Sápur og krem

Krem í krukkuHinn náttúrulegi ilmur af ungabarni er einstakur og algjör óþarfi að nota sápur, sjampó og krem daglega. Krem og sápur innihalda ýmis efni sem geta verið varasöm, jafnvel þó varan sé ætluð börnum. Varast skal vörur með ilm- og rotvarnarefnum því ilmefnin geta valdið ofnæmi og rotvarnarefnin hormónaröskun. Ofnæmið lýsir sér oftast í ertingu í húð, útbrotum og öndunaróþægindum og ætti að leita læknis ef slík viðbrögð koma fram hjá barninu. Framleiðendur eiga að upplýsa neytendur um innihald vörunnar á umbúðum hennar svo hægt sé að sjá hvort hún inniheldur efni sem þú eða barnið hefur ofnæmi fyrir.

  • Forðast að þvo ungabörnum með sápum. Húð barna er þunn og viðkvæm,  þess vegna eru þau gjörn á að fá útbrot og exem vegna ertingar. Líkur á útbrotum og exemi eru meiri ef ilmefni og rotvarnarefni eru í sjampói, sápu og kremi sem notað er.
  • Forðast að smyrja húð barnsins með kremi. Í flestum tilvikum er ekki þörf á að bera krem á hana.
  • Kaupa krem og sápur án ilmefna því ilmefni valda oft ofnæmi. Á innihaldslista vöru kallast ilmefni oftast „parfume“, „parfum“ eða „aroma“. Svansmerktar vörur fyrir ungabörn mega ekki innihalda ilmefni. Slíkt er þó leyfilegt fyrir eldri börn.
  • Hér er listi yfir þau 26 ilmefni sem oft valda ofnæmi.
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira