)
  • b) málning [3208] [3209] (3)

  Ef málningin eða lökkin innihalda mikið sink skal styrkur kadmíumleifa hins vegar vera svo lítill sem framast er kostur og skal í engum tilvikum fara yfir 0,1% miðað við massa.

  Ekki má í neinum tilvikum setja á markað fullunnar vörur eða hluti til þeirra, sem eru framleidd úr framangreindum efnum eða efnablöndum og eru lituð með kadmíum, ef kadmíuminnihald þeirra (gefið upp sem kadmíummálmur) er meira en 0,01% miðað við massa plastefnisins, hver sem fyrirhuguð notkun eða endanlegur tilgangur er.

  2. Ákvæði 1. mgr. gilda þó ekki um vörur sem eru litaðar af ástæðum sem varða öryggi.

  3. Ekki leyft til að stöðga fullunnar vörur sem eru tilgreindar hér á eftir og eru framleiddar úr fjölliðum eða samfjölliðum vinýlklóríðs:

  • umbúðaefni (poka, ílát, flöskur, lok) [3923 29 10] [3920 41] [3920 42] (3),
  • skrifstofu- eða skólavörur [3926 10] (3),
  • aukabúnað fyrir húsgögn, yfirbyggingar eða þess háttar [3926 30] (3),
  • fatnað og tilheyrandi aukahluti (þ.m.t. hanskar) [3926 20] (3),
  • gólfefni og veggfóður [3918 10] (3),
  • gegndreypt, húðuð, hjúpuð eða lagskipt textílefni [5903 10] (3),
  • leðurlíki [4202] (3)
  • hljómplötur [8524 10] (3)
  • pípur og rör og tilheyrandi aukahluti [3917 23] (3)
  • vængjahurðir (3)
  • ökutæki til flutninga á vegum (innra rými og ytra borð, undirvagn) (3)
  • húð á stálplötum sem eru notaðar til bygginga eða í iðnaði (3)
  • einangrun fyrir rafmagnsvíra (3).

  Ekki má í neinum tilvikum setja á markað fullunnar vörur eða hluti til þeirra, sem frá greinir hér að framan og eru framleidd úr fjölliðum eða samfjölliðum úr vinýlklóríði, stöðguð með efnum sem innihalda kadmíum, ef kadmíuminnihald þeirra (gefið upp sem kadmíummálmur er meira en 0,01% miðað við massa plastefnisins, hver sem fyrirhuguð notkun eða endanlegur tilgangur er.

  4. Ákvæði 3. mgr. gilda hins vegar ekki um fullunnar vörur ef stöðgarar, sem innihalda kadmíum, eru notaðir af ástæðum er varða öryggi.

  5. Í skilningi þessarar reglugerðar merkir „kadmíumhúðun" hvers kyns útfellingu eða húð úr kadmíummálmi á málmyfirborði.

  Ekki leyft til notkunar í kadmíumhúð á málmhlutum eða hlutum til þeirra sem eru notaðir á þeim sviðum eða í þeim tilgangi sem er tilgreindur hér á eftir:

  • a) á búnaði og vélum:
   • fyrir matvælaframleiðslu [8210] [8417 20] [8419 81] [8421 11] [8421 22] [8422] [8435] [8437] [8438] [8476 11] (3),
   • í landbúnaði [8419 31] [8424 81] [8432] [8433] [8434] [8436] (3),
   • við kælingu og frystingu [8418] (3),
   • við prentun og bókband [8440] [8442] [8443] (3),
  • b) á búnaði og vélum til framleiðslu á:
   • heimilisbúnaði [7321] [8421 12] [8450] [8509] [8516] (3),
   • húsgögnum [8465] [8466] [9401] [9402] [9403] [9404] (3),
   • hreinlætisvörum [7324] (3),
   • miðstöðvarhitunar- og loftræstibúnaði [7322] [8403] [8404] [8415] (3).

  Ekki má í neinum tilvikum setja á markað kadmíumhúðaðar vörur eða hluti til þeirra, sem eru notuð á þeim sviðum eða í þeim tilgangi sem tilgreint er í a- og b-lið hér að framan eða vörur sem eru framleiddar á þeim sviðum sem tilgreind eru í b-lið hér að framan, hver sem fyrirhuguð notkun eða endanlegur tilgangur er.

  6. Ákvæðin, sem um getur í 5. mgr., gilda einnig um kadmíumhúðaðar vörur og hluti til þeirra ef þau eru notuð á þeim sviðum eða í þeim tilgangi sem tilgreint er í a- og b-lið hér á eftir og um vörur sem eru tilgreindar í b-lið hér á eftir:

  • a) búnað og vélar til framleiðslu á:
   • pappír og pappa [8419 32] [8439] [8441] (3),
   • textílefnum og fatnaði [8444] [8445] [8447] [8448] [8449] [8451] [8452] (3),
  • b) búnað og vélar til framleiðslu á:
   • búnaði og vélum sem eru notuð í iðnaði [8425] [8426] [8427] [8428] [8429] [8430] [8431] (3),
   • ökutækjum til notkunar á vegum og í landbúnaði [87. kafli] (3),
   • járnbrautarvögnum [86. kafli] (3),
   • skipum [89. kafli] (3).

  7. Takmarkanirnar í 5. og 6. mgr. gilda hins vegar ekki um:

  • vörur og hluti til þeirra sem eru notuð í flugvéla-, geim- og námuiðnaði, í iðnaði á hafi úti og á sviði kjarnorku, enda séu gerðar miklar öryggiskröfur til þeirra, og ekki heldur um öryggisbúnað til notkunar í ökutækjum til notkunar á vegum og í landbúnaði, í járnbrautarvögnum og skipum.
  • rafsnertur, á hvaða notkunarsviði sem er, sem auka áreiðanleika þess tækis sem þær eru settar upp í.

  Með hliðsjón af framförum á sviði þekkingar og tækni, að því er varðar staðgönguefni sem eru hættuminni en kadmíum og efnasambönd þess, skal framkvæmdastjórnin, að höfðu samráði við aðildarríkin, meta stöðuna með reglulegu millibili í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 133. gr. þessarar reglugerðar.

  24. Mónómetýltetraklórdífenýlmetan (Viðskiptaheiti: Ugilec 141) (CAS-nr. 76253-60-6).

  1. Bannað er að setja á markað og nota þetta efni og efnablöndur og vörur sem innihalda það.

  2. Ákvæði 1. mgr. gildir þó ekki:

  • a) í neinum tilvikum um tækjakost og vélar sem voru þegar í notkun 18. júní 1994 þar til slíkum tækjakosti eða vélum er fargað. Aðildarríkin geta hins vegar, af ástæðum er varða heilsuvernd manna og umhverfisvernd, bannað notkun slíks tækjakosts eða véla á yfirráðasvæði sínu áður en þeim er fargað,
  • b) ef um er að ræða viðhald tækjakosts og véla sem voru þegar í notkun í aðildarríki 18. júní 1994.

  3. Bannað er að setja þetta efni á markað fyrir notaðar vörur, ásamt efnablöndum, tækjakosti eða vélum sem innihalda það.

  25. Mónómetýldíklórdífenýlmetan (Viðskiptaheiti: Ugilec 121, Ugilec 21).

  Bannað er að setja á markað og nota þetta efni og efnablöndur og vörur sem innihalda það.

  26. Mónómetýldíbrómdífenýlmetanbrómbensýlbrómtólúen, blanda myndbrigða (Viðskiptaheiti: DBBT) (CAS-nr. 99688-47-8).

  Bannað er að setja á markað og nota þetta efni og efnablöndur og vörur sem innihalda það.

  27. Nikkel (CAS-nr. 7440-02-0) og efnasambönd þess.

  1. Ekki leyft til notkunar.

  • a) í byrjunarlokkum og -pinnum sem sett eru í götuð eyru eða aðra gataða líkamshluta nema nikkelmagnið, sem losnar frá þessum lokkum og pinnum, sé minna en 0,2 μg/cm2 á viku (flæðimörk),
  • b) í hlutum sem ætlað er að komast í beina og langvarandi snertingu við húðina, s.s.:
   • eyrnalokkum,
   • hálsmenum, armböndum og keðjum, ökklahringjum, hringjum á fingur,
   • kössum, ólum og sylgjum armbandsúra,
   • hnoðhnöppum, smellum, hnoðum, rennilásum og málmmerkjum þegar slíkt er notað á fatnað,
   • ef hraði nikkellosunar frá þeim hlutum varanna, sem eru í beinni og langvarandi snertingu við hörund, er meiri en 0,5 μg/cm2/viku,
  • c) í vörum á borð við þær sem eru tilgreindar í b-lið ef þær eru með nikkelfrírri húð, nema húðin nægi til að tryggja það að hraði nikkellosunar frá þeim hlutum varanna, sem eru í beinni og langvarandi snertingu við hörund, sé ekki meiri en 0,5 μg/cm²/viku á tveggja ára tímabili, við eðlilega notkun varanna.

  2. Þær vörur, sem falla undir 1. mgr., má því aðeins setja á markað að þær uppfylli kröfurnar í þessum liðum.

  3. Prófunaraðferðirnar í stöðlunum, sem Staðlasamtök Evrópu hafa samþykkt, skulu notaðar til að staðfesta að vörurnar uppfylli kröfurnar í 1. og 2. mgr.

  31. a) Kreósót, ísogsolía (CAS-nr. 8001-58-9), b) Kreósótolía, ísogsolía (CAS-nr. 61789-28-4), c) eimað eldsneyti (koltjara), naftalínolíur; naftalínolía (CAS-nr. 84650-04-4), d) kreósótolía, asenaftenhluti, ísogsolía (CAS-nr. 90640-84-9), e) eimað eldsneyti (koltjara), efri hluti; þung antrasenolía (CAS-nr. 65996-91-0), f) antrasenolía (CAS-nr. 90640-80-5), g) tjörusýrur úr óunnum kolum, hráfenól (CAS-nr. 65996-85-2), h) kreósót, viður (CAS-nr. 8021-39-4), i) lághitatjöruolía, basísk, útdráttarleifar (úr kolum), lághitakoltjara, basísk (CAS-nr. 122384-78-5).

  1. Ekki leyfð sem efni eða efnablöndur við meðhöndlun viðar.

  Ekki má heldur setja á markað timbur sem hefur verið meðhöndlað á þennan hátt.

  2. Undanþágur:

  • a) að því er varðar efnin og efnablöndurnar: því aðeins má nota þessi efni og efnablöndur til að meðhöndla við í iðjuverum, sem falla undir löggjöf Bandalagsins um starfsmannavernd, eða til að endurmeðhöndla við á staðnum af fagmönnum, að þau innihaldi:
   • i) bensó[a]pýren í styrk sem er undir 0,005% miðað við massa,
   • ii) og fenól sem eru dregin út með vatni í styrk sem er undir 3% miðað við massa.
   • Slík efni og efnasambönd, sem eru notuð til að meðhöndla við í iðjuverum eða af fagmönnum:
    • má aðeins setja á markað í umbúðum sem eru 20 lítrar eða meira að rúmmáli,
    • má ekki selja neytendum.
   • Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efnablandna með læsilegu og óafmáanlegu letri: „Einungis til nota í iðjuverum eða til faglegrar meðhöndlunar".
  • b) að því er varðar timbur, sem hefur verið meðhöndlað í iðjuverum eða af fagmönnum í samræmi við a-lið og er sett á markað í fyrsta sinn eða endurmeðhöndlað á staðnum: þetta er eingöngu leyft til faglegrar notkunar eða til notkunar í iðnaði, t.d. fyrir járnbrautir eða raflínur eða í tengslum við fjarskipti, til girðinga, til notkunar í landbúnaði (t.d. sem stoðir fyrir tré) og í höfnum og á vatnaleiðum.
  • c) Bannið í 1. mgr. við setningu á markað gildir ekki um timbur sem hefur verið meðhöndlað með efnum, sem eru tilgreind í a- til i-liðum 31. færslu, fyrir 31. desember 2002 og eru sett á markað með notaðar vörur til endurnýtingar.

  3. Þó skal ekki nota meðhöndlaðan við sem um getur í b og c-lið 2. mgr.:

  • inni í byggingum, hvaða hlutverki sem þær gegna,
  • í leikföng,
  • á leiksvæðum,
  • í skemmtigörðum, skrúðgörðum eða á útivista- og tómstundasvæðum þar sem hætta er á tíðri snertingu við hörund,
  • við framleiðslu garðhúsgagna, s.s. nestisborða,
  • við framleiðslu, notkun og alla endurmeðhöndlun:
  • íláta til notkunar við ræktun,
  • umbúða sem geta komist í snertingu við óunnar vörur, millistigsvörur eða fullunnar vörur sem ætlaðar eru mönnum og/eða dýrum til neyslu,
  • annarra efna sem kunna að menga vörurnar sem um getur hér að framan.

  32. Klóróform (CAS-nr. 67-66-3).

  1. Ekki leyft til notkunar í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við massa í efni og efnablöndur sem eru sett á markað til sölu til almennings og/eða við notkun sem hefur í för með sér váhrif, s.s. við yfirborðshreinsun eða hreinsun vefnaðar.

  2. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efna og efnablandna, sem innihalda þau, í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1%, með læsilegu og óafmáanlegu letri: „Einungis til notkunar í iðjuverum."

  Þetta ákvæði gildir þó ekki um:

  • a) lyf fyrir menn eða dýr eins og þau eru skilgreind í tilskipunum 2001/82/EB og 2001/83/EB,
  • b) snyrtivörur eins og þær eru skilgreindar í tilskipun ráðsins 76/768/EBE.

  33. Kolefnistetraklóríð (tetraklórmetan) (CAS-nr. 56-23-5).

  1. Ekki leyft til notkunar í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við massa í efni og efnablöndur sem eru sett á markað til sölu til almennings og/eða við notkun sem hefur í för með sér váhrif, s.s. við yfirborðshreinsun eða hreinsun vefnaðar.

  2. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efna og efnablandna, sem innihalda þau, í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1%, með læsilegu og óafmáanlegu letri: „Einungis til notkunar í iðjuverum."

  Þetta ákvæði gildir þó ekki um:

  • a) lyf fyrir menn eða dýr eins og þau eru skilgreind í tilskipunum 2001/82/EB og 2001/83/EB,
  • b) snyrtivörur eins og þær eru skilgreindar í tilskipun ráðsins 76/768/EBE.

  34. 1,1,2-tríklóretan (CAS-nr. 79-00-5).

  1. Ekki leyft til notkunar í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við massa í efni og efnablöndur sem eru sett á markað til sölu til almennings og/eða við notkun sem hefur í för með sér váhrif, s.s. við yfirborðshreinsun eða hreinsun vefnaðar.

  2. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efna og efnablandna, sem innihalda þau, í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1%, með læsilegu og óafmáanlegu letri: „Einungis til notkunar í iðjuverum."

  Þetta ákvæði gildir þó ekki um:

  • a) lyf fyrir menn eða dýr eins og þau eru skilgreind í tilskipunum 2001/82/EB og 2001/83/EB,
  • b) snyrtivörur eins og þær eru skilgreindar í tilskipun ráðsins 76/768/EBE.

  35. 1,1,2,2-tetraklóretan (CAS-nr. 79-34-5).

  1. Ekki leyft til notkunar í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við massa í efni og efnablöndur sem eru sett á markað til sölu til almennings og/eða við notkun sem hefur í för með sér váhrif, s.s. við yfirborðshreinsun eða hreinsun vefnaðar.

  2. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efna og efnablandna, sem innihalda þau, í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1%, með læsilegu og óafmáanlegu letri: „Einungis til notkunar í iðjuverum."

  Þetta ákvæði gildir þó ekki um:

  • a) lyf fyrir menn eða dýr eins og þau eru skilgreind í tilskipunum 2001/82/EB og 2001/83/EB,
  • b) snyrtivörur eins og þær eru skilgreindar í tilskipun ráðsins 76/768/EBE.

  36. 1,1,1,2-tetraklóretan (CAS-nr. 630-20-6).

  1. Ekki leyft til notkunar í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við massa í efni og efnablöndur sem eru sett á markað til sölu til almennings og/eða við notkun sem hefur í för með sér váhrif, s.s. við yfirborðshreinsun eða hreinsun vefnaðar.

  2. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efna og efnablandna, sem innihalda þau, í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1%, með læsilegu og óafmáanlegu letri: „Einungis til notkunar í iðjuverum."

  Þetta ákvæði gildir þó ekki um:

  • a) lyf fyrir menn eða dýr eins og þau eru skilgreind í tilskipunum 2001/82/EB og 2001/83/EB,
  • b) snyrtivörur eins og þær eru skilgreindar í tilskipun ráðsins 76/768/EBE.

  37. Pentaklóretan (CAS-nr. 76-01-7).

  1. Ekki leyft til notkunar í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við massa í efni og efnablöndur sem eru sett á markað til sölu til almennings og/eða við notkun sem hefur í för með sér váhrif, s.s. við yfirborðshreinsun eða hreinsun vefnaðar.

  2. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efna og efnablandna, sem innihalda þau, í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1%, með læsilegu og óafmáanlegu letri: „Einungis til notkunar í iðjuverum."

  Þetta ákvæði gildir þó ekki um:

  • a) lyf fyrir menn eða dýr eins og þau eru skilgreind í tilskipunum 2001/82/EB og 2001/83/EB,
  • b) snyrtivörur eins og þær eru skilgreindar í tilskipun ráðsins 76/768/EBE.

  38. 1,1-díklóretýlen (CAS-nr. 75-35-4).

  1. Ekki leyft til notkunar í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við massa í efni og efnablöndur sem eru sett á markað til sölu til almennings og/eða við notkun sem hefur í för með sér váhrif, s.s. við yfirborðshreinsun eða hreinsun vefnaðar.

  2. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efna og efnablandna, sem innihalda þau, í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1%, með læsilegu og óafmáanlegu letri: „Einungis til notkunar í iðjuverum."

  Þetta ákvæði gildir þó ekki um:

  • a) lyf fyrir menn eða dýr eins og þau eru skilgreind í tilskipunum 2001/82/EB og 2001/83/EB,
  • b) snyrtivörur eins og þær eru skilgreindar í tilskipun ráðsins 76/768/EBE.

  39. 1,1,1-tríklóretan (metýlklóróform) (CAS-nr. 71-55-6).

  1. Ekki leyft til notkunar í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við massa í efni og efnablöndur sem eru sett á markað til sölu til almennings og/eða við notkun sem hefur í för með sér váhrif, s.s. við yfirborðshreinsun eða hreinsun vefnaðar.

  2. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skal standa á umbúðum slíkra efna og efnablandna, sem innihalda þau, í styrkleika sem er jafn eða meiri en 0,1%, með læsilegu og óafmáanlegu letri: „Einungis til notkunar í iðjuverum."

  Þetta ákvæði gildir þó ekki um:

  • a) lyf fyrir menn eða dýr eins og þau eru skilgreind í tilskipunum 2001/82/EB og 2001/83/EB,
  • b) snyrtivörur eins og þær eru skilgreindar í tilskipun ráðsins 76/768/EBE.

  40. Eldfim efni

  1. Ekki leyfð ein og sér eða í formi efnablandna í úðabrúsum sem eru settir á markað til almennrar sölu og notaðir til skemmtunar og skreytingar, s.s. eftirfarandi:

  • málmglimmer, einkum ætlað til skreytingar,
  • gervisnjór og -hrím,
  • fretpúðar,
  • reimaúði,
  • gervisaur,
  • samkvæmislúðrar,
  • skrautflögur og -froða,
  • gerviköngulóarvefur,
  • fýlubombur,
  • o.s.frv.

  2. Með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna skulu eftirfarandi orð standa á úðabrúsunum, sem um getur hér að framan, með læsilegu og óafmáanlegu letri: „Einungis til notkunar fyrir fagfólk.”

  3. Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda hins vegar ekki um úðabrúsana sem um getur í 9. gr. a í tilskipun ráðsins 75/324/EBE frá 20. maí 1975 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi úðabrúsa (4).

  4. Vörurnar, sem um getur í 1. og 2. mgr., skulu ekki settar á markað nema þær uppfylli tilgreindar kröfur.

  41. Hexaklóretan (CAS-nr. 67-72-1)

  Ekki leyft til notkunar við framleiðslu eða vinnslu málma, annarra en járns.

  42. Alkön, C10–C13, klóruð (keðjustutt, klóruð paraffín) (SCCP) (CAS-nr. 85535-84-8)

  Ekki leyft að setja á markað til notkunar sem efni eða efnisþættir annarra efna eða efnablandna í styrk yfir 1%:

  • í málmvinnslu,
  • til að fitubera leður.

  43. Asólitarefni

  1. Við afoxandi klofnun eins eða fleiri asóhópa geta eitt eða fleiri þeirra rokgjörnu amína, sem tilgreind eru í 8. viðbæti, losnað frá asólitum í greinanlegum styrk, þ.e. í styrk yfir 30 milljónarhlutum í fullunnum vörum eða í lituðum hlutum þeirra samkvæmt prófunaraðferðunum sem tilgreindar eru í 10. viðbæti og er óheimilt að nota þá asóliti í textíl- og leðurvörur sem hætt er við að komist í beina og langvarandi snertingu við hörund manna eða munnhol, s.s.:

  • klæði, rúmföt, handklæði, lausa hártoppa, hárkollur, hatta, bleyjur og aðrar hreinlætisvörur og svefnpoka,
  • skófatnað, hanska, ólar á armbandsúr, handtöskur, pyngjur og veski, skjalatöskur, áklæði á stóla og pyngjur sem eru bornar um hálsinn,
  • leikföng úr textíl eða leðri og leikföng sem eru að hluta úr textíl eða leðri,
  • garn og vefnaður sem er ætlaður neytendum.

  2. Ekki er heldur leyft að setja á markað textíl- og leðurvörur, sem um getur í 1. lið að framan, ef þær fullnægja ekki þeim kröfum sem settar eru fram í þeim lið.

  3. Ekki er leyft að setja á markað þá asóliti sem eru í skránni yfir asóliti í 9. viðbæti eða nota þá til að lita textíl- og leðurvörur sem efni eða efnisþátt í efnablöndum í styrk sem er meiri en 0,1% miðað við massa.

  4. Framkvæmdastjórnin skal endurskoða ákvæðin um asólitarefni í ljósi nýrrar vísindaþekkingar.

  44. Pentabrómafleiða af dífenýleter C12H5Br5O (CAS-nr. 32534-81-9)

  1. Ekki leyft að setja á markað eða nota eitt sér eða sem efnisþátt í efnablöndur í styrk sem er meiri en 0,1% miðað við massa.

  2. Vörur má ekki setja á markað ef þær eða logavarðir hlutar þeirra innihalda þetta efni í styrk sem er meiri en 0,1% miðað við massa.

  45. Oktabrómafleiða af dífenýleter, C12H2Br8O (CAS-nr. 32536-52-0)

  1. Ekki leyft að setja á markað eða nota eitt sér eða sem efnisþátt í efnablöndur í styrk sem er meiri en 0,1% miðað við massa.

  2. Vörur má ekki setja á markað ef þær eða logavarðir hlutar þeirra innihalda þetta efni í styrk sem er meiri en 0,1% miðað við massa.

  46. a) Nónýlfenól, C6H4(OH)C9H19, b) Nónýlfenóletoxýlat (C2H4O)nC15H24O

  Ekki leyft að setja á markað eða nota eitt sér eða sem efnisþátt í efnablöndur í styrk sem er meiri en 0,1% miðað við massa í eftirfarandi tilgangi:

  • 1) við þrif hjá iðnfyrirtækjum og stofnunum nema þegar um er að ræða:
   • stýrð, lokuð þurrhreinsikerfi þar sem hreinsiefnið er endurunnið eða brennt,
   • hreinsikerfi þar sem hreinsiefnið er endurunnið eða brennt í sérstöku ferli,
  • 2) við þrif á heimilum,
  • 3) við textíl- og leðurvinnslu, nema þegar um er að ræða:
   • vinnslu þegar hreinsiefnið er ekki losað út í skólpið, kerfi, þar sem vinnsluvatnið fær sérstaka formeðhöndlun til að fjarlægja alveg lífræna hlutann áður en lífræn meðhöndlun skólps á sér stað (fituhreinsun gæruskinna),
  • 4) í ýruefni í spenadýfur í landbúnaði,
  • 5) við málmsmíði nema þegar um er að ræða:
   • notkun í stýrðu, lokuðu kerfi þar sem hreinsiefnið er endurunnið eða brennt,
  • 6) við framleiðslu á pappírsdeigi og pappír,
  • 7) í snyrtivörur,
  • 8) í aðrar hreinlætisvörur nema: – sæðiseyða,
  • 9) í hjálparefni í varnarefni og sæfiefni.

  47. Sexgilt króm (Cr[VI]) í sementi

  1. Ekki er leyft að nota eða setja á markað sement eða efnablöndur sem innihalda sement ef í þeim er, í vötnuðu formi, meira en 0,0002% af leysanlegu, sexgildu krómi miðað við heildarþurrvigt sementsins.

  2. Ef afoxunarefni eru notuð skulu, með fyrirvara um beitingu annarra ákvæða Bandalagsins um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna, vera á umbúðum sements eða efnablandna, sem innihalda sement, læsilegar og óafmáanlegar upplýsingar um pökkunardag, geymsluaðstæður og geymslutímabil, sem við á, þannig að virkni afoxunarefnisins haldist og til að halda magni leysanlegs, sexgilds króms undir þeim mörkum sem eru tilgreind í 1. mgr.

  3. Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda hins vegar ekki um setningu á markað fyrir algerlega sjálfvirk og lokuð vinnslukerfi þar sem sement og efnablöndur, sem innihalda sement, eru meðhöndluð eingöngu með vélum og enginn möguleiki er á því að efnið komist í snertingu við hörund, svo og um slíka notkun.

  48. Tólúen (CAS-nr. 108-88-3)

  Má hvorki setja á markað né nota sem efni eða efnisþátt í efnablöndur í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við massa í lími og sprautumálningu sem ætluð eru til sölu til almennings. Aðildarríkin skulu beita þessum ráðstöfunum frá og með 15. júní 2007.

  49. Tríklórbensen (CAS-nr. 120-82-1)

  Má hvorki setja á markað né nota sem efni eða efnisþátt í efnablöndum í styrk sem er jafn eða meiri en 0,1% miðað við massa, né á neinn hátt til annarrar notkunar, nema:

  • sem milliefni í efnasmíði eða
  • sem leysiefni í lokuðum, efnafræðilegum klórunarferlum eða
  • við framleiðslu á 1,3,5-trínítró-2,4,6-tríamínóbenseni (TATB).

  Aðildarríkin skulu beita þessum ráðstöfunum frá og með 15. júní 2007.

  50. Fjölhringa, arómatísk vetniskolefni (PAH)

  1. Bensó(a)pýren (BaP) (CAS-nr. 50-32-8)
  2. Bensó(e)pýren (BeP) (CAS-nr. 192-97-2)
  3. Bensó(a)antrasen (BaA) (CAS-nr. 56-55-3)
  4. Krýsen (CHR) (CAS-nr. 218-01-9)
  5. Bensó(b)flúoranten (BbFA) (CAS-nr. 205-99-2)
  6. Bensó(j)flúoranten (BjFA) (CAS-nr. 205-82-3)
  7. Bensó(k)flúoranten (BkFA) (CAS-nr. 207-08-9)
  8. Díbensó(a, h)antrasen (DBAhA) (CAS-nr. 53-70-3)

  1. Ekki má setja mýkingarolíur (extender oils) á markað eða nota þær við framleiðslu hjólbarða eða hluta til hjólbarða ef þær innihalda: — meira en 1 mg/kg af bensó(a)pýreni eða

  • meira en 10 mg/kg samtals fyrir öll skráð fjölhringa, arómatísk vetniskolefni.

  Þessi viðmiðunarmörk teljast virt ef útdráttur fjölhringa, arómatískra efna (PCA) er minni en 3% miðað við massa, mælt með aðferðinni í IP346, staðli Jarðolíustofnunarinnar (Institute of Petroleum): 1998 (Determination of PCA in unused lubricating base oils and asphaltene free petroleum fractions — Dimethyl sulphoxide extraction refractive index method), að því tilskildu að framleiðendur eða innflytjendur gangi úr skugga um það á sex mánaða fresti eða í kjölfar hverrar meiri háttar breytingar á rekstri, eftir því hvort ber fyrr að, að virt séu viðmiðunargildi fyrir bensó(a)pýren og fyrir skráð fjölhringa, arómatísk vetniskolefni, svo og að farið sé að öllum mældum gildum fyrir PCA-útdrátt.

  2. Ekki má heldur setja á markað hjólbarða eða sóla til hjólbarðasólunar, sem eru framleiddir eftir 1. janúar 2010, innihaldi þeir mýkingarolíur umfram þau mörk sem tilgreind eru í 1. mgr. Þessi mörk teljast virt ef súlfuðu gúmmísamböndin fara ekki yfir mörkin 0,35% fyrir Bay-róteindir, mælt og reiknað með aðferð samkvæmt staðlinum ISO 21461 (Rubber vulcanised — Determination of aromaticity of oil in vulcanised rubber compounds).

  3. Ákvæði 2. mgr. gilda ekki um sólaða hjólbarða ef sólinn á þeim inniheldur ekki mýkingarolíur yfir þeim mörkum sem um getur í 1. mgr.

  4. Aðildarríkin skulu beita þessum ráðstöfunum frá og með 1. janúar 2010.

  51. Þalöt (DEHP, DBP, BBP)

  • bis(2-etýlhexýl)þalat (DEHP) (CAS-nr. 117-81-7),
  • díbútýlþalat (DBP) (CAS-nr. 84-74-2),
  • bensýlbútýlþalat (BBP) (CAS-nr. 85-68-7)

  Ekki leyfð til notkunar ein sér eða sem efnisþættir í efnablöndum í styrk sem er meiri en 0,1% miðað við massa í mýkta efninu í leikföngum eða hlutum sem eru notaðir við umönnun ungbarna*.

  Hvorki má setja á markað leikföng né hluti, sem innihalda þessi þalöt og notaðir eru við umönnun ungbarna, sem innihalda meira en 0,1% miðað við massa af mýkta efninu.

  Framkvæmdastjórnin skal, eigi síðar en 16. janúar 2010, endurmeta þær ráðstafanir, sem kveðið er á um í tengslum við þennan lið, með hliðsjón af nýjum, vísindalegum upplýsingum um slík efni og staðgönguefni þeirra og þessum ráðstöfunum má breyta til samræmis við það, enda séu rök færð fyrir þeim breytingum.

  * Í þessum lið merkir „hlutir sem eru notaðir við umönnun ungbarna" allar þær vörur, sem ætlaðar eru til að auðvelda svefn eða slökun barna, stuðla að hreinlæti eða eru notaðar við mötun, eða hlutir sem börn geta sogið.

  52. Þalöt (DINP, DIDP, DNOP)

  • dí-„ísónónýl"-þalat (DINP) (CAS-nr. 28553-12-0, 68515-48-0)
  • dí-„ísódekýl"-þalat (DIDP) (CAS-nr. 26761-40-0, 68515-49-1)
  • dí-n-oktýlþalat (DNOP) (CAS-nr. 117-84-0)

  Ekki leyfð til notkunar ein sér eða sem efnisþættir í efnablöndum í styrk sem er meiri en 0,1% miðað við massa í mýkta efninu í leikföngum eða hlutum sem eru notaðir við umönnun ungbarna* og þau geta sett upp í sig.

  Hvorki má setja á markað leikföng né hluti, sem innihalda þessi þalöt og notaðir eru við umönnun ungbarna, sem innihalda meira en 0,1% miðað við massa af mýkta efninu.

  Framkvæmdastjórnin skal, eigi síðar en 16. janúar 2010, endurmeta þær ráðstafanir, sem kveðið er á um í tengslum við þennan lið, með hliðsjón af nýjum, vísindalegum upplýsingum um slík efni og staðgönguefni þeirra og þessum ráðstöfunum má breyta til samræmis við það, enda séu rök færð fyrir þeim breytingum.

  * Í þessum lið merkir „hlutir sem eru notaðir við umönnun ungbarna" allar þær vörur, sem ætlaðar eru til að auðvelda svefn eða slökun barna, stuðla að hreinlæti eða eru notaðar við mötun, eða hlutir sem börn geta sogið.

  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira

  Vinsælar síður

  An exception occurred: Invalid column name 'orderby'.