Umhverfistofnun - Logo

Listarnir þrír

Tafla yfir virk efni sem tilkynnt voru í áhættumat (reglugerð (ESB) 1062/2014)

Virku efnin voru tilkynnt í áhættumat fyrir ákveðna vöruflokka og til að vera leyfileg í sæfivörum þurfa virku efnin að vera tilkynnt í áhættumat fyrir viðeigandi vöruflokk. T.d. ef að ákveðið virkt efni er eingöngu tilkynnt í áhættumat fyrir vöruflokk 18, skordýraeitur, er það eingöngu leyfilegt til nota í sæfivörur sem ætlaðar eru til að eyða skordýrum en ekki í vörur sem aðeins er ætlað að fæla frá skordýr (vöruflokkur 19). Löndin innan ESB/EES skiptu áhættumati á virku efnunum á milli sín. Standist virku efnin áhættumatið eru þau leyfð til nota í sæfivörur og fara á lista yfir samþykkt virk efni („jákvæða listann“) sem birtur er á heimasíðu framkvæmdarstjórnarinnar. 

Jákvæði listinn

Virku efnin á „jákvæða listanum“ eru tengd ákveðnum vöruflokkum og einskorðast notkunarsvið sæfivörunnar því við viðkomandi vöruflokk. Á jákvæða listanum er einnig að finna reglugerðina sem tekur inn virka efnið og þar er gefinn upp sá tímafrestur til að sækja um markaðsleyfi fyrir sæfivöruna. 

Bannlistinn 

Í sumum tilfellum drógu aðilar, sem tilkynntu virkt efni í áhættumat í ákveðnum vöruflokkum, tilkynninguna til baka, eða sendu ekki inn gögn um virka efnið fyrir áhættumatið. Þau virku efni voru því ekki áhættumetin og vörur sem innihalda þessi virku efni eru þar með ólöglegar á markaði fyrir viðeigandi vöruflokk. Slíkar vörur skulu fjarlægðar af markaði innan ákveðins tímafrests. Það sama gildir um virk efni sem ekki standast áhættumatið. Þessi virku efni, sem ekki má nota í sæfivörum fara á lista sem kallaður er „bannlistinn“ og var innleiddur með reglugerð nr. 878/2014.