14. apríl 2018

Neðri stígur við Gullfoss opnaður á ný


Neðri stígur við Gullfoss verður opnaður í dag 14. apríl kl. 09.

Mikill klaki hefur verið á stígnum eftir snjóþungan vetur en klakinn er nú að mestu horfinn.

Starfsfólk Umhverfisstofnunar hefur unnið að því síðustu daga að fjarlægja grjót sem fallið hefur á stíginn. Þá hafa girðingar verið lagaðar og svæðið hreinsað eftir veturinn.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira