Fjarðalax, Patreks- og Tálknafirði

Fjarðalax hefur tekið yfir leyfi Þórodds ehf. og er heimilt að framleiða allt að 10.700 tonn af laxi á ári í sjókvíum í Patreksfirði og í Tálknafirði þannig að framleidd verði allt að 1500 tonn í hvorum firði. Þá er heimilt allt að 398 tonna þorskeldi á einu svæði við Tálknafjörð en þar er um að ræða eldri starfsemi. Samanlögð heimild til fiskeldis er því 3398 tonn á ári.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 13.12.2033.

Eftirlitsskýrslur

Mælingar og vöktun

Athugun á lús

Vottun

Eftirfylgni frávika

Útstreymisbókhald

Grænt bókhald

Fréttir

Útgáfa starfsleyfis fyrir Fjarðalax ehf.

27. des. 2017

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi fyrir Fjarðalax ehf. til framleiðslu á allt að 10.700 tonnum af laxi á ári í sjókvíaeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði.
Meira...

Starfsleyfi veitt Þóroddi ehf.

08. júní 2011

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Þórodd ehf. þar sem rekstraraðila er heimilt að framleiða allt að 3000 tonn af laxi á ári í sjókvíum í Patreksfirði og í Tálknafirði þannig að framleidd verði allt að 1500 tonn í hvorum firði.
Meira...

Tillaga að nýju starfsleyfi fyrir Þórodd ehf.

14. des. 2010

Umhverfisstofnun hefur unnið starfsleyfistillögu til handa Þóroddi ehf. vegna fyrirhugaðs laxeldis í sjókvíum í Patreksfirði og í Tálknafirði. Lagt er til að rekstraraðila verði heimilt að framleiða allt að 3000 tonn af laxi á ári í sjókvíum í Patreksfirði og í Tálknafirði þannig að framleidd verði allt að 1500 tonn í hvorum firði og auk þess verði heimilað allt að 398 tonna þorskeldi eins og verið hefur.
Meira...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira