Umhverfismerkið Svanurinn

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

 

Til þess að vara eða þjónusta geti hlotið Svansvottun verður Norræna Umhverfismerkjanefndin að hafa mótað kröfur fyrir viðkomandi vöru- eða þjónustuflokk.  Svanurinn er merki af týpu I (ISO 14024) og er einn af stofnmeðlimum Global Ecolabelling Network.

 

Kröfur Svansins tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna, meðal annars með því að:

 

 • uppfylla strangar kröfur um efnainnihald og lágmörkun á notkun hættulegra efna við þjónustu og framleiðslu vöru.
 • tryggja að ekki séu notuð ofnæmisvaldandi ilmefni við framleiðslu á Svansmerktum hreinlætis– og snyrtivörum auk þess sem þekkt krabbameinsvaldandi og hormónatruflandi efni eru algerlega bönnuð
 • herða kröfurnar reglulega og eru því Svansmerktar vörur og þjónusta í stöðugri þróun.
 • skoðaðir eru allir þættir lífsferils vörunnar þar sem efnainnihald og umhverfisáhrif hvers þáttar er metið.

Umhverfisráðherra fyrsti kúnninn á Svansvottuðum veitingastað

Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi fékk sl. föstudag afhent Svansleyfi frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra. Eftir afhendingu varð ráðherra...

Fyrsta Svansvottaða fjölbýlishúsið á Íslandi

Eignarhaldsfélagið Skip ehf. hlýtur í dag vottun norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir fjölbýlishús að Urriðaholtsstræti 10-12,

Eignaumsjá fær Svansvottun fyrir daglegar ræstingar

Eignaumsjá hefur fengið afhent Svansleyfi fyrir daglegar ræstingar fyrirtækisins.

AÞ-þrif standast endurvottun Svansins

Föstudaginn 11.janúar s.l. afhenti Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri á Umhverfisstofnun, ræstiþjónustunni AÞ-þrif endurnýjað leyfi Svansins fyrir...

Framleiðslufyrirtæki fær Svansleyfi

Í dag fékk Málning hf. afhent Svansleyfi fyrir alla innanhússmálningu í framleiðslu fyrirtækisins. Fyrirtækið er númer 38 á Íslandi sem hlýtur vottun...


Umsóknarferlið


 1. Sótt um á heimasíðu Umhverfisstofnunar: https://umsokn.umhverfisstofnun.is/web/index.html
 2. Reikningur sendur út skv. gjaldskrá: https://www.ust.is/umhverfisstofnun/thjonusta/gjaldskra/
 3. Umsóknargögnum skilað inn, hægt er að nálgast lista yfir ráðgjafa hjá starfsmönnum Svansins.
 4. Gögn yfirfarin og athugasemdum skilað
 5. Úttektarheimsókn
 6. Leyfisveiting

________________

 

 1.   Ársskýrsla og eftirlitsheimsókn árlega
 2.   Endurvottun þegar viðmið endurskoðuð (3 -5 ára fresti)

Hægt er að skoða hvaða vöru og þjónustuflokka er hægt að Svansvotta á heimasíðu Norræna Svansins: http://www.nordic-ecolabel.org/product-groups/

 

Á Íslandi hafa þjónustufyrirtæki verið duglegust að sækja um Svaninn en fjölmargar vörur sem bera umhverfismerkið Svaninn eru fluttar inn og seldar hérlendis.

 

Hér er að finna tæmandi lista yfir Svansmerkta vöru- og þjónustuflokka.

 

Íslensk fyrirtæki með Svansvottun

 
 1. Prentsmiðjan Hjá Guðjón Ó. - frá 2000
 2. Farfuglaheimilin í Laugardal - frá 2004
 3. Undri – iðnaðarhreinsir, línuhreinsir og penslasápa - frá 2006
 4. Sólarræsting - frá 2007
 5. Dagar - ræstingar (áður ISS)  - frá 2009
 6. Farfuglaheimilin Vesturgötu - frá 2010
 7. Kaffihús kaffitárs - frá 2010
 8. Hreint ehf. – ræstingar - frá 2010
 9. Prentsmiðjan Svansprent - frá 2010
 10. Ísafoldarprentsmiðja - frá 2010
 11. AÞ-þrif – ræstingar - frá 2010
 12. Prentsmiðjan Háskólaprent - frá 2010
 13. Hótel Rauðaskriða - frá 2011
 14. Hótel Eldhestar – frá 2011
 15. Prentsmiðjan Prentmet Reykjavík - frá 2011
 16. Prentsmiðjan Umslag ehf. - frá 2012
 17. Grand Hótel Reykjavík - frá 2012
 18. Fjarðaþrif Eskifirði ræstingar - frá 2012
 19. Nauthóll - veitingastaður - frá 2012
 20. Mötuneyti Landsbankans - frá 2013
 21. Prentsmiðjan Litróf - frá 2013
 22. Farfuglaheimilið Loft - frá 2013
 23. Allt hreint ræstingar - frá 2014
 24. Hótel Fljótshlíð - frá 2014
 25. Eldhús og matsalir Landspítalans - frá 2015
 26. Prenttækni - frá 2016
 27. Pixel prentþjónusta - frá 2016
 28. Litlaprent - frá 2016
 29. Prentsmiðjan Héraðsprent - frá 2016
 30. SORPA bs. Metangas - frá 2016
 31. Ásprent Stíll - frá 2017
 32. Mannverk - frá 2017
 33. Farfuglaheimilið Borgarnesi - frá 2017
 34. Héraðsskólinn Laugarvatni - frá 2018
 35. Tandur - frá 2018
 36.  iClean - frá 2018
 37. Málning - frá 2018
 38. Eignaumsjá frá 2019
 39. Eignarhaldsfélagið Skip ehf. frá 2019
 40. Sjávarpakkhúsið frá 2019
Tengill inn á vefsvæði Græns lífsstíls
Hlekkur inn á vefsvæði um ýmis umhverfismerki
Hlekkur inn á vefsvæði um ferli Svansvottunar
Hlekkur á facebook Svansins
HvaleyrarholtHVALEYRARH_PM10_AV10MINSvifryk18 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_H2S_AV10MINBrennisteinsvetni-1 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_SO2_AV10MINBrennisteinsdíoxíð-0 µg/m³1