Hættumerkingar efnavara

Merkingaratriði

Hvernig nota ég þetta?

Skoðaðu hættusetningar og varnaðarsetningar og hakaðu við þær sem þú vilt nota. Komdu svo aftur hingað til að sjá samsettan texta þeirra setninga sem þú hefur valið auk viðvörunarorðs og mögulegra hættumerkja.

Valdar hættu- og varnaðarsetningar

Viðvörurnarorðin „Hætta“ og „Varúð“ eru aldrei notuð saman, en það er háð flokkun blöndunnar hvort orðið á við. Skoðið leiðbeiningar með viðeigandi hættusetningum.
Að minnsta kosti einni hættusetningu sem þú hefur valið fylgja sérstakar leiðbeiningar. Setningar sem krefjast athygli eru merktar með appelsínugulum bakgrunni. Smelltu á númer þeirra efst á þessari síðu til að sjá frekari leiðbeiningar.
Þú hefur valið að minnsta kosti eina varnaðarsetningu sem krefst þess að hún sé aðlöguð að aðstæðum hverju sinni. Setningar sem krefjast athygli eru merktar með appelsínugulum bakgrunni. Smelltu á númer þeirra efst á þessari síðu til að sjá frekari leiðbeiningar.
Ekki er víst að öll hættumerki sem birtast hér eigi við efnið/blönduna sem þú ert að vinna með. Sjá nánar undir hættumerki í valmyndinni að ofan.

Hreinsa/byrja uppá nýttVelja texta hættusetningaVelja texta varnaðarsetninga

Hættusetningar

Hvernig nota ég þetta?

Þú getur notað reitinn hér að neðan til að sía listann. Hægt er að sía eftir:

  • Númeri hættusetningar
  • Texta hættusetningar á íslensku, ensku eða dönsku
  • Kóða hættuflokkunar á íslensku eða ensku (sjá hættuflokkar)

Þegar þú hefur fundið hættusetningu sem þú vilt nota hakar þú við hana með því að smella í reitinn efst til hægri á viðkomandi setningu.

Þegar þú hefur valið allar setningar sem þú vilt fyrir viðkomandi merkingu geturðu smellt á merkingaratriði í valmyndinni að ofan til að nálgast samsettan texta þeirra, viðvörunarorð o.fl.

Hreinsa síu

Varnaðarsetningar

Hvernig nota ég þetta?

Þú getur notað reitinn hér að neðan til að sía listann. Hægt er að sía eftir:

  • Númeri varnaðarsetningar
  • Texta varnaðarsetningar á íslensku, ensku eða dönsku

Þegar þú hefur fundið varnaðarsetningu sem þú vilt nota hakar þú við hana með því að smella í reitinn efst til hægri á viðkomandi setningu.

Þegar þú hefur valið allar setningar sem þú vilt fyrir viðkomandi merkingu geturðu smellt á merkingaratriði í valmyndinni að ofan til að nálgast samsettan texta þeirra, viðvörunarorð o.fl.

ATH! Mundu að margar varnaðarsetningar krefjast þess að texti þeirra sé aðlagaður að hverju tilviki fyrir sig. Lestu vel athugasemdir tilheyrandi þeim varnaðarsetningum sem þú velur.

Hreinsa síu

Hættumerki

Hættumerkin sem notuð eru til að merkja hættuleg efni og efnablöndur eru níu talsins og bera heiti sem samsett eru úr stöfunum GHS (stendur fyrir Global Harmonized System) og númeri frá 01 til 09:


GHS01

GHS02

GHS03

GHS04

GHS05

GHS06

GHS07

GHS08

GHS09

Athugið að hættumerkin eins og þau birtast í þessu verkfæri eru í lítilli upplausn, en merkin má nálgast í meiri upplausn, sem hentar til prentunar, á heimasíðu UNECE - Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu. Sjá HÉR.

Forgangsröðun hættumerkja

Í ákveðnum tilfellum, þegar flokkun efnis eða efnablöndu leiðir til þess að mörg hættumerki geta átt við, getur notkun hluta merkjanna verið valkvæð eða jafnvel óþörf. Hér að neðan eru þessi tilfelli útlistuð stuttlega. Nánar má lesa um notkun hættumerkja í reglugerðum sem innleiddar eru í reglugerð um flokkun og merkingu. Neðangreindar reglur um forgangsröðun er að finna í 26. gr. reglugerðar (EB) nr. 1272/2008, með áorðnum breytingum.

  1. Ef hættumerkið GHS01 á við er notkun merkjanna GHS02 og GHS03 valkvæð nema í tilvikum þegar skylda er að nota fleiri en eitt af þessum hættumerkjum.
  2. Ef hættumerkið GHS06 á við skal ekki birta hættumerkið GHS07.
  3. Ef hættumerkið GHS05 á við skal ekki birta hættumerkið GHS07 fyrir húð- eða augnertingu.
  4. Ef hættumerkið GHS08 á við um næmingu öndunarfæra skal ekki birta hættumerkið GHS07 fyrir húðnæmingu eða húð- eða augnertingu.
  5. Ef hættumerkið GHS02 eða hættumerkið GHS06 eiga við skal notkun merkisins GSH04 vera valkvæð.
  6. Ef flokkun efnis eða blöndu myndi leiða til þess að setja þyrfti fleiri en eitt hættumerki fyrir sama hættuflokk á merkimiðann skal hættumerkið, sem svarar til hættuundirflokksins fyrir alvarlegustu hættuna í viðkomandi hættuflokki, vera á merkimiðanum.

Stærð hættumerkja (og merkimiða)

Í reglugerð eru skýrar kröfur um lágmarksstærðir hættumerkja sem miðast við stærð umbúðanna. Að sama skapi er gerð krafa um að merkimiðinn fyrir þær upplýsingar sem krafist er í 17. gr. reglugerðar (EB) nr. 1272/2008 sé af ákveðinni lágmarksstærð. Nánari upplýsingar um þessar kröfur er að finna í töflunni hér að neðan.

Kröfur um lágmarksstærð merkimiða og hættumerkja. Þessar upplýsingar eru teknar úr töflu 1.3 í I. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1272/2008.
Rúmmál umbúðanna Stærð merkimiðans (í mm) Stærð hvers hættumerkis (í mm)
ekki umfram 3 lítra a.m.k. 52 × 74, ef unnt er ekki minna en 10 × 10
a.m.k. 16 × 16, ef unnt er
meira en 3 lítrar en ekki meira en 50 lítrar a.m.k. 74 × 105 a.m.k. 23 × 23
meira en 50 lítrar en ekki meira en 500 lítrar a.m.k. 105 × 148 a.m.k. 32 × 32
meira en 500 lítrar a.m.k. 148 × 210 a.m.k. 46 × 46

Hættuflokkar

Kóðar hættuflokka og -undirflokka. Taflan sýnir kóða fyrir mögulegar hættuflokkanir efna á íslensku og ensku.
Nafn hættuflokks
(enskt nafn hættuflokks)
Kóði fyrir hættuflokk og -undirflokk
Íslenska Enska
Sprengiefni
(Explosive)
Óstöð. spreng.Unst. Expl.
Spreng. 1.1Expl. 1.1
Spreng. 1.2Expl. 1.2
Spreng. 1.3Expl. 1.3
Spreng. 1.4Expl. 1.4
Spreng. 1.5Expl. 1.5
Spreng. 1.6Expl. 1.6
Eldfim lofttegund
(Flammable gas)
Eldf. loftt. 1Flam. Gas 1
Eldf. loftt. 2Flam. Gas 2
Efnafr. óstöð. loftt. AChem. Unst. Gas A
Efnafr. óstöð. loftt. BChem. Unst. Gas B
Úðaefni
(Aerosol)
Úðaefni 1Aerosol 1
Úðaefni 2Aerosol 2
Úðaefni 3Aerosol 3
Eldmyndandi (oxandi) lofttegund
(Oxidising gas)
Eldmynd. loftt. 1Ox. Gas 1
Lofttegundir undir þrýstingi *
(Gases under pressure)
Loftt. u. þrýst.Press. Gas
Eldfimur vökvi
(Flammable liquid)
Eldf. vökvi 1Flam. Liq. 1
Eldf. vökvi 2Flam. Liq. 2
Eldf. vökvi 3Flam. Liq. 3
Elfimt, fast efni
(Flammable solid)
Eldf. fast efni 1Flam. Sol. 1
Eldf. fast efni 2Flam. Sol. 2
Sjálfhvarfgjarnt efni eða blanda
(Self-reactive substance or mixture)
Sjálfhvarf. ASelf-react. A
Sjálfhvarf. BSelf-react. B
Sjálfhvarf. C&DSelf-react. C&D
Sjálfhvarf. E&FSelf-react. E&F
Sjálfhvarf. GSelf-react. G
Loftkveikjandi vökvi
(Pyrophoric liquid)
Loftkv. vökvi 1Pyr. Liq. 1
Loftkveikjandi, fast efni
(Pyrophoric solid)
Loftkv. fast efni 1Pyr. Sol. 1
Sjálfhitandi efni eða blanda
(Self-heating substance or mixture)
Sjálfhit. 1Self-heat. 1
Sjálfhit. 2Self-heat. 2
Efni eða blanda sem gefur frá sér eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn
(Substance or mixture which in contact with water emits flammable gas)
Vatnshvarf. 1Water-react. 1
Vatnshvarf. 2Water-react. 2
Vatnshvarf. 3Water-react. 3
Eldmyndandi vökvi
(Oxidising liquid)
Eldmynd. vökvi 1Ox. Liq. 1
Eldmynd. vökvi 2Ox. Liq. 2
Eldmynd. vökvi 3Ox. Liq. 3
Eldmyndandi, fast efni
(Oxidising solid)
Eldmynd. fast efni 1Ox. Sol. 1
Eldmynd. fast efni 2Ox. Sol. 2
Eldmynd. fast efni 3Ox. Sol. 3
Lífrænt peroxíð
(Organic peroxide)
Lífr. perox. AOrg. Perox. A
Lífr. perox. BOrg. Perox. B
Lífr. perox. C&DOrg. Perox. C&D
Lífr. perox. E&FOrg. Perox. E&F
Lífr. perox. GOrg. Perox. G
Efni eða blanda sem ætir málma
(Substance or mixture corrosive to metals)
Málmæt. 1Met. Corr. 1
Bráð eiturhrif
(Acute toxicity)
Bráð eit. 1Acute Tox. 1
Bráð eit. 2Acute Tox. 2
Bráð eit. 3Acute Tox. 3
Bráð eit. 4Acute Tox. 4
Húðæting/húðerting
(Skin corrosion/irritation)
Húðæt. 1Skin Corr. 1
Húðæt. 1ASkin Corr. 1A
Húðæt. 1BSkin Corr. 1B
Húðæt. 1CSkin Corr. 1C
Húðert. 2Skin Irrit. 2
Alvarlegur augnskaði/augnerting
(Serious eye damage/eye irritation)
Augnskað. 1Eye Dam. 1
Augnert. 2Eye Irrit. 2
Næming öndunarfæra/húðar
(Respiratory/skin sensitization)
Næm. öndunarf. 1, 1A, 1BResp. Sens. 1, 1A, 1B
Húðnæm. 1, 1A, 1BSkin Sens. 1, 1A, 1B
Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur
(Germ cell mutagenicity)
Stökkbr. 1AMuta. 1A
Stökkbr. 1BMuta. 1B
Stökkbr. 2Muta. 2
Krabbameinsvaldandi áhrif
(Carcinogenicity)
Krabb. 1ACarc. 1A
Krabb. 1BCarc. 1B
Krabb. 2Carc. 2
Eiturhrif á æxlun
(Reproductive toxicity)
Eit. á æxlun 1ARepr. 1A
Eit. á æxlun 1BRepr. 1B
Eit. á æxlun 2Repr. 2
Áhr. á/með mjólkLact.
Sértæk eiturhrif á marklíffæri - váhrif í eitt skipti
(Specific target organ toxicity — single exposure)
SEM-VES 1STOT SE 1
SEM-VES 2STOT SE 2
SEM-VES 3STOT SE 3
Sértæk eiturhrif á marklíffæri - endurtekin váhrif
(Specific target organ toxicity — repeated exposure)
SEM-EV 1STOT RE 1
SEM-EV 2STOT RE 2
Hætta við ásvelgingu
(Aspiration hazard)
Eit. v. ásvelg. 1Asp. Tox. 1
Hættulegt fyrir vatnsumhverfi
(Hazardous to the aquatic environment)
Bráð eit. á vatn 1Aquatic Acute 1
Langv. eit. á vatn 1Aquatic Chronic 1
Langv. eit. á vatn 2Aquatic Chronic 2
Langv. eit. á vatn 3Aquatic Chronic 3
Langv. eit. á vatn 4Aquatic Chronic 4
Hættulegt ósonlaginu
(Hazardous for the ozone layer)
Óson 1Ozone 1

* Þegar lofttegundir eru settar á markað þurfa þær að vera flokkaðar sem „lofttegundir undir þrýstingi“ og í einn fjögurra hópa eins og hér segir:

Undirhópur Íslenskur kóði Enskur kóði
Þjöppuð lofttegund Loftt. u. þrýst. (þjöpp.) Press. Gas (Comp.)
Fljótandi lofttegund Loftt. u. þrýst. (fljót.) Press. Gas (Liq.)
Kæld, fljótandi lofttegund Loftt. u. þrýst. (kæld fljót.) Press. Gas (Ref. Liq.)
Uppleyst lofttegund Loftt. u. þrýst. (uppl.) Press. Gas (Diss.)

Hópurinn ræðst af því eðlisástandi sem lofttegundin er í við pökkun og ákvarðast því val á hópi í hverju einstöku tilviki.

Um verkfærið - lesið þetta fyrst!

Þessi síða var útbúin af teymi efnamála hjá Umhverfisstofnun og er hugsuð sem verkfæri til að auðvelda þeim sem vinna við gerð umbúðamerkinga skv. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandafletta upp stöðluðum texta hættu- og varnaðarsetninga.

Til frekara hagræðis býður verkfærið líka uppá að haka við þær setningar sem nota skal í tiltekna merkingu og sækja texta þeirra allra á sama tíma undir merkingaratriði. Þar fást einnig upplýsingar um viðvörunarorð (e. signal word) og hugsanleg hættumerki. Sjá nánari leiðbeiningar hér að neðan.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir eftirfarandi:

  • Birgir er í öllum tilfellum ábyrgur fyrir merkingum þeirra vara sem hann setur á markað, hvort sem hann notaðist við þetta eða önnur hjálpartæki við að útbúa téðar merkingar.
  • Ef misræmi er milli þeirra upplýsinga sem hér koma fram og þess sem fram kemur í reglugerð nr. 415/2014 eða gerðum sem hún innleiðir, gildir texti viðkomandi reglugerðar.
  • Þetta hjálpartæki kemur ekki í stað þekkingar á reglum um merkingar hættulegra efna. Lesið ykkur til um flokkun og merkingu hættulegra efna á vef Umhverfisstofnunar.

Hvernig nota ég verkfærið?

Hættu- og varnaðarsetningar mynda miðpunkt verkfærisins og einfaldasta notkun þess er að fletta upp stöðluðum texta slíkra setninga. Til þess er smellt á hættusetningar eða varnaðarsetningar í valmyndinni að ofan.

Leiðbeiningar um hvernig nota má einstaka hluta verkfærisins er að finna í grænum upplýsingareitum eins og þeim hér að neðan. Smelltu á slíkan reit til að sjá hvaða upplýsingar hann geymir og aftur til að loka honum.

Hvernig nota ég þetta?

Í svona upplýsingareit finnur þú leiðbeiningar undir hverjum flipa. Smelltu aftur til að loka upplýsingareitnum.

Sækja margar setningar í einu

Til að hlaða saman upplýsingum fyrir merkingu efnis eða efnablöndu er hægt að haka við þær hættu- og varnaðarsetningar sem eiga við efnið/blönduna. Þegar allar viðeigandi setningar hafa verið valdar má finna samantekinn texta setninganna undir merkingaratriði. Þar birtast líka upplýsingar um viðvörunarorð tilheyrandi völdum hættusetningum og hættumerki sem gætu átt við.

Hafðu alltaf í huga að:

Gangi þér vel að merkja rétt!

Tæknilegar kröfur

Virkni síðunnar er háð því að kveikt sé á Javascript í vafranum. Ef þú sérð ekki stóra, rauða villumeldingu efst á þessari síðu ættu stillingarnar þínar að vera í lagi.

Verkfærið ætti að virka í flestum nútíma vöfrum og virkni hefur verið sannreynd í nýlegum útgáfum af Chrome, Edge, Firefox, Internet Explorer og Safari. Ef verkfærið virkar ekki í vafranum sem þú ert að nota gætirðu prófað að nota einn af framangreindum.