Rio Tinto, Straumsvík

Starfsleyfi þetta gildir fyrir Rio Tinto á Íslandi h.f., kt. 680466-0179, til framleiðslu áls í álveri ISAL í Straumsvík.

Helstu umhverfiskröfur

Magn mengunarefna í útblásturslofti (hreinsuðu gasi frá kerum og ræstilofti frá kerskála) fyrir 200 þúsund tonna framleiðslu skal ekki vera yfir neðangreindum mörkum:

 

Mengunarefni Ársmeðaltal  Skammtímameðaltal*
   kg/t Al  kg/t Al
Heildarflúoríð  1,0  1,4
Ryk  1,5   2,0
Brennisteinsdíoxíð  21 21

 

 *Skammtímameðaltal er skilgreint í töflu í grein 3.1 eða í áætlun samþykktri af Umhverfisstofnun.

Losun flúorkolefna skal að jafnaði vera innan við 0,14 tonn af koldíoxíðígildum á framleitt tonn af áli frá og með fjórða framleiðsluári hverrar framleiðslulína. Dregið skal úr losun annarra efna eins og kostur er. Losun lífrænna efna skal eftir því sem við á vera í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 255/2002, um takmörkun á útstreymi rokgjarnra lífrænna efna vegna notkunar á lífrænum leysiefnum í tiltekinni starfsemi.

Nánari upplýsingar um kröfur og eftirlit er að finna í starfsleyfinu sem gildir til 1. nóvember 2020.

Eftirlitsskýrslur   

Eftirfylgni frávika

Vottun

Ársfjórðungsskýrslur

Umhverfisvöktun

Grænt bókhald

Útstreymisbókhald

Fréttir