Leiðsögumenn
Stofnfundur Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum var haldinn á Egilsstöðum föstudaginn 14.febrúar 2003. Alls mættu á milli 40 og 50 leiðsögumenn með hreindýraveiðum á fundinn.
Meðal helstu hlutverka félgsins er að stuðla að því að leiðsögn með hreindýraveiðum verði faglegt og sérhæft starf, að hreindýraveiðar á Íslandi verði stundaðar af fagmennsku og virðingu fyrir bráðinni og umhverfinu. Einnig er félagið málsvari félagsmanna útávið og gagnvart stjórnvöldum. Aðalhvatamaður að stofun félagsins var Skúli heitinn Magnússon, leiðsögumaður, fasanabóndi og hreindýraveiðimaður.
Stjórn Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum
- Formaður: Jón Hávarður Jónsson
- Varaformaður: Þórhallur Borgarsson
- Ritari: Jónas Hafþór Jónsson
- Gjaldkeri: Vigfús H Jónsson
- Meðstjórnandi: Reimar S. Ásgeirsson
- Varamenn: Guðmundur Valur Gunnarsson og Ívar Karl Hafliðason.
Starfsnefndir FLH
Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar FLH verður skipað í starfsnefndir eins og mælt er fyrir í lögum félagsins.
- Siðanefnd
- Fræðslunefnd
- Laganefnd
- Hornamælingarnefnd
Félagsmenn í FLH eru nú skráðir 101 og er það mjög hátt hlutfall þeirra sem voru með starfsleyfi sem slíkir á síðasta veiðitímabili. Starfsemi félagsins er í föstum skorðum og heldur í sókn. Félagið gefur reglulega út fréttabréf sem sent er félagsmönnum. Félagið hefur haldið skyndihjálparnámskeiði fyrir sína félaga og einnig séð um tryggingarmál þeirra í starfi.
I. HLUTI
Nafn
Hlutverk
Félagsaðild
1. gr.
Nafn félagsins er “Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum” og skal
skammstöfun þess vera FLH. Aðsetur þess og varnarðing er á Austurlandi.
2. gr.
Hlutverk félagsins skal vera, að stuðla að eftirfarandi :
Að leiðsögn með hreindýraveiðum verði faglegt og sérhæft starf.
Að hreindýraveiðar á Íslandi verði stundaðar af fagmennsku og virðingu fyrir
bráðinni og umhverfinu.
Að þjónusta leiðsögumanna við hreindýraveiðar verði eftirsótt og arðsöm
atvinnugrein.
Að vera málsvari félagsmanna útávið og gagnvart stjórnvöldum.
Að aðstoða stjórnvöld við mótun og stefnumörkun í þeim málum sem varða
hreindýraveiðar.
3. gr.
Félagið setur félagsmönnum skyldur samkvæmt landslögum og reglum um
hreindýraveiðar eins og þær eru á hverjum tíma.
4. gr.
Leiðsögumenn með hreindýraveiðum skulu starfa eftir lögum og siðareglum
félagsins eins og þau eru hverju sinni, þar sem virðing fyrir náttúru og
bráð er í fyrirrúmi.
5. gr.
Félagar geta þeir einir orðið sem réttindi og starfsleyfi hafa, sem
leiðsögumenn með hreindýraveiðum. þau eru veitt af Umhverfisstofnun að
undangengnu námskeiði og að uppfylltum skilyrðum eins og þau eru á hverjum
tíma.
6. gr.
Félagsmenn skulu greiða árgjald til félagsins og skal sú upphæð ákveðin á
aðalfundi.
Gjalddagi árgjalds er 1. janúar og greiðist þá árgjald fyrir það ár. Eindagi
er 1. febrúar.
Hafi félagsmaður ekki greitt árgjald sitt fyrir aðalfund, missir hann
atkvæðisrétt og kjörgengi á þeim fundi ásamt öðrum félagsréttindum.
Skuldi félagsmaður árgjald, skal stjórnin tilkynna honum, er þrír mánuðir er
liðnir frá gjalddaga síðasta árgjalds, að hann falli af félagaskrá, standi
hann ekki skil á gjöldum sínum innan eins mánaðar.
Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og miðast við áramót.
7. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að víkja mönnum úr félaginu eftir ítrekuð brot á
lögum og siðareglum sem greind eru í 3. og 4. gr. Áður skal þess gætt að
virtur sé andmælaréttur viðkomandi.
Brottrekinn félagsmaður getur áfrýjað slíkri ákvörðun til aðalfundar.
II. HLUTI
Aðalfundur
Félagsfundir
8. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Aðalfund skal halda í febrúar ár hvert.
Aðalfund skal boða með a.m.k. 10 daga fyrirvara, bréflega, með tölvupósti
eða með auglýsingu í a.m.k. einu dagblaði.
(Samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða á aðalfundi FLH 2010 var fyrirvara á fundarboði aðalfundar breytt úr a.m.k. 4 vikum í a.m.k 10 daga.)
Á aðalfundi ræður afl atkvæða.
9. gr.
Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á
liðnu starfsári og skulu reikningar félagsins hafa legið frammi, áritaðir af
skoðunarmönnum og aðgengilegir félagsmönnum til athugunar á þeim stað sem
stjórnin ákveður í tvær vikur fyrir aðalfund.
Bókhald og reikningar félagsins skulu skoðaðir af löggiltum endurskoðanda
áður en stjórn leggur þá fyrir skoðunarmenn sem kjörnir eru á aðalfundi.
10. gr.
Þessi eru störf aðalfundar:
1. Setning fundar.
2. Kosning fundarstjóra.
3. Kosning fundarritara.
4. Skýrsla stjórnar.
5. Starfsnefndir gera grein fyrir störfum sínum.
6. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning stjórnar sbr. 12. gr.
9. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
10. Ákvörðun árgjalds.
11. Önnur mál.
12. Fundargerð lesin og borin undir atkvæði.
13. Fundarslit.
11.gr.
Til almennra félagsfunda skal boðað þegar sérstök þörf þykir að dómi
meirihluta stjórnar eða helmingur félagsmanna óska þess skriflega og
tilgreina fundarefni.
Stjórn skal halda félagsfund ekki síðar en 15. dögum frá því að henni barst
um það beiðni skv. 2. mgr. 12. gr.
Almennan félagsfund skal boða með a.m.k. viku fyrirvara.
Fundir teljast löglegir ef til þeirra er boðað með löglegum hætti.
III. HLUTI
Stjórn
Starfsnefndir
12. gr.
Stjórn félagsins skipa fimm menn sem kosnir eru á aðalfundi til tveggja ára
í senn; formaður og varaformaður kosnir sérstaklega til þeirra embætta. Auk
þeirra ðrír meðstjórnendur.
Í varastjórn skal kjósa tvo menn.
Stjórn skiptir með sér verkum að öðru leyti en fram kemur í 1. málsgrein 12.
greinar.
Verksvið stjórnarmanna skulu m.a. vera eftirfarandi:
Formaður: Er ábyrgur fyrir daglegum rekstri félagsins.
Staðgengill hans er varaformaður. Formaður boðar stjórnarfundi og stýrir
þeim. Hann einn fer með prókúru félagsins.
Gjaldkeri : Er ábyrgur fyrir að regla sé á bókhaldi félagsins.
Staðgengill hans er annar meðstjórnenda samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Ritari : Er ábyrgur fyrir að efni funda sem haldnir eru á vegum
félagsins sé skilmerkilega skráð í fundargerðaform, þannig að til verði
heimild um sögu og ákvarðanir félagsins.
Staðgengill hans er annar meðstjórnenda samkvæmt ákvörðun
stjórnar.
Hver maður í stjórn og varastjórn skal kosinn til tveggja ára. Formaður,
ritari og meðstjórnandi auk annars varamanns annað árið, en gjaldkeri,
varaformaður og einn varamaður hitt árið.
Stjórnin hefur á hendi allan rekstur félagsins á milli aðalfunda.
Á stjórnarfundi gildir vægi atkvæða. Falli atkvæði jafnt, ræður atkvæði
formanns.
Til þess að stjórnarfundur sé löglegur, þarf meirihluti stjórnar að vera á
fundi.
13. gr.
Ekki síðar en fjórum vikum eftir aðalfund skal stjórn hafa sent út til
félagsmanna fundargerð aðalfundar auk áætlunar um starfsemi félagsins fyrir
komandi starfsár og hafa lokið skipan mála í nefndir og til annarra þeirra
verkefna sem henni eru falin á aðalfundi. Í áætlun skal koma fram stefna og
markmið stjórnar ásamt rekstraráætlun til næsta aðalfundar.
14. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
15. gr.
Innan félagsins skulu vera eftirtaldar starfsnefndir sem stjórn skipar til
eins árs og skulu í hverri sitja þrír menn. Verkefni þeirra eru eftirtalin :
a) Siðanefnd; semji og endurskoði siðareglur félagsins og fjalli ásamt
stjórn, um brot á þeim.
b) Fræðslunefnd; semji og taki þátt í mótun námsefnis og leiðbeininga
fyrir núverandi og væntanlega félagsmenn. Sjái um og skipuleggi
námskeiðahald á vegum félagsins.
c) Laganefnd; starfi að endurskoðun laga félagsins og samningu reglna þess
í takt við landslög og reglugerðir á hverjum tíma, hafi nána samvinnu við
fræðslunefnd vegna útgáfu og upplýsingaveitu til félagsmanna um
reglugerðabreytingar.
Auk þess getur stjórn sett á laggir starfsnefndir ár hvert og falið þeim
sérverkefni eftir eðli mála.
Nefndir skulu starfa milli aðalfunda.
Nefndir bera ábyrgð gagnvart stjórn og skulu gera grein fyrir störfum sínum
á aðalfundi.
16. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að veita viðurkenningar fyrir störf í þágu
félagsins.
Um viðurkenningar og heiðursfélaga skal setja reglur sem samþykkja skal á
aðalfundi.
IV. HLUTI
Lagabreytingar
17.gr.
Tillögur til lagabreytinga skal afhenda stjórn félagsins með skriflegum
hætti fyrir 1. desember. þær tillögur skulu kynntar í aðalfundarboði.
Lögum félagsins verður aðeins breytt með samþykki 2/3 greiddra atkvæða á
aðalfundi.
V. HLUTI
Ýmislegt
18. gr.
Enginn félagsmaður á tilkall til hluta af eignum félagsins, þótt hann hverfi
úr félaginu eða félaginu verði slitið.
Enginn félagsmaður ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins með öðru en
árgjaldi sínu.
19.gr.
Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi og þá með samþykki 2/3
félagsmanna.
Fundur sá sem samþykkir félagsslit með lögmætum hætti, kveður á um hvernig
ráðstafa skuli eignum félagsins og skuldum.
20.gr.
Lög þessi öðlast gildi við samþykkt þeirra á stofnfundi félagsins á
Egilsstöðum 14. febrúar 2003 .
Ákvæði til bráðabirgða sem falla niður að loknu fyrsta starfsári :
1. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 12. gr. skal á stofnfundi kjósa varaformann,
meðstjórnanda og varamann til eins árs.
2. Á fyrsta aðalfundi eftir stofnfund skal stjórn leggja fram drög að
siðareglum félagsins og skal siðanefnd hafa það hlutverk á fyrsta starfsári
að semja þau.
Siðareglur leiðsögumanna
1. gr.
Leiðsögumaður gætir þess að lög og reglur um hreindýraveiðar séu í heiðri hafðar.
Fari viðskiptavinur eða umboðsaðili hans fram á athæfi sem ekki samrýmist lögum
eða reglugerðum ber honum að hafna því og tilkynna það jafnframt til starfsmanns
Umhverfisstofnunar.
2. gr.
Leiðsögumaður skal yfirfara tilskilin leyfi viðskiptavinar til hreindýraveiða.
Verði samkomulag um að leiðsögumaður afsali sér viðskiptavini til annars
leiðsögumanns skal það tilkynnt eins fljótt og auðið er til starfsmanns Umhverfisstofnunar.
3. gr.
Leiðsögumaður gætir þess að meðferð skotvopna sé örugg og lögleg.
Hann sér til þess, að vopn séu ekki flutt hlaðin.
Að ekki sé hlaðið fyrr en í skotfæri er komið.
Að vopn og vímuefni eiga enga samleið.
Að ekki sé skotið á dýr nema með hreint og öruggt baksvið.
4. gr.
Leiðsögumaður beitir ekki veiðiaðferðum sem valdið geta bráðinni óþarfa
kvölum.
Hann leyfir ekki að hreindýr sé skotið nema hann telji yfirgnæfandi líkur á
því að það falli við fyrsta skot. Særist dýr gerir hann allt sem í hans
valdi stendur til að fella það fljótt og örugglega.
5. gr.
Leiðsögumaður sýnir öðrum leiðsögumönnum og viðskiptavinum þeirra háttvísi.
Hann er fús að veita upplýsingar um veiðarnar sem geta orðið öðrum að gagni.
Hann hefur samráð við þá um nýtingu veiðisvæðisins.
Séu fleiri en einn hópur veiðimanna um sömu hjörð hafa þeir forgang sem
fyrstir komu að. Sé vafamál um hver hafi forgang í hjörð komast leiðsögumenn
að samkomulagi um tilhögun veiðanna.
6. gr.
Leiðsögumaður skal tilkynna sig til starfsmanns UST á og af veiðum ásamt
árangri veiðanna. Einnig ber honum að tilkynna um óhöpp svo sem slysaskot
eða annað það sem úrskeiðis kann að fara í veiðiferð.
7. gr.
Leiðsögumanni ber að gæta þess að meðferð og nýting bráðar sé eins góð og
kostur er hverju sinni. Hann gætir þess að bráð sé flutt þannig að öðrum sé
ekki til ama.
8. gr.
Leiðsögumaður gætir þess að farið sé að lögum og reglum um akstur í
óbyggðum.
Hann gætir þess að ekki séu skildar eftir umbúðir og annað rusl í
náttúrunni.
9. gr.
Leiðsögumanni ber að halda sér í góðri líkamlegri þjálfun. Hann æfa skotfimi
og kynna sér vel riffilskot ásamt eiginleikum mismunandi kúlna.
Hann leiðbeinir viðskiptavini sínum um val á heppilegum löglegum skotfærum
við hreindýraveiðar.
10. gr.
Leiðsögumaður sér til þess að veiðikort séu rétt og skilmerkilega útfyllt að
lokinni veiðiferð, og að þar séu gefnar þær upplýsingar sem beðið er um.
Nafn | Sími | Farsími | Réttindi á svæði |
Svæði helst |
Sveitarfélag | |
---|---|---|---|---|---|---|
Aðalsteinn Guðmundsson | allibroa@simnet.is | 4758875 | 8988384 | 1 til 9 | |
603 Akureyri |
Aðalsteinn Hákonarson | adalsteinn@jotunn.is | 4712929 | 7662929 | 1, 2, 6, 7 | |
700 Egilsstaðir |
Albert Jensson | albertjensson@simnet.is | 4788107 | 8934013 | 1 til 9 | 2, 3, 5, 6, 7, 8 | 765 Djúpivogur |
Aðalsteinn Jónsson | allij@centrum.is | 4711085 | 8951085 8523812 | 1 og 2 | |
701 Egilsstaðir |
Agnar Eiríksson | annagun@simnet.is | 4711818 | 8602118 | 1, 2 og 6 | |
701 Egilsstaðir |
Andrés Elísson | rafesk@simnet.is | 4761810 | 8928657 | 1, 2 og 5 | |
765 Djúpivogur |
Arnar Þór Sævarsson | arnar.saevarsson@vel.is | 4524447 | 8997897 | 1, 2 og 6 | |
540 Blönduósi |
Árni Björn Guðmundarson | arnibgud@yahoo.com | 5574140 | 8956738 | 1 til 9 | 2, 5, 6 og 7 | 760 Breiðdalsvík |
Árni Valdimarsson | arnivald949@gmail.com | 4627455 | 8989889 | 1 til 9 | |
603 Akureyri |
Ástvaldur Anton Erlingsson | ast@1001nott.is | 8537707 | 1 til 9 | 700 Egilsstaðir | ||
Benedikt Arnórsson | hofteig@simnet.is | 4711054 | 8612354 | 1 og 2 | |
701 Egilsstaðir |
Benedikt Ólason | yting@simnet.is | 4712367 | 8933360 | 1 og 2 | |
700 Egilsstaðir |
Bergur Jónsson | bergurjonsson@gangmyllan.is | 8554417 8954417 | 1 til 9 | |
701 Egilsstaðir | |
Bjarni Bergþórsson | hjhlid@emax.is | 4711817 | 8957417 | 1, 2, og 6 | |
700 Egilsstaðir |
Björgvin Már Hansson | bogus@simnet.is | 4751406 | 8980039 | 1 til 9 | 2, 3, 5, 6 og 7 | 750 Fáskrúðsfjörður |
Björn Ingvarsson | bjoing@rarik.is | 4711562 | 8940691 | 1 til 9 | 2, 3, 4, 6, og 7 | 700 Egilsstaðir |
Björn Leví Birgisson | bb@islandia.is | |
8943095 | 1 til 9 | |
270 Mosfellsbæ |
Brynjar Gunnlaugsson | brynjar@72.is | 5679202 | 8919200 | 1 til 9 | 2, 7, og 9 | 112 Reykjavík |
Dagbjartur Jónsson | ullartangi@simnet.is | 4713026 | 8562518 | 1 til 5 | |
701 Egilsstaðir |
Egill Þór Ragnarsson | egill@style.is | |
8975551 | 1 til 4 | |
201 Kópavogur |
Eiður Gísli Guðmundsson | eidurgisli@gmail.com | 4312628 | 8695233 | 1 til 9 | 2, 3, 6, 7 og 8 | 765 Djúpivogur |
Einar Axelsson | einaraax@simnet.is | 4711981 | 8938089 | 1, 2, 3 og 6 | |
701 Egilsstaðir |
Einar Eiríksson | eurri@simnet.is | 4711927 | 8662654 | 1 og 2 | |
701 Egilsstaðir |
Einar Hjörleifur Ólafsson | hjoli@simnet.is | 4871327 | |
2 | |
700 Egilsstaðir |
Einar Kr. Haraldsson | einarh@fastrik.is | 5533156 | 8609955 | 1 til 9 | |
108 Reykjavík |
Elís Frosti Magnússon | magnusson.frosti@gmail.com | 4751388 | 8657332 | 5, 6, og 7 | |
750 Fáskrúðsfjörður |
Emil Björnsson | emilbb51@simnet.is, emil@simey.is | 4711533 | 8941838 7883833 | 1 til 9 | 1, 2 og 6 | 700 Egilsstaðir |
Emil Kárason | emil.karason@gmail.com | 5612360 | 8978238 | 1, 2 og 7 | 1, 2 og 7 | 210 Garðabæ |
Eyjólfur Óli Jónsson | eyjolfuroli@gmail.com | |
8223773 | 1, 2, 3 og 6 | |
840 Laugarvatn |
Friðrik Ingi Friðriksson | ingi@aflvelar.is | |
7712000 | 1 til 9 | |
210 Garðabæ |
Friðrik Steinsson | hafranes@simnet.is | 4751318 | 8449918 | 1 til 9 | 1 til 9 | 750 Fáskrúðsfirði |
Grétar Karlsson | gretaruk@simnet.is | 4712393 | 8924882 | 1 til 9 | 1, 2, 3 og 6 | 700 Egilsstaðir |
Guðmundur Kristinsson | tvotta@simnet.is | 4788199 | 8941889 8541889 | 7 og 8 | |
765 Djúpivogur |
Guðmundur Pétursson | annajona@fljotsdalur.is | 4711839 | 8921839 | 1 til 9 | |
701 Egilsstaðir |
Guðmundur V. Gunnarsson | lindarbrekka@simnet.is | 4788973 | 8958973 | 6, 7 og 8 | |
765 Djúpivogur |
Gunnar Bragi Þorsteinsson | orsteinssongunnar@yahoo.com |
7722548 | 7,8, og 9 | 780 Hornafjörður | ||
Hafliði Hjarðar |
timburmenn@simnet.is | 8934970 | 1 til 9 | 701 Egilsstaðir | ||
Haraldur Árnason | mulavegur57@simnet.is | 4721116 | 8927314 | 1 til 9 | |
710 Seyðisfjörður |
Helgi Jensson | helgi.jensson@gmail.com | 4712427 | 8624807 | 1 til 9 | 2, 6, 7 og 8 | 700 Egilsstaðir |
Henning Þór Aðalmundsson | hreindyr@gmail.com | 4644450 |
8630882 |
1 til 9 | 640 Húsavík | |
Hjalti Þ. Björnsson | hjalti@saa.is | |
8247620 | 1, 2, 7 og 8 | |
200 Kópavogur |
Hreimur H. Garðarsson | hreimur@gmail.com | |
8614982 | 1, 2, 3 og 6 | |
200 Kópavogur |
Ingólfur Birgir Bragason | ingo@arangur.is | |
8980610 | 2, 4 og 5 | |
740 Neskaupsstaður |
Ívar Karl Hafliðason | ivar_karl@internet.is | |
8224970 | 1 til 7 | 1 til 7 | 700 Egilsstaðir |
Jakob Helgi Hallgrímsson | jakob@vhe.is | 4711149 | 8662226 | 1 til 9 | 1, 2 og 3 | 700 Egilsstaðir |
Jakob Karlsson | nordanjokla@simnet.is | 4711665 | 8642682 | 1 til 9 | 1, 2 og 3 | 700 Egilsstaðir |
Jón Hávarður Jónsson | selas10@simnet.is | 4711050 | 8674390 | 1 til 9 | |
700 Egilsstaðir |
Jón Sigmar Sigmarsson | desjarmyri@simnet.is | 4729905 | 8236000 | 3 | |
720 Borgarfjörður Eystri |
Jón Magnús Eyþórsson | hreindyr@fossardalur.is | 5878971 | 8437722 | 1 til 9 | 6, 7 og 8 | 765 Djúpivogur |
Jón Egill Sveinsson | jonegill2@simnet.is | 4712071 | 8422829 | 1 til 9 | |
700 Egillstaðir |
Jónas Bjarki Björnsson | jonasbjarki@simnet.is | 5651814 | 8930101 | 1 til 9 | 2, 3, 6 og 7 | 760 Breiðdalsvík |
Jónas Hafþór Jónsson | jonas.h@simnet.is | |
8664994 | 1, 2, 3, 4 og 6 | 1, 2, 3, 4 og 6 | 701 Egilsstaðir |
Júlíus Geir Gunnlaugsson | julligull69@gmail.com | |
8964511 | 1 til 9 | 1 til 9 | 104 Reykjavík |
Kolbeinn Ingi Arason | kingarason@gmail.com | 5671386 | 8964077 | 1 til 5 | 1 til 5 | 111 Reyjavík |
Kristján Vídalín | kv@simnet.is | 5666564 | 8928765 | 1 til 9 | 7 | 270 Mosfellsbæ |
Magnús Karlsson | hallibj@emax.is | 4711822 | 8621822 8551822 | 1, 2, 6 og 7 | |
701 Egilsstaðir |
Óðinn Logi Þórisson | odinnlogi@gmail.com | 4750540 | 8474130 | 1 til 9 | 1, 2, 5, 6 og 7 | 750 Fáskrúðsfjörður |
Ólafur Gauti Sigurðsson | gautisig@simnet.is | 4712485 | 8451412 | 1 og 2 | 1 og 2 | 700 Egilsstaðir |
Ólafur Gunnar Guðnason | olihugga@simnet.is | 4771366 | 8475626 8551366 | 1 til 9 | |
740 Neskaupsstaður |
Ólafur Örn Pétursson | skalanes@skalanes.com | |
7797008 |
1 til 9 | 1, 3 og 4 | 710 Seyðisfjörður |
Ómar Ásgeirsson | omar@marholding.is | 4268687 4267950 | 8932602 8532602 | 1 til 9 | |
240 Grindavík |
Óskar Vignir Bjarnason | bolholt@centrum.is | 4711609 | 8923783 | 1, 2 og 3 | |
701 Egilsstaðir |
Óttar Sigurðsson | ottarsig@internet.is | |
8950069 | 1 til 9 | 1, 2 3, 4, 6 og 7 | 200 Kópavogur |
Páll Leifsson | gikkur@vortex.is | 4761141 | 8541169 | 1 til 9 | |
735 Eskifjörður |
Pétur Valdimar Jónsson |
51teigur@gmail.com | 7812460 | 1 og 2 | 690 Vopnafjörður |
||
Ragnar Arnarsson | rar@simnet.is | 5645043 | 8995043 | 1 til 9 | 1, 2 og 6 | 108 Reykjavík |
Ragnar Eiðsson | bragdavellir@simnet.is | 4788956 | 8938956 | 2, 5, 6, 7 og 8 | |
765 Djúpivogur |
Reimar Steinar Ásgeirsson | reimara@simnet.is | 4268868 | 8918878 | 1 til 9 | |
|
S. Rúnar Ásgeirsson | runarasg@gmail.com | 4756781 | 8926681 | 1 til 9 | 2, 6 og 7 | 760 Breiðdalsvík |
Sigfús H. Á. Jóhannsson | hubertus@simnet.is | 4524677 | 8447579 | 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 9 | |
750 Fáskrúðsfjörður |
Sigurður Aðalsteinsson | sa1070@simnet.is | 4771070 | 8991070 | 1 til 9 | 1, 2, 6, og 7 | 701 Egilsstaðir |
Sigurður G. Einarsson | sge1@simnet.is | |
8952201 | 2,3, 5, 6 og 7 | 6 | 750 Fáskrúðsfjörður |
Sigurður Guðjónsson | sigborg@simnet.is | 4781028 | 8942935 | 7, 8 og 9 | 7, 8 og 9 | 781 Hornafjörður |
Sigurður Ólafsson | sambo@simnet.is | 4712788 | 8642788 8545087 | 1 og 2 | |
701 Egilsstaðir |
Sigurður T. Valgeirsson | stv@centrum.is | |
8966553 | 1, 2 og 6 | |
108 Reykjavík |
Sigurgeir Jóhannsson | geirijo@simnet.is | 4761524 | 8673219 | 1 til 6 | 1, 2, 3, 4 og 5 | 735 Eskifjörður |
Sigvaldi Hafsteinn Jónsson | sigvaldih@visir.is | 5654221 | 8968151 | 1 til 9 | 7 | 220 Hafnarfjörður |
Skúli H. Benediktsson | skuliben@simnet.is | 4788930 | 8919440 | 1 til 9 | |
765 Djúpivogur |
Snæbjörn Ólason | hauksstadir@simnet.is | 4711051 | 8232565 | 1 til 9 | |
701 Egilsstaðir |
Stefán Arnar Þórisson | jb@islandia.is | |
8935990 | 1 til 9 | |
270 Mosfellsbær |
Stefán B. Magnússon | stebbimagn@gmail.com | 4751272 | 8689851 8684947 | 5, 6 og 7 | 5, 6 og 7 | 750 Fáskrúðsfjörður |
Stefán G. Stefánsson | stefangeirstefansson@gmail.com | 5651618 | 8921618 8959777 | 1 til 9 | 1 og 2 | 220 Hafnarfjörður |
Stefán Gunnarsson | hrafnhkr@simnet.is | 4788205 | 8963205 | 2 til 9 | 7 og 8 | 765 Djúpivogur |
Stefán Helgi Helgason | setberg1@gmail.com |
8598109 |
8 og 9 | 781 Höfn |
||
Stefán Kristmannsson | stebbikriss@simnet.is | 4711552 | 8473139 | 1 til 5 | 3, 4 og 5 | 700 Egilsstaðir |
Steinar Grétarsson | steinar2105@hotmail.com | 8951294 | 1 til 9 | |
750 Fáskrúðsfjörður | |
Sæmundur Guðmundsson | gislastadir@emax.is | 4711740 | 8541202 | 1, 2, 4 og 5 | |
701 Egilsstaðir |
Sævar Guðjónsson | mjoeyri@mjoeyri.is |
4771247 | 8552575 6986980 | 1 til 9 | |
735 Eskifjörður |
Valur Þór Valtýsson | veidimenn@simnet.is | 4741416 | 7738465 8479424 | 5, 6 og 7 | |
730 Reyðarfjörður |
Vigfús Hjörtur Jónsson | haafell2@simnet.is | 4711072 | 8606828 | 1 til 9 | |
700 Egilsstaðir |
Vignir Jón Jónasson | vignirjj@simnet.is | 5644430 | 8985161 8520617 | 1 til 6 | |
220 Kópavogur |
Þorri Guðmundarson | gretabo@simnet.is | 4751138 | 8615538 | 1 til 9 | 6 og 7 | 750 Fáskrúðsfjörður |
Þorri Magnússon | thorri@lvf.is | 4751523 | 8939008 | 1 til 9 | 2, 5, 6 og 7 | 750 Fáskrúðsfjörður |
Þorsteinn Aðalsteinsson | steini5356@gmail.com | |
8922242 | 1 til 7 | 4 og 5 | 730 Reyðarfjörður |
Þorsteinn Bjarnason | steini.b@centrum.is | 4751270 | 8951871 | 6 | |
750 Fáskrúðsfjörður |
Þorsteinn Jóhannsson | audolfur@simnet.is | 4524757 | 8640238 | 2 | |
541 Blönduós |
Þorvaldur Ágústsson | sagahestar@internet.is | 4874138 | 6948861 | 1 til 9 | |
860 Hvollsvöllur |
Þórhallur Borgarsson | sibbaosk@simnet.is | 4711124 | 8979024 | 1 til 9 | 1, 2, 3 og 6 | 700 Egilsstaðir |
Þórir Schiöth | jaxlinn@jaxlinn.is | 4712282 | 8632282 | 1 til 9 | 1 til 9 | 220 Hafnarfjörður |
Örn Þorsteinsson | torsteinsson@gmail.com | |
8697523 | 1 til 9 | 3, 4, 5, 6 og 7 | 750 Fáskrúðsfjörður |