Umhverfistofnun - Logo

Rapex

RAPEX er tilkynningarkerfi á vegum ESB  og er skammstöfun á "The Rapid Alert System for Non-Food Products". Í gegnum það berast reglulega tilkynningar um ýmsar vörur, þar á meðal snyrtivörur á markaði, sem geta verið skaðlegar heilsu manna eða eru ólöglegar. 

Umhverfisstofnun hefur frá september 2013 tekið reglulega saman lista yfir snyrtivörur í RAPEX með áherslu á þær sem upprunnar eru í nágrannalöndum okkar í Evrópu, í Bandaríkjunum, Kanada eða Kína, eða hafa verið bannaðar í þeim löndum. Stofnunin birtir listana á heimasíðunni og sendir á helstu innflytjendur snyrtivara, og stuðlar þannig að því að ekki séu heilsuspillandi og jafnvel ólöglegar snyrtivörur á markaði hér á landi.

Ef vörur á listunum reynast vera á markaði hér á landi óskar stofnunin eftir því að upplýsingar þess efnis verði sendar gegnum vefinn eða með tölvupósti á ust@ust.is.