Svanurinn og loftslag

Það er auðvelt að finna fyrir vanmáttarkennd þegar talað er um loftslagsmál. Þau virðast svo stór, flókin og fjarlæg. Hvað getur "bjargað loftslagsmálunum"? Eru mengunargjöld svarið? Verkefni í regnskógum heimsins? Eru losunarkvótar málið? Framleiðsla og neysla valda loftslagsbreytingum. Þess vegna er lausnina einnig að finna hér - með umhverfisvænni framleiðslu og upplýstum neytendum.

Svanurinn hjálpar

Svanurinn er alhliða umhverfismerki sem þýðir að horft sé til líftíma vörunnar og allra umhvefisþátta. Sífellt er tekið meira tillit til áhrifa framleiðslunnar á loftlagsbreytingar.

Við viss skilyrði eru gerðar kröfur sem tengjast beint loftlagsbreytingum, svo sem við brennslu jarðefnaeldsneytis eða orkunotkun við framleiðslu. Önnur viðmið eru ef til vill ekki eins augljós, svo sem bílldekk með lægri núningsstuðul leiða til minn eldsneytiseyðslu, sem aftur leiðir til minni loftlagsáhrifa. Því meiri áherslu sem við leggjum á loftlagsáhrif tiltekinna vara, því strangari verða alhliða umhverfiskröfur á því sviði.

Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) hefur staðfest að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum stuðli stórlega að hækkun á alþjóðlegum meðalhita og að það getur haft alvarlegar afleiðingar. Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er því forgangsatriði hjá Svaninum. Orkunýtni vara, líftími og minni losun kolefnis eru okkur mikilvæg.
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira