Hreindýraráð

Umhverfisráðherra skipar 4 menn í hreindýraráð til fjögurra ára í senn. Umhverfisráðherra skipar einn án tilnefningar, og er hann formaður hreindýraráðs. Búnaðarsamband Austurlands og Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu tilnefna einn fulltrúa hvort og sveitarfélög á veiðisvæði hreindýra einn fulltrúa. Verði atkvæði jöfn á fundum ráðsins ræður atkvæði formanns.

Hlutverk Hreindýraráðs:

 • að vera umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun til ráðgjafar um vernd, veiðar og nýtingu hreindýrastofnsins, þar á meðal um skiptingu arðs,
 • að gera ár hvert tillögu til Umhverfisstofnunar um skilgreiningu ágangssvæða hreindýra, árlegan veiðikvóta og skiptingu hans milli veiðisvæða.
 • að gera tillögu til umhverfisráðherra um reglugerð um skiptingu arðs sbr. 4. tl. 3. gr.

Hlutverk ráðsins er að vera Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra til ráðgjafar um vernd, veiðar og nýtingu hreindýrastofnsins.Fulltrúum Náttúrustofu Austurlands og Náttúrufræðistofnunar Íslands er heimilt að sitja fundi hreindýraráðs og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. 

Um vanhæfi þeirra sem sitja í hreindýraráði gilda vanhæfisreglur sveitarstjórnarlaga, sbr. 19. gr. laga nr. 45/1998.

Hreindýraráð skipa

Hákon Hansson, formaður
Ásvegi 31, 760 Breiðdalsvík
Sími: 475-6648 
Fax: 475-6748
Skipaður af umhverfisráðherra.

Hafliði Sævarsson
Fossárdal,765 Djúpavogi
Sími: 478 8137
Tilnefndur af Búnaðarsambandi Austurlands

Fjölnir Torfason
Hala II, 781 Höfn í Hornafirði
Sími 478-1073
Tilnefndur af Búnaðarsambandi Austur-Skaftafellssýslu.

Sigrún Blöndal
Selási 33, 700 Egilsstöðum
Sími: 471-1612
Tilnefnd af Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi

Áheyrnarfulltrúar

Skarphéðinn G. Þórisson, Náttúrustofu Austurlands
Tjarnarbraut 39 B, 700 Egilsstöðum
Sími: 471-2813/862-6774.

Starfsmaður

Jóhann G. Gunnarsson, Umhverfisstofnun
Tjarnarbraut 39 B, Egilsstöðum
Sími: 591-2000/822-4027

Tillaga Hreindýraráðs um skiptingu hreindýrahaga á Austurlandi í ágangssvæði

Ágangssvæði 2010

 1. Vopnafjarðarhreppur
 2. Jökuldalur auk Sellands, Blöndugerðis, Bótar, Flúða, Hlíðar, Heiðarsel og Skóghlíðar. Án Valþjófsstaðar- og Skriðuklausturslands sem liggur innan sveitarfélagsmarka Norður Héraðs.
 3. Jökulsárhlíð utan við Selland.
 4. Hróarstunga utan við Flúðir, Bót, Hlíð, Skóghlíð, Heiðarsel og Blöndugerði.
 5. Fellahreppur.
 6. Fljótsdalshreppur auk lands Valþjófsstaðar og Skriðuklausturs sem liggur í landi Norður Héraðs.
 7. Borgarfjarðarhreppur.
 8. Hjaltastaðaþinghá.
 9. Eiðaþinghá og bæir inn að Eyvindará (Þuríðarstaðir, Dalhús, Miðhús, Steinholt og Eyvindará).
 10. Vellir og jarðir innan Eyvindarár (Egilsstaðir, Kollsstaðagerði og Kollsstaðir).
 11. Skriðdalur.
 12. Seyðisfjörður og Mjóifjörður.
 13. Norðfjörður og Eskifjörður.
 14. Reyðarfjörður.
 15. Breiðdalshreppur.
 16. Djúpavogshreppur.
 17. Lón (gamli Bæjarhreppur).
 18. Nes (gamli Nesjahreppur).
 19. Mýrar og Suðursveit (gamli Mýrar- og Borgarhafnarhreppur).
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira