Náttúra

Akstur utan vega

Akstur utan vega virðist vera vaxandi vandamál á Íslandi.Margbrotin náttúra Íslands er eitt helsta aðdráttarafl okkar sem ferðumst um landið. Landið er víða viðkvæmt fyrir ágangi og gáleysislegur akstur getur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.

Ferðumst um landið með virðingu fyrir íslenskri náttúru að leiðarljósi. Íslenskur jarðvegur er eldfjallajarðvegur og mjög laus í sér. Þar af leiðandi mynda hjól farartækja auðveldlega djúp för í jarðveginn, hvort sem hann er gróinn eða ógróinn. Mjög erfitt er að afmá skemmdir af völdum utanvegaaksturs. Ísland liggur rétt sunnan við heimskautsbaug þar sem vaxtartími gróðurs er stuttur og gróðurskemmdir geta verið áratugi að jafna sig. Sama á við um sanda og ógróin svæði, þar sem skemmdir geta jafnvel verið enn lengur að hverfa en þar sem gróðurþekja hylur landið. Hjólför raska ásýnd landsins auk þess sem þau verða að farvegi fyrir vatn og stuðla þannig að jarðvegs- og gróðurrofi. Hjólför utan vega hafa einnig aðdráttarafl fyrir aðra vegfarendur og hvetja til frekari utanvegaaksturs.

Ökum aðeins vegi og merkta slóða en ekki utan þeirra. Göngum eða snúum við ef ekki verður komist lengra akandi. Öflum okkur upplýsinga um fyrirhugaða leið. Notum vegakort til þess að skipuleggja ferðalagið áður en lagt er af stað.

Virðum árstíðabundnar takmarkanir á umferð um óbyggðir og hálendi og fylgjumst með tilkynningum um ástand vega. Ábyrg umgengni um náttúru landsins gefur öllum kost á að njóta óspilltrar náttúru landsins um ókomin ár.

Upplýsingar um ástand vega fást í síma 1777 eða á vef Vegagerðarinnar.

Akstur utan vega er stranglega bannaður og varðar sektum eða fangelsi!

Off-road driving is strictly prohibited in Iceland!

Akstur utan vegaAkstur utan vega© Ólafur A. Jónsson

Það ekki alltaf ljóst hvað eru vegir og slóðar.

Til að leysa þann vanda skipuðu Umhverfisráðuneytið og Samgönguráðuneytið haustið 2004 starfshóp sem átti að gera tillögur um hvaða vegir og slóðar í óbyggðum skuli teljast vegir með hliðsjón af afdráttarlausu ákvæði um bann við akstri utan vega í náttúruverndarlögum.

Hópinn skipa þau Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs hjá Umhverfisstofnun, en hann er formaður hópsins, Eydís Líndal Finnbogadóttir frá Landmælingum Íslands og Eymundur Runólfsson frá Vegagerðinni. Landmælingar og Vegagerðin, hafa mælt um 22.000 km af vegum og slóðum á undanförnum árum. Starfshópurinn vann að því að skoða kort og meta hvaða slóðum megi halda opnum fyrir umferð og hverjum skuli loka.

Tillögur hópsins voru kynntar í apríl 2005. Umhverfisráðuneytið vinnur nú að því að gera tillögur um framhaldið.

Auk þess sem bannað er að aka utan vega getur hlotist af því verulegt tjón á umhverfi og ökutækjum sem ekki er tryggingarbært. Algengt er að farartæki sökkvi í bleytu og festist og mikið jarðrask hlýst af því að koma farartækinu burtu. Það getur því hlotist verulegt fjárhagslegt tjón af því að lenda í óhappi utan vega á hálendi Íslands.

Umhverfisstofnun tekur við ábendingum um akstur utan vega, bæði atvikum þar sem fólk hefur orðið vitni að akstri en einnig ef fólk telur sig hafa fundið nýleg för í náttúru landsins. Hafir þú ábendingu getur þú komið henni á framfæri við Umhverfisstofnun með tölvupósti eða með því að hafa samband í síma 591-2000.

 • Akstur utan vegaAkstur utan vega virðist vera vaxandi vandamál á Íslandi.Margbrotin náttúra Íslands er eitt helsta aðdráttarafl okkar sem ferðumst um landið. Landið er víða...
  Nánar
 • AlmannarétturHver er réttur og hverjar eru skyldur þeirra sem ferðast um Ísland? Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði sem fjalla um almannarétt, umgengni og útivist. Þar segir...
  Nánar
 • Friðlýst svæðiMeð friðun tryggjum við rétt okkar og komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru. Ósnortin náttúra er takmörkuð auðlind, auðlind sem á heimsvísu fer...
  Nánar
 • Friðlýsingar í vinnsluÍ fyrstu náttúruverndaráætlun Alþingis (2004-2008) var samþykkt ályktun um að Látrabjarg og nágrenni yrði friðlýst sem búsvæði fugla. Frá árinu 2011 hefur...
  Nánar
 • Átak í friðlýsingumÞann 8. júlí kynnti umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum. Um slíkt átak er kveðið á um í...
  Nánar
 • LandvarslaÁ hverju vori halda landverðir til starfa til þjóðgarða og á önnur náttúruverndarsvæði víðs vegar um landið. Störf landvarða eru svipuð en þó ólík frá einu...
  Nánar
 • Flug á friðlýstum svæðumGullfoss: Þyrlum og öðrum mönnuðum loftförum skal aldrei lenda innan friðlandsins nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Notkun ómannaðra loftfara er bönnuð...
  Nánar
 • Leyfi á friðlýstum svæðumUmhverfisstofnun hvetur þá sem sækja þurfa um leyfi fyrir framkvæmdum, rannsóknum, ljósmynda- eða kvikmyndatökum að sækja um með góðum fyrirvara eða a.m.k. 3...
  Nánar
 • NáttúruminjaskráNáttúruminjaskrá er listi yfir öll friðlýst svæði á Íslandi og mörg önnur merkileg svæði sem hafa ekki enn verið friðlýst. Umhverfisstofnun skal í samráði við...
  Nánar
 • NáttúruverndaráætlunUmhverfisráðherra skal eigi sjaldnar en á fimm ára fresti láta vinna náttúruverndaráætlun fyrir landið allt og leggja fyrir Alþingi. Umhverfisstofnun skal í...
  Nánar
 • Sérstakt eftirlit: Samráð um legu línuvegar, draga úr umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og frágangur vinnusvæða, sbr. samning um sérstakt eftirlit Umhverfisstofnunar með...
  Nánar
 • Svæði í hættuFriðlýst svæði á Íslandi eru í júlí 2013 113 talsins, en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt og svæðin eru mörg. Svæði kunna að hafa verið friðlýst...
  Nánar
 • Verndaráætlanir í vinnsluÍ stjórnunar- og verndaráætlunum friðlýstra svæða er meðal annars fjallað um nauðsynlegar verndaraðgerðir, landvörslu og landnýtingu, s.s. aðgengi ferðamanna að...
  Nánar
 • Verndaráætlanir í kynninguÍ stjórnunar- og verndaráætlunum friðlýstra svæða er meðal annars fjallað um nauðsynlegar verndaraðgerðir, landvörslu og landnýtingu, s.s. aðgengi ferðamanna að...
  Nánar
 • Forgangsröðun áætlanaUmhverfisstofnun hefur umsjón með ríflega 100 friðlýstum svæðum á Íslandi. Samkvæmt 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er eitt af hlutverkum...
  Nánar
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira