Verkefni unnin 2015 og fyrr

Eftirlitsverkefni efnateymis 2015

Úttekt á tollafgreiðslu plöntuverndarvara árið 2014

Tilgangur og markmið:

 • Að skoða hvort upplýsingar sem fengnar eru úr gögnum Umhverfisstofnunar vegna tollafgreiðslu á plöntuverndarvörur séu í samræmi við upplýsingar sem fram koma í skrám Tollstjóra.
 • Að athuga hvort tollflokkun sé hugsanlega ábótavant, þannig að gögn um tollafgreiðslu gefi ekki réttar upplýsingar um þær plöntuverndarvörur sem boðnar eru fram á markaði hérlendis.

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Í úttektinni var athyglinni beint að plöntuverndarvörum í eftirfarandi tollflokkunum:

 • 3808.5000: Efni til varnar gegn eða útrýmingar á skordýrum, nagdýrum, sveppum og illgresi, efni til að hindra spírun, efni til að stjórna plöntuvexti, sótthreinsandi efni og áþekkar vörur
 • 3808.9100: Skordýraeyðir; Sveppaeyðir
 • 3808.9300: Illgresiseyðir, spírunareyðir og efni til að stjórna plöntuvexti

Gögn Umhverfisstofnunar, sem aflað er við áritun vegna tollafgreiðslu á plöntuverndarvörum, voru borin saman við gögn Tollstjóra til þess að leiða í ljós hvort veitt hafi verið áritun við tollafgreiðslu á vörum í ofangreindum tollflokkum og hvort tollflokkun væri í einhverjum tilfellum röng.

Alls voru tollafgreidd 16,7 tonn af plöntuverndar þessu vörum á árinu 2014 og þar af var óskað eftir heimild Umhverfisstofnunar til tollafgreiðslu á 15,9 tonnum (95%) en 0,8 tonn (5%) voru tollafgreidd án þess að slík heimild væri fyrir hendi. Til samanburðar voru 15,2 tonn af plöntuverndarvörum tollafgreidd árið 2013 og þar af var ekki veitt heimild til tollafgreiðslu fyrir 4,4 tonnum (29%).

Yfirgnæfandi meirihluti af plöntuverndarvörum kom til áritunar við tollafgreiðslu árið 2014 og því má álykta sem svo að þessar upplýsingarnar gefi raunsanna mynd af því hversu mikið af þessum vörum var sett á markað hér á landi á því ári.

Snyrtivörur: Merkingar umbúða og innihald sólvarnarefna

Eftirlit 2015: Sólarvarnir á markaði, merkingar, rotvarnaefni og UV síur

Tilgangur og markmið:

 • Að skoða merkingar á umbúðum sólarvarna og tengdra vara og hvaða rotvarnarefni og/eða UV síur slíkar vörur innihalda í þeim tilgangi að athuga hvort þær uppfylli kröfur og takmarkanir gildandi reglugerða um snyrtivörur og breytinga á þeim.
 • Að ganga úr skugga um að sólarvarnir og tengdar vörur séu skráðar í snyrtivöruvefgátt ESB.
 • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um snyrtivörur með áherslu á kröfur um merkingar og takmarkanir sem gilda um notkun efna og að allar snyrtivörur á markaði eigi að vera skráðar í CPNP vefgáttina.
 • Að auka neytendavernd.

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Útbúinn var listi yfir fyrirtæki sem flytja inn sólarvarnir og tengdar vörur út frá upplýsingum frá Tollstjóra fyrir árið 2014 og á heimasíðum fyrirtækjanna. Farið var í eftirlit til eftirtalinna 9 birgja og í 8 verslanir. Eftirlitið stóð yfir tímabilið 21. maí – 11. júní 2015.

 
 Birgjar  Verslanir
 Arctic Trading Company hf., Reykjavík
 Akureyrarapótek, Akureyri
 Avon ehf., Reykjavík
 Apótekarinn, Akureyri
 Beiersdorf ehf., Reykjavík
 Nettó, Akureyri
 Celsus ehf., Reykjavík
 Lyfja, Egilsstöðum
 Icepharma ehf., Reykjavík
 Heilsuhúsið, Lágmúla, Reykjavík
 ÓM snyrtivörur ehf., Reykjavík
 Hagkaup, Holtagörðum, Reykjavík
 Sigurborg ehf., Reykjavík
 Krónan, Selfossi
 Terma ehf., Reykjavík  Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki
 Volare ehf., Vestmannaeyjum  

 

Niðurstaða verkefnisins sýnir að mjög lítið var um frávik frá gildandi reglugerðum og að sólarvörur í úrtaki uppfylla í nær öllum tilfellum kröfur þeirra. Birgjar eru nær undantekningarlaust vel upplýstir um þær reglugerðir og kröfur sem gilda um sólarvarnir og aðrar snyrtivörur og leggja áherslu á að flytja inn vandaðar og öruggar vörur. Sólarvörur á markaði hér á landi eru nær allar fluttar inn frá Evrópu. Þau frávik sem kröfðust úrbóta eiga við um sólarvörur sem fluttar eru inn frá landi utan EES svæðisins. Algengustu frávikin eru talin upp hér á eftir og voru gerðar kröfur um úrbætur til innflutningsaðila:

 • Á umbúðir vara vantaði upplýsingar um ábyrgðaraðila innan EES svæðisins.
 • Vara ekki skráð í snyrtivöruvefgátt ESB.

Viðbrögð fyrirtækja við niðurstöðu eftirlitsins voru í öllum tilfellum jákvæð og samskipti og samvinna við Umhverfisstofnun góð. Það fyrirtæki sem hafði frávik leitaði til stofnunarinnar um nánari upplýsingar um kröfur sem gilda um snyrtivörur. Þegar fyrirtækið hafði sýnt fram á úrbætur var því sent bréf um málslok.

Snyrtivörur: Merkingar umbúða og innihald andlitslita sem tengjast Öskudegi og Hrekkjavöku (fyrri hluti)

Eftirlit 2015: Öskudags- og hrekkjavökulitir á markaði, merkingar og innihaldsefni

Tilgangur og markmið:

 • Að skoða merkingar og innihaldslýsingu á umbúðum öskudags- og hrekkjavökulita hjá birgjum og söluaðilum í þeim tilgangi að athuga hvort slíkar vörur uppfylli kröfur og takmarkanir gildandi reglugerða um snyrtivörur og breytinga á þeim. Um er að ræða vörur á borð við húðliti og farða, lituð hársprey og hárliti.
 • Að ganga úr skugga um að öskudags- og hrekkjavökulitir séu skráðir í snyrtivöruvefgátt ESB.
 • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um snyrtivörur og kröfur um merkingar og takmarkanir um innihaldsefni.
 • Að auka neytendavernd.

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Útbúinn var listi yfir fyrirtæki sem flytja inn öskudag- og/eða hrekkjavökuliti út frá upplýsingum frá Tollstjóra fyrir árið 2014 og á heimasíðum fyrirtækjanna. Farið var í eftirlit til eftirtalinna 7 fyrirtækja og eru 5 þeirra með verslun. Einnig var farið í eftirlit í þá verslun sem er talin hafa mesta hlutdeild á markaði að undanskildum birgjum. Eftirlitið stóð yfir tímabilið 9. – 18. febrúar 2015.

 
 Birgjar  Verslanir
 Egilsson ehf.(verslun:A4), Reykjavík
 Hagkaup hf. Skeifunni
 Hókus pókus ehf., Reykjavík
 Hagkaup hf. Akureyri
 Ísey ehf., Reykjavík
 
 Afbragðs ehf. (verslun: Partýbúðin), Reykjavík
 
 Penninn ehf., Reykjavík
 
 Sport Hero ehf., Reykjavík
 
 Toys R Us ehf. Akureyri
 

 

Niðurstaða verkefnisins sýnir að lítið var um frávik frá gildandi reglugerðum. Öskudags- og hrekkjavökulitir sem fluttir eru inn frá Evrópu uppfylla nær undantekningarlaust kröfur gildandi reglugerða. Frávikin voru flest á vörum sem fluttar eru inn frá löndum utan EES svæðisins. Algengustu frávikin eru talin upp hér á eftir og voru gerðar kröfur um úrbætur til innflutningsaðila:

 • Vara inniheldur bannað paraben. Ekki má selja vörur sem innihalda bönnuð paraben eftir 30. júlí n.k.
 • Á umbúðir vara vantaði upplýsingar um ábyrgðaraðila innan EES svæðisins og geymsluþol.
 • Vara ekki skráð í snyrtivöruvefgátt ESB.

Viðbrögð fyrirtækja við niðurstöðu eftirlits voru í nær öllum tilfellum jákvæð og samskipti og samvinna við Umhverfisstofnun góð. Stór hluti fyrirtækjanna leituðu til sérfræðings stofnunarinnar um nánari upplýsingar um kröfur sem gilda um snyrtivörur og leiðir til úrbóta þegar við átt. Þegar fyrirtækin höfðu sýnt fram á úrbætur var þeim sent bréf um málslok.

Markaðsleyfi, merkingar og öryggisblöð sæfivara í gæludýraverslunum (PT19)

Markaðsleyfi, merkingar og öryggisblöð nagdýra- og skordýraeiturs (PT14 og 18)

Merkingar á umbúðum efnavara í matvöruverslunum

Tilgangur og markmið:

 • Að skoða merkingar á hættulegum efnavörum í matvöruverslunum í þeim tilgangi að athuga hvort slíkar vörur uppfylli kröfur gildandi reglugerða um markaðssetningu efna og efnablandna. Um var að ræða vörur á borð við uppþvottalegi, klór og sterk hreinsiefni.
 • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um markaðssetningu efna og efnablandna.
 • Að auka neytendavernd.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Eftirlitið náði til eftirfarandi fyrirtækja:

 • Bónus
 • Fjarðarkaup
 • Fjölval
 • Hagkaup
 • Halldór Jónsson ehf
 • Iceland
 • Karl K. Karlsson ehf
 • Kjarval
 • Kostur
 • Krónan
 • Megastore
 • Nathan & Olsen hf
 • Nettó
 • Rekstrarvörur
 • Samkaup úrval
 • Sema ehf
 • Víðir

 

Frávik frá ákvæðum reglugerðar 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna voru skráð. Hlutaðeigandi fyrirtæki fengu sendar niðurstöður eftirlitsins og óskað eftir úrbótum væri þess þörf. Öll fyrirtækin reyndust selja eina eða fleiri efnavörur sem voru ekki merktar á réttan hátt. Gerð var krafa um að vanmerktar vörur yrðu merktar samkvæmt gildandi reglugerðum og að send yrðu sýnishorn af endurbættum merkingum til Umhverfisstofnunar.

Samantektarskýrsla um eftirlitsverkefnið

Eftirlit með plöntuverndarvörum á markaði 2015

Tilgangur og markmið:
 • Að fylgjast með því að plöntuverndarvörur á markaði séu skráðar / hafi markaðsleyfi.
 • Að skoða hvort merkingar á plöntuverndarvörum séu í samræmi við gildandi lög og reglur.
 • Að upplýsa aðila sem markaðssetja plöntuverndarvörur um skyldur þeirra gagnvart gildandi lögum og reglugerðum á þessu sviði.

Framkvæmd og helstu niðurstöður

Farið var í eftirlit hjá 13 fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað og skoðaðar 60 vörur. Engin frávik komu fram í 11 fyrirtækjum en í 2 fyrirtækjum komu fram 33 frávik við 28 vörur. Oftast var um það að ræða að merkingar uppfylltu ekki kröfur (16 vörur), síðan að ekki lægju fyrir öryggisblöð á íslensku vegna þeirra sem nota vörurnar í atvinnuskyni (14 vörur) og loks voru 3 vörur ekki með leyfi til að vera á markaði.

Fyrirtæki brugðust við frávikum með því að lagfæra merkingar, uppfæra öryggisblöð á íslensku, senda vörur í förgun og óska eftir að vöru væri bætt inn á lista yfir tímabundnar skráningar áður en tilskilinn frestur til þess rann út.

Markaðsleyfi, merkingar og öryggisblöð fyrir viðarvarnarefni (PT8)

Snyrtivörur: Merkingar umbúða og innihald andlitslita sem tengjast Öskudegi og Hrekkjavöku (seinni hluti)

Eftirlit 2015: Öskudags- og hrekkjavökulitir á markaði, merkingar og innihaldsefni – seinni hluti

Tilgangur og markmið

 • Farið var í  verkefnið í október í tilefni af Hrekkjavöku og megin markmið þessa verkefnis var að fylgja eftir því eftirliti sem fór fram í febrúar.
 • Að skoða merkingar og innihaldslýsingu á umbúðum öskudags- og hrekkjavökulita hjá birgjum og söluaðilum í þeim tilgangi að athuga hvort slíkar vörur uppfylli kröfur og takmarkanir gildandi reglugerða um snyrtivörur. Um er að ræða vörur á borð við húðliti og farða, lituð hársprey og hárliti.
 • Að ganga úr skugga um að öskudags- og hrekkjavökulitir séu skráðir í snyrtivöruvefgátt ESB.
 • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um snyrtivörur, þar á meðal kröfur um merkingar og takmarkanir um innihaldsefni.
 • Að auka neytendavernd.

Framkvæmd

Í þessum seinni hluta verkefnisins sem fór fram á þann 27. október 2015 var farið í þrjú þeirra fyrirtækja sem höfðu verið með flest frávik í eftirlitinu í febrúar sbr. töflu hér að neðan

Birgjar

Hókus pókus ehf., Reykjavík

Ísey ehf., Reykjavík

Afbragðs ehf. (verslun: Partýbúðin), Reykjavík

 

Niðurstaða verkefnisins sýnir að lítið var um frávik frá gildandi reglugerðum nema hjá einu fyrirtækjanna. Öskudags- og hrekkjavökulitir sem fluttir eru inn frá Evrópu uppfylla nær undantekningarlaust kröfur gildandi reglugerða. Frávikin voru flest á vörum sem fluttar eru inn frá löndum utan EES svæðisins. Algengustu frávikin eru talin upp hér á eftir og voru gerðar kröfur um úrbætur til innflutningsaðila:

 • Vara inniheldur bannað paraben. Ekki má selja vörur sem innihalda bönnuð paraben eftir 30. júlí 2015.
 • Á umbúðir vara vantaði upplýsingar um ábyrgðaraðila innan EES svæðisins, geymsluþol og númer framleiðslulotu.
 • Einnig vantaði upp á að vörur væru skráðar í snyrtivörugátt ESB (CPNP vefgáttina).

Söluskrár 2014 fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni

Tilgangur og markmið:

Samkvæmt 24. gr. efnalaga skulu þeir sem setja á markað tiltekin varnarefni, þ.e. plöntuverndarvörur og útrýmingarefni, sem einungis eru ætluð til notkunar í atvinnuskyni, halda skrá yfir söluna og afhenda Umhverfisstofnun því formi sem hún tilgreinir. Jafnframt bera þessi aðilar ábyrgð á því að umræddar vörur séu einungis afhentar þeim sem eru með gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun eða ígildi þeirra.

Umfang verkefnisins náði til allra plöntuverndarvara sem einungis eru ætlaðar eru til notkunar í atvinnuskyni og útrýmingarefna til eyðingar nagdýra, sem falla undir vöruflokk 14 innan sæfivara og eru sömuleiðis einungis til notkunar í atvinnuskyni.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Í lok janúar 2015 kallaði Umhverfisstofnun eftir skrám vegna sölu á þessum vörum á árinu 2014, þar sem fram kæmu upplýsingar heiti vöru, selt magn, dagsetning á sölu og nafn kaupanda í öllum viðskiptum sem áttu sér stað með umræddar vörur á árinu. Í úrtaki voru 7 fyrirtæki, sem öll afhentu skilaskyld gögn á tilsettum tíma.

Á árinu 2014 voru seldar 42 mismunandi vörur sem féllu undir umfagn eftirlitsins, þar af voru 36 plöntuverndarvörur og 6 vörur til útrýmingar meindýra. Allnokkur misbrestur reynist vera á því að kaupendur varnarefna væru með notendaleyfi eða sambærileg leyfi í gildi, þannig voru einungis 84 einstaklingar af alls 202 kaupendum þessara vara með leyfi í gildi þegar kaupin áttu sér stað.

Samantektarskýrsla um eftirlitsverkefnið

Eftirlit með plöntuverndarvörum á markaði 2015

Tilgangur og markmið:
 • Að fylgjast með því að plöntuverndarvörur á markaði séu skráðar / hafi markaðsleyfi.
 • Að skoða hvort merkingar á plöntuverndarvörum séu í samræmi við gildandi lög og reglur.
 • Að upplýsa aðila sem markaðssetja plöntuverndarvörur um skyldur þeirra gagnvart gildandi lögum og reglugerðum á þessu sviði.

Framkvæmd og helstu niðurstöður

Farið var í eftirlit hjá 13 fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað og skoðaðar 60 vörur. Engin frávik komu fram í 11 fyrirtækjum en í 2 fyrirtækjum komu fram 33 frávik við 28 vörur. Oftast var um það að ræða að merkingar uppfylltu ekki kröfur (16 vörur), síðan að ekki lægju fyrir öryggisblöð á íslensku vegna þeirra sem nota vörurnar í atvinnuskyni (14 vörur) og loks voru 3 vörur ekki með leyfi til að vera á markaði.

Fyrirtæki brugðust við frávikum með því að lagfæra merkingar, uppfæra öryggisblöð á íslensku, senda vörur í förgun og óska eftir að vöru væri bætt inn á lista yfir tímabundnar skráningar áður en tilskilinn frestur til þess rann út.

Markaðsleyfi, merkingar og öryggisblöð fyrir viðarvarnarefni (PT8)

REACH-skráning, öryggisblöð og merkingar efna og efnablandna

Tilgangur og markmið:

Að tryggja að fyrirtæki skrái framleiðslu sína og innflutning frá löndum utan EES (hrein efni), að uppfærð öryggisblöð á íslensku séu aðgengileg á vinnustaðnum og að fyrirtækin geti lagt fram váhrifasviðsmynd fyrir hrein efni, ef við á.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Farið var í eftirlit hjá eftirfarandi fyrirtækjum:

 • Steinull hf., Sauðárkróki
 • Prímex ehf., Siglufirði
 • Carbon Recycling International ehf., Reykjavík
Í kjölfar eftirlitsins var einnig haft samband við eftirfarandi birgja:
 • Olíuverslun Íslands hf., Reykjavík
 • Platon ehf., Kópavogi

Kallað var eftir REACH-skráningarnúmerum fyrir tvö efni og og þau sannreynd. Kallað var eftir sjö öryggisblöðum og váhrifasviðsmyndum, þegar við átti. Athugað var hvort öryggisblöðin væru á íslensku, uppfærð og í 16 liðum. Lögð var megináhersla á 1., 2., 3. og 15. lið öryggisblaðanna. Eitt öryggisblað uppfyllti kröfur REACH-reglugerðarinnar. Gerð var krafa um úrbætur vegna sex öryggisblaða og veittur frestur til úrbóta.
Tekin var saman eftirlitsskýrsla í kjölfar eftirlits og var hún send ásamt bréfi um niðurstöður eftirlitsins og kröfur um úrbætur, ef þess var þörf. Þegar fyrirtækin höfðu orðið við úrbótum var þeim sent bréf þar sem málslok voru kynnt.

Skýrslu má nálgast hér

Eftirlit með merkingum eiturefna og annarra hættulegra efna 2015

Eftirlit með hættulegum efnum í málningar- og byggingavöruverslunum 2015

Tilgangur og markmið:

 • Að skoða merkingar á hættulegum efnavörum í málningar- og byggingavöruverslunum í þeim tilgangi að athuga hvort slíkar vörur uppfylli kröfur gildandi reglugerða um markaðssetningu efna og efnablandna. Um var að ræða vörur á borð við lakk- og málningarvörur, stíflueyða og ýmis konar hreinsivörur.
 • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um markaðssetningu efna og efnablandna.
 • Að auka neytendavernd.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Eftirlitið náði til eftirfarandi fyrirtækja: 

 • Bauhaus
 • Byko
 • Einar Ágústsson og Co
 • Flügger
 • Húsasmiðjan
 • K. Richter
 • Málningarverslun Íslands
 • Múrbúðin
 • Sérefni
 • Slippfélagið
 • Verkfæralagerinn
 • Würth á Íslandi

  Frávik frá ákvæðum reglugerðar 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna voru skráð og hlutaðeigandi fyrirtækjum send eftirlitsskýrsla og bréf um niðurstöðu eftirlitsins. Eitt fyrirtæki fékk engar athugasemdir vegna merkinga, en gerðar voru kröfur um úrbætur vegna vanmerktra vara hjá 11 af fyrirtækjunum 12. Gerð var krafa um að vanmerktar vörur yrðu merktar með réttum hætti og að send yrðu sýnishorn af endurbættum merkingum til Umhverfisstofnunar.

 • Samantektarskýrsla um eftirlitsverkefnið

Eftirlit með merkingum tauþvottaefna seld almenningi

Eftirlit 2015: Tauþvottaefni á markaði, merkingar og innihaldslýsing

Tilgangur og markmið

 • Að skoða merkingar og innihaldslýsingu á umbúðum tauþvottaefna hjá söluaðilum í þeim tilgangi að athuga hvort slíkar vörur uppfylli kröfur og takmarkanir reglugerða um þvotta- og hreinsiefni og reglugerða um flokkun og merkingu efnavara.
 • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um þvotta- og hreinsiefni, einkum kröfur um merkingar og takmarkanir um innihaldsefni.
 • Að auka neytendavernd.

Framkvæmd og helstu niðurstöður

Í töflum hér fyrir neðan er listi yfir verslanirnar sem farið var í og þá birgja sem voru með tauþvottaefni í úrtakinu í þeim. Við val á verslunum var lögð áhersla á að fara sem víðast um landið. Eftirlitið stóð yfir tímabilið 20. ágúst – 4. september 2015.

Verslanir

 

Birgjar

Kostur, Kópavogi

 

Aðföng ehf.

Megastore, Kópavogi

 

Iceland ehf.

Rekstrarvörur, Reykjavík

 

ÍSAM ehf.

Hagkaup í Skeifunni, Reykjavík

 

John Lindsay hf.

Samkaup úrval, Ólafsfirði

 

Kostur ehf.

Krónan, Reyðarfirði

 

Nathan & Olsen hf.

Nettó, Selfossi

 

Rekstrarvörur ehf.

Kjarval, Þorlákshöfn

 

Samkaup hf.

Iceland í Engihjalla, Kópavogi

 

Sema ehf.

Fjölval, Patreksfirði

 

Heilsa ehf.

Fjarðarkaup, Hafnarfirði

 

Kaupás hf.

Víðir í Skeifunni, Reykjavík

 

Mjöll-Frigg hf.

Bónus, Borgarnesi

 

 

Af þeim 12 birgjum sem voru með tauþvottaefni í úrtakinu voru 8 með frávik, þar af einn íslenskur framleiðandi. Rúmlega 50% vara í úrtakinu reyndust vera með frávik.

Tauþvottaefni sem flutt eru inn frá Evrópu uppfylla yfirleitt kröfur gildandi reglugerða um þvotta- og hreinsiefni en hættumerkingum var ábótavant á nokkrum þeirra. Á tauþvottaefni sem flutt eru inn frá löndum utan EES vantaði hins vegar almennt allar skyldubundnar merkingar á umbúðir og fullnægjandi upplýsingar um innihaldsefni. Hjá íslenska framleiðandanum vantaði hluta af þessum upplýsingum. Algengustu frávikin eru talin upp hér á eftir og voru gerðar kröfur um úrbætur vegna þeirra:

 • Hættumerkingum er ábótavant.
 • Þyngdarhlutföll innihaldsefna koma ekki fram.
 • Skammtastærðir ekki tilgreindar miðað við þrenns konar hörku vatns.
 • Ekki kemur fram hvort uppgefin fjöldi þvotta sé fyrir mjög óhreinan þvott eða fyrir lítið óhreinan þvott.
 • Texti merkinga á öðrum tungumálum en íslensku, ensku eða Norðurlandamáli.
 • Nafn, heimilisfang og símanúmar ábyrgðaraðila innan EES svæðisins vantar.

Viðbrögð fyrirtækja við niðurstöðu eftirlitsins voru almennt jákvæð og samskipti og samvinna við Umhverfisstofnun góð og leituðu þau til stofnunarinnar til þess að fá nánari upplýsingar um kröfur sem gilda um þvotta- og hreinsiefni. Grípa þurfti til þvingunarúrræða hjá einu fyrirtæki. Öll fyrirtækin uppfylltu kröfur um úrbætur á endanum.

Samantektarskýrsla um eftirlitsverkefnið

Eftirlitsverkefni 2014

Eftirlit með nagdýra- og skordýraeitri

Tilgangur og markmið:

 • Að ganga úr skugga um að nagdýraeitur og skordýraeitur á markaði séu með markaðsleyfi.
 • Að athuga hvort merkingar séu í samræmi við gildandi reglur.
 • Að kanna hvort öryggisblöð séu aðgengileg fyrir þá sem nota vörurnar í atvinnuskyni.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Starfsmenn Umhverfisstofnunar fóru í eftirlit hjá 7 fyrirtækjum og í ljós kom að 5 þeirra markaðssettu sæfivörur í vöruflokkum 14 og 18. Í úrtaki voru fyrirtæki sem eru framarlega í aðfangakeðjunni og hafa mikla markaðshlutdeild. Miðað við gögn sem stofnunin hefur undir höndum um innflutning á nagdýra- og skordýraeitri, má ætla að fyrirtækin sem voru í úrtakinu séu samanlagt með um eða yfir 90% markaðshlutdeild hér á landi.

Eftirfarandi fyrirtæki markaðssettu nagdýra- og skordýraeitur:

 • Kemi ehf.
 • Halldór Jónsson ehf.
 • Ráðtak ehf.
 • Streymi heildverslun ehf.
 • Senia ehf.

Í eftirlitinu kom í ljós að 3 vörur voru markaðssettar án markaðsleyfis.

Í kjölfarið voru 2 vörur fjarlægðar af markaði, eitt fyrirtæki fékk frest til að fjarlægja 1 vöru af markaði og mun sækja um markaðsleyfi fyrir hana.

 • Tvö fyrirtæki voru frávikalaus
 • Fjórar vörur voru með ófullnægjandi merkingar
 • Þrjár vörur voru án markaðsleyfis
 • Tvær vörur hafa verið fjarlægðar af markaði
 • Sótt verður um markaðsleyfi fyrir eina vöru

Eftirlitsþegum voru sendar eftirlitsskýrslur ásamt bréfi þann 11. júlí 2014 og 23. október og þeim fyrirtækjum, þar sem ekki komu fram frávik, var jafnframt tilkynnt um málslok. Þegar um var að ræða frávik var eftirlitsþega veittur frestur til 31. ágúst annars vegar og 20. október 2014 hins vegar til að gera athugasemdir við eftirlitið og bregðast við frávikum.

Öll fyrirtækin hafa brugðist við kröfum Umhverfisstofnunar.

Eftirlit með viðarvarnarefnum

Tilgangur og markmið:

 • Að ganga úr skugga um að viðarvarnarefni á markaði séu með markaðsleyfi.
 • Að athuga hvort merkingar séu í samræmi við gildandi reglur.
 • Að kanna hvort öryggisblöð séu aðgengileg fyrir þá sem nota vörurnar í atvinnuskyni.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Starfsmenn Umhverfisstofnunar fóru í eftirlit í 17 fyrirtækjum og í ljós kom að 10 þeirra markaðssettu viðarvarnarefni. Í úrtaki voru fyrirtæki sem eru framarlega í aðfangakeðjunni og hafa mikla markaðshlutdeild. Miðað við gögn sem stofnunin hefur undir höndum um innflutning á viðarvarnarefnum, má ætla að fyrirtækin sem voru í úrtakinu séu samanlagt með um eða yfir 90% markaðshlutdeild hér á landi.

Eftirlitsþegar í eftirliti með viðarvarnarefnum á markaði í maí 2014.

 • Bauhaus
 • BYKO
 • Flügger ehf.
 • Húsasmiðjan ehf.
 • K. Richter hf
 • Málningarverslun Íslands ehf.
 • Múrbúðin
 • Sérefni ehf.
 • Slippfélagið ehf.
 • Verkfæralagerinn ehf.

Í eftirlitinu kom í ljós að 12 viðarvarnarefni voru markaðssett án markaðsleyfis. Af þeim féllu 4 vörutegundir ekki undir vöruflokk 8, viðarvarnarefni.

Í kjölfarið voru 6 vörur fjarlægðar af markaði, eitt fyrirtæki fékk frest til að fjarlægja 2 vörur af markaði og sækja um markaðsleyfi fyrir þær vörur.

 • Frávik skráð fyrir 12 vörur (án markaðsleyfis)
 • 4 af þeim vörum reyndust ekki flokkast sem viðarvarnarefni
 • 6 vörur hafa verið fjarlægðar af markaði.
 • Eitt fyrirtæki hefur fengið frest til að sækja um markaðsleyfi fyrir 2 vörur.

Eftirlitsþegum voru sendar eftirlitsskýrslur ásamt bréfi þann 13. júní 2014 og þeim fyrirtækjum, þar sem ekki komu fram frávik, var jafnframt tilkynnt um málslok. Þegar um var að ræða frávik var eftirlitsþega veittur frestur til 31. júlí 2014 til að gera athugasemdir við eftirlitið og bregðast við frávikum.

Öll fyrirtækin hafa brugðist við tilmælum Umhverfisstofnunar.

Hárlitir á markaði, merkingar og innihaldsefni

Tilgangur og markmið:

 • Að skoða umbúðir og fylgiseðla hárlita og innihaldsefni þeirra til að athuga hvort hárlitir á markaði uppfylli kröfur um merkingar skv. reglugerð nr. 577/2013 sem innleiddi reglugerð (EB) nr. 1223/2009.
 • Að fræða innflytjendur hárlita og fulltrúa verslana með hárliti um reglugerðir sem gilda um snyrtivörur með áherslu á kröfur um merkingar, þar á meðal notkunarskilyrði og varnarorð, ásamt varúðarmerki, vegna ákveðinna innihaldsefna, hvaða efni geta verið ofnæmisvaldandi og skilyrði gilda um þau.
 • Að auka neytendavernd með því að stuðla að réttum merkingum hárlita og því öruggari hárlitum á markaði.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Útbúinn var listi yfir innflutningsfyrirtæki hárlita út frá upplýsingum frá Tollstjóra fyrir árið 2013 og yfir verslanir sem taldar eru hafa mesta hlutdeild á markaði í sölu hárlita. Um er að ræða eftirtalin 12 innflutningsfyrirtæki og sjö verslanir. Farið var í eftirlit til þeirra og stóð það yfir á tímabilinu 19. mars til 27. maí 2014.

Innflutningsfyrirtæki Verslanir
Blóm í eggi ehf. Bónus, Holtagörðum
Halldór Jónsson ehf. Hagkaup, Holtagörðum
Hár ehf. Heilsuhúsið, Lágmúla
Ison ehf. Krónan, Lindum
Kaupsel hf. Lyf og heilsa, Austurveri
Kostur ehf. Lyfja, Lágmúla
Megastore ehf. Nettó, Þönglabakka
Regalo ehf.
S. Gunnbjörnsson ehf.
Snyrta ehf.
Vaxa ehf.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf.

Algengustu frávikin eru talin upp hér á eftir og voru gerðar kröfur um úrbætur til innflutningsaðila:

 • Viðvörunarmerkingar á íslensku vantaði sbr. 3 gr. reglugerðar nr. 577/2013. Um eru að ræða setningar um notkunarskilyrði og varnarorð, ásamt varúðarmerki skv. i dálki III. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009. Algengast var að þessar merkingar vantaði á hárliti sem seldir eru fagaðilum og þeim sem fluttir eru inn frá landi utan EES svæðisins.
 • Skortur á upplýsingum um ábyrgðaraðila hárlita og um upprunaland ef hárlitur hefur verið fluttur inn frá landi utan EES svæðisins sbr. 4. og 19 gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009.
Viðbrögð fyrirtækja við niðurstöðu eftirlits voru í langflestum tilfellum jákvæð og samskipti og samvinna við Umhverfisstofnun í nær öllum tilfellum góð. Öll fyrirtækin leituðu til sérfræðings stofnunarinnar til að fá nánari upplýsingar um kröfur sem gilda um hárliti og leiðir til úrbóta vegna frávika.

Þegar fyrirtækin höfðu sýnt fram á úrbætur var þeim sent bréf um málslok.

Samantektarskýrsla um eftirlit með hárlitum vorið 2014

Eftirlit með plöntuverndarvörum á markaði

Tilgangur og markmið:

 • Að fylgjast með því að varnarefni á markaði séu skráð / hafi markaðsleyfi.
 • Að skoða hvort merkingar á varnarefnum séu í samræmi við gildandi lög og reglur. 
 • Að upplýsa aðila sem markaðssetja varnarefni um skyldur þeirra gagnvart gildandi lögum og reglugerðum á þessu sviði.

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Farið var í eftirlit hjá 7 fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað. Skoðaðar voru samtals 60 plöntuverndarvörur og alls komu fram 10 frávik í 4 fyrirtækjum. Algengustu frávikin voru fólgin í því að vara var ekki með markaðsleyfi hér á landi en í einu tilfelli vantaði merkingar á íslensku.

Öll fyrirtækin hafa nú brugðist við frávikum með því að laga merkingar, senda vörur í förgun hjá viðurkenndum móttökuaðila eða taka vörur tímabundið af markaði þar til þeim hefur verið veitt markaðsleyfi.

Úttekt á tollafgreiðslu plöntuverndarvara árið 2012 og 2013

Tilgangur og markmið:

 • Að skoða hvort upplýsingar sem fengnar eru úr gögnum Umhverfisstofnunar vegna tollafgreiðslu á plöntuverndarvörur séu í samræmi við upplýsingar sem fram koma í skrám Tollstjóra.
 • Að athuga hvort tollflokkun sé hugsanlega ábótavant, þannig að gögn um tollafgreiðslu gefi ekki réttar upplýsingar um þær plöntuverndarvörur sem boðnar eru fram á markaði hérlendis.

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Í úttektinni var athyglinni beint að plöntuverndarvörum í eftirfarandi tollflokkunum:

 • 3808.5000: Efni til varnar gegn eða útrýmingar á skordýrum, nagdýrum, sveppum og illgresi, efni til að hindra spírun, efni til að stjórna plöntuvexti, sótthreinsandi efni og áþekkar vörur
 • 3808.9100: Skordýraeyðir; Sveppaeyðir
 • 3808.9300: Illgresiseyðir, spírunareyðir og efni til að stjórna plöntuvexti

Gögn Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits ríkisins, sem aflað er við áritun vegna tollafgreiðslu á plöntuverndarvörum, voru borin saman við gögn Tollstjóra til þess að leiða í ljós hvort veitt hafi verið áritun við tollafgreiðslu á vörum í ofangreindum tollflokkum og hvort tollflokkun væri í einhverjum tilfellum röng.

Alls voru tollafgreidd 35.296 kg af vörum á árinu 2012 í þeim tollflokkum sem verkefnið nær til og þar af var veitt áritun fyrir 32.305 kg (92%) en 2.991 kg (8%) fengu tollafgreiðslu án áritunar. Á árinu 2013 voru tollafgreidd 15.240 kg af vörum í þeim tollflokkum sem eru til skoðunar hér, þar af var veitt áritun fyrir 10.850 kg (71%) en 4.390 kg (29%) fengu tollafgreiðslu án áritunar.

Umtalsverður hluti af plöntuverndarvörum fær tollafgreiðslu hér á landi án þess að koma til áritunar hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hyggst bregðast við með því að upplýsa betur þá aðila sem hlut eiga að máli um skyldur þeirra varðandi markaðssetningu á plöntuverndarvörum og sér í lagi mikilvægi þess að fylgja reglum varðandi tollafgreiðslu.

Merking umbúða og öryggisblöð efna og efnablandna í byggingarvöruverslunum

Tilgangur og markmið:

Eftirlit með markaðssetningu efna, efnablandna og hluta sem falla undir efnalög nr. 61/2013. Kanna varnaðarmerkingar hættulegra efnavara þar sem sjónum var sérstaklega beint að hættulegustu vörunum sem standa almennum neytendum til boða í verslununum. Einnig var athugað hvort öryggisblöð væru í boði fyrir þá sem nota vörurnar í atvinnuskyni og hvort ólöglegar vörur væru til sölu.

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Eftirlitið náði til eftirfarandi fyrirtækja: 

 • Álfaborg 
 • Bauhaus 
 • BYKO 
 • Dan-Inn 
 • Einar Ágústsson og Co. 
 • Flügger 
 • Hegas 
 • Húsasmiðjan 
 • K. Richter 
 • Málning hf. 
 • Málningarverslun Íslands 
 • Múrbúðin 
 • Sérefni 
 • Slippfélagið 
 • Verkfæralagerinn 
 • Würth á Íslandi 

Öll frávik frá ákvæðum reglugerða, sem stofnunin starfar eftir, voru skráð með áherslu á þær reglugerðir sem taldar eru upp í kaflanum á undan. Gerðar voru kröfur til úrbóta vegna vanmerktra vara hjá öllum fyrirtækjunum sem um ræðir og þeim birgjum sem höfðu vörur í verslunum. Gerð var krafa um að vanmerktar vörur yrðu merktar með réttum hætti og að send yrðu sýnishorn af endurbættum merkingum til Umhverfisstofnunar. Þá var gerð krafa um að öryggisblöð yrðu lagfærð og uppfærð þar sem ástæða þótti til. Farið var fram á að útbúin yrði áætlun um hvernig fyrirtæki hyggðust uppfylla kröfur um afhendingu öryggisblaða ef slík blöð stóðu viðskiptavinum ekki til boða.

Eftirlit með skráningu íslenskra snyrtivöruframleiðenda í Evrópugrunn (vefgátt CPNP) árið 2014

Tilgangur og markmið:

 • Að tryggja að allir íslenskir snyrtivöruframleiðendur skrái/tilkynni vörur sínar inn í snyrtivöruvefgátt ESB, svonefnda CPNP vefgátt.
 • Að stuðla að því að framleiddar séu öruggar snyrtivörur hér á landi og að framleiðendur uppfylli skyldur sínar skv. gildandi reglugerðum.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Við val á fyrirtækjum í verkefnið var lögð áhersla á þau sem talin eru hafa mest ítök á markaði, þá helst þau sem selja vörur í fríhöfninni í Leifsstöð, apótekum, heilsuvöruverslunum og/eða stórmörkuðum. Hér fyrir neðan er listi yfir fyrirtækin og eru þau alls 23.

Eftirfarandi fyrirtæki framleiða snyrtivörur:

 • Andrá heildverslun ehf.
 • Andrea Maack Parfums
 • Ankra ehf.
 • Anna Rósa grasalæknir ehf.
 • Blue lagoon ehf.
 • Gamla apótekið ehf.
 • Gyðja collection ehf.
 • Heiðar Jónsson/Ilmurinn ehf.
 • Kolbrún grasalæknir ehf.
 • Jurtastofa Sólheima ehf.
 • Kerecis ehf.
 • Marinox ehf.
 • Mjöll frigg hf.
 • PharmArctica ehf.
 • Purity herbs Organics ehf.
 • 64° Reykjavik ehf.
 • Sif Cosmetics ehf.
 • Sóley Organics ehf.
 • Tandur hf. og True Viking
 • Urðarköttur ehf.
 • Urtasmiðjan ehf.
 • Villimey slf.
 • Zymetech ehf

Í ljós kom að rúmlega helmingur fyrirtækjanna, eða 52%, höfðu skráð snyrtivörur í vefgáttina. Úrbóta var þörf á skráningum 58% þeirra og var algengast að geymsluþol snyrtivöru kæmi ekki fram á myndum/merkingum.

Tæplega helmingur framleiðenda, eða 47,8%, höfðu ekki skráð sínar vörur í vefgáttina. Oftast var ástæðan sú að ekki var vitneskja um þessa kröfu innan fyrirtækisins. Þó voru dæmi um að fyrirtæki væri upplýst um þetta en ekki haft tök á því eða látið verða að því að skrá vörurnar.

Þau fyrirtæki sem þurftu að bæta skráningar hafa í langflestum tilfellum lokið úrbótum. Fyrirtækin sem ekki höfðu skráð vörur sínar í vefgáttina hafa upplýst Umhverfsstofnun um að þau muni klára skráningar á næstu mánuðum eða fyrir árslok 2015.

Eftirlitsverkefni 2013

Eftirlit með plöntuverndarvörum á markaði

Tilgangur og markmið:

 • Að fylgjast með því að varnarefni á markaði séu skráð / hafi markaðsleyfi.
 • Að skoða hvort merkingar á varnarefnum séu í samræmi við gildandi lög og reglur. 
 • Að upplýsa aðila sem markaðssetja varnarefni um skyldur þeirra gagnvart gildandi lögum og reglugerðum á þessu sviði.

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Verkefnið var unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Farið var eftirlit í fylgd með Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur þann 11. júní 2013 í fyrirtækin Bauhaus, Frjó Quatro ehf og Blómaval. Engin varnarefni voru til sölu í Bauhaus. Hjá Frjó Quatro ehf voru gerðar athugasemdir við merkingu á tveimur vörum. Hjá Blómavali var farið fram á að tvær vörur sem ekki höfðu markaðsleyfi yrðu teknar úr sölu.

Farið var í eftirlit í fylgd með Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hjá Garðheimum Gróðurvörum ehf þann 26. júní 2013. Gerðar voru athugasemdir við merkingar á 9 vörum þar sem merkingar á íslensku vantaði. Farið var fram á förgun á 10 vörum sem ekki höfðu markaðsleyfi. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis fór í eftirfylgni þann 12. september og ítrekaði kröfur um að fyrirtækið brygðist við athugasemdum þess. Þann 30 september barst staðfesting í því að Garðheimar Gróðurvörur ehf hefðu fengið í hendur próförk að íslenskum merkimiðum fyrir þær vörur sem voru vanmerktar og staðfestingu frá Efnamóttökunni hf um förgun á þeim varnaefnum frá Garðheimum Gróðurvörum ehf sem ekki voru með markaðsleyfi hér á landi þegar eftirlitið átti sér stað. 

Úttekt á sæfivöruflokkum 1 og 2

Tilgangur og markmið:

Að kortleggja innflutning og framleiðslu sæfivara í vöruflokkum 1 og 2, sem eru annars vegar sótthreinsandi efni í hreinlætisvörum fyrir menn og hins vegar sótthreinsandi efni og aðrar sæfivörur til einkanota og til nota innan heilsugæslunnar. Þessir vöruflokkar voru valdir þar sem búist er við að virkum efnum í þeim muni fjölga jákvæðum lista yfir virk efni sem leyfilegt er að nota í sæfivörur, en þá þarf að sækja um markaðsleyfi fyrir vöruna.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Útbúinn var listi yfir fyrirtæki sem flytja inn sótthreinsiefni út frá upplýsingum frá Tollstjóra og tímabilið 16.04.2013 til 15.04.2013 valið. Farið var í eftirlit í þessi fyrirtæki þar sem kallað var eftir frekari upplýsingum varðandi vörurnar eins og t.d. um framleiðanda, umboðsmann á EES svæðinu, virku efni vörunnar, öryggisblöð og fleira. Auk þess fengust upplýsingar af heimasíðum íslenskra framleiðslufyrirtækja. Farið var í eftirlit hjá eftirfarandi fyrirtækjum:

Artasan  Halldór Jónsson Medor ehf. Servida - Besta
DEO Pharma efh. Inter ehf. Mjöll-Frigg Smith og Norland
Distica Kemi Papco Tandur
Efnalausnir Kj. Kjartansson Parlogis Tannhjól
Eirberg ehf. Laugin ehf. Rekstrarvörur
Fastus Lúkas D. Karlsson Ræstingaþjónustan  

Við eftirlit kom í ljós kom að í mörgum fyrirtækjanna var lítil vitneskja um þær reglur sem gilda um sótthreinsandi vörur. Gögnum var safnað í gagnagrunn sem mun nýtast við frekara eftirlit og til að gera fyrirtækjum viðvart þegar áhættumati virkra efna í þeirra vörum er lokið og tími kominn til að sækja um markaðsleyfi fyrir þær. Öllum fyrirtækjum var send samantekt um sæfivörur og þær reglugerðir sem þeim fylgja. Tekinn var saman póstlisti með þessum aðilum til að auðvelt væri að koma skilaboðum, fréttum varðandi virku efnin eða boð á upplýsingafundi til allra. 

REACH-EN-Force 3 

Tilgangur og markmið:

 • Að tryggja að efni á íslenskum markaði hafi verið skráð hjá Efnastofnun Evrópu samkvæmt REACH-reglugerðinni sem tryggir að viðkomandi efni hafa verið áhættumetin. 
 • Að taka þátt fyrir hönd Íslands í samevrópsku eftirlitsverkefni með REACH reglugerðinni í samstarfi við tollayfirvöld. Verkefnið fór fram á sama tíma á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. 

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Sett var á tollasía í samstarfi við Tollstjóra á tímabilinu 15. júlí – 15. september 2013 og fékk Umhverfisstofnun upplýsingar um allar tollafgreiðslur á vörum yfir einu tonni fyrir 17 tollflokka frá 12 upprunalöndum utan EES. Tollasían gaf lista yfir fyrirtæki sem fluttu inn efni frá löndum utan EES.

Umhverfisstofnun hafði samband við fyrirtækin og kallaði eftir skráningarnúmerum efnanna sem fyrirtækin afhentu. Umhverfisstofnun sannreyndi síðan að númerin væru í gildi með því að bera þau saman við gagnabanka Efnastofnunar Evrópu.

Kortlagning birgja efnavara á Íslandi

Tilgangur og markmið:

 • Að fá yfirlit yfir helstu birgja efna og efnablandna, en skv. nýjum efnalögum skal Umhverfisstofnun einbeita sér að birgjum í sínu eftirliti, þ.e. þeim aðilum sem eru efst í aðfangakeðjunni. 
 • Að búa til gagnagrunn sem mun nýtast í eftirliti á næstu árum og stuðla að betri yfirsýn yfir birgja um landið allt. 

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Notast var við gögn m.a. frá Umhverfisstofnun, Tollstjóra, Vinnueftirliti og heilbrigðiseftirlitssvæðum. Samkvæmt nýjum efnalögum féllu úr gildi tvö starfsleyfi 31. des. 2014, sem heilbrigðisnefndir gáfu út. Þetta voru „Verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni“ og „Verslun með fegrunar- og snyrtiefni“. Með niðurfellingu þessara starfsleyfa er eftirlitið fært ofar í aðfangakeðjuna, til birgja sem hafa ríkum skyldum að gegna við markaðssetningu efna og efnablandna. Upplýsingar um þær verslanir þar sem þessi starfsleyfi voru felld úr gildi bárust frá heilbrigðisnefndum og nýttust í þessu verkefni. 

Niðurstöður sýndu að fjöldi birgja er um 320 talsins, þar af eru 29 framleiðendur. Þegar horft er á birgjana út frá vöruflokkum þá er skiptingin þannig:

 

  Fjöldi birgja
Eiturefni 50
Snyrtivörur 53
Þvotta- og hreinsiefni 18
Varnarefni (plöntuverndar- og sæfivörur) 47
Rannsóknir og þróun 13
Málning 1
Annað 128
Samtals 319

Ofangreind gögn verða keyrð saman við upplýsingar um innflytjendur úr tollskrá. Þannig verður til gagnagrunnur sem gefur yfirsýn yfir helstu birgja efna og efnablandna á Íslandi sem mun nýtast í eftirliti Umhverfisstofnunar með efnum og efnablöndum. 

Skráning eldsneytis skv. REACH 

Tilgangur og markmið:

 • Að kanna hvort eldsneyti sem markaðssett er á Íslandi hafi verið skráð samkvæmt REACH-reglugerðinni sem tryggir að viðkomandi efni hafa verið áhættumetin, bæði hjá innflytjendum og eftirnotendum. 

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Stuðst var við gögn frá Tollstjóra um innflutning á eldsneyti. Kallað var eftir gögnum frá Atlantsolíu , N1, Olíuverslun Íslands og Skeljungi um tegund eldsneytis, CAS eða EC númer þess, upprunaland, tollskrárnúmer, sendingarnúmer og skráningarnúmer skv. REACH. Við eftirlitið kom í ljós að fyrirtækin höfðu ekki skráningarnúmerin tiltæk en gátu kallað eftir þeim hjá sínum birgjum. Skráningarnúmer fyrir það eldsneyti sem fyrirtækin markaðssettu á Íslandi 2012 og 2013 voru afhent og gat Umhverfisstofnun sannreynt að þau voru í gildi, með því að bera þau saman við gagnabanka Efnastofnunar Evrópu.